Dýrkar döðlur og hnetusmjör

Ásta Magnúsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.

Ásta Magnús­dótt­ir er móðir, mat­gæðing­ur og þessi týpa sem tek­ur alltaf mynd­ir af matn­um. Hún er upp­skrifta­hönnuður fyr­ir Muna. Holl­ust­an er henni hug­leik­in en sömu­leiðis gott bragð og gæði. Hún deil­ir með okk­ur ein­stak­lega bragðgóðum bit­um sem fædd­ust í eld­hús­inu hjá henni. Hún deil­ir sinni sýn í Heilsu­blaði Nettó: 

Hef­ur þú alltaf haft áhuga á mat og mat­ar­gerð?

„Já, svona lúmskt. Áhug­inn byrjaði samt að aukast þegar ég var í mennta­skóla en ég vildi taka mataræðið mitt í gegn og fór að prófa mig áfram. Mér þótti svo gam­an að búa til mat frá grunni og ég byrjaði að taka mynd­ir af öllu sem ég gerði og svo hef ég bara ekki stoppað.“

Hvaðan kem­ur áhug­inn?

„Ömmu Eddu minni. Hún var alltaf að elda og baka og leyfði mér að vera með.“

Ertu dug­leg að prófa eitt­hvað nýtt?

„Já, ég myndi klár­lega segja það! Ég er alltaf að rek­ast á ný hrá­efni og bæta þeim við mataræðið mitt. Svo er ég voða hepp­in að eiga kín­verska tengda­fjöl­skyldu sem hef­ur opnað fyr­ir mér aðra ver­öld af góm­sæt­um mat sem mér datt aldrei í hug að prófa.“ 

Hverj­ar eru aðal áhersl­urn­ar hjá þér í þínu mataræði?

„Ég legg mikla áherslu á að gera það sem ég get frá grunni, nota holl og góð hrá­efni og ekki setja mér bönn þegar kem­ur að mat.“

Hvað borðar þú í morg­un­mat?

„Ég borða oft­ast ein­hverja gerð af graut hvort sem það er heit­ur hafra­graut­ur, hafr­ar yfir nótt, chia-graut­ur eða hör­fræj­a­graut­ur.“

Upp­á­halds­mat­ur­inn þinn þegar þú vilt gera vel við þig?

„Lamba­læri, kart­öfl­ur og sveppasósa sem maður­inn minn eld­ar – al­gjör lúxusmat­ur.“

Upp­á­halds­holl­ustu­bit­inn þinn?

„Döðlur og dökkt súkkulaði.“

Fyllt­ar döðlur með hnetu­smjöri 

Ef þig lang­ar í eitt­hvað með kaff­inu þá eru þess­ar sætu, fylltu döðlur svarið. Döðlurn­ar eru fyllt­ar með góm­sætu hnetu­smjöri og ekki nóg með það held­ur eru þær líka hjúpaðar með heima­löguðu súkkulaði sem inni­held­ur enn meira hnetu­smjör! 

Inni­hald

  • 15-20 döðlur frá Muna
  • 6-10 tsk fínt hnetu­smjör frá Muna

Heima­lagað súkkulaði

  • 2 msk kó­kosol­ía frá Muna (fljót­andi)
  • 2 msk kakó­duft frá Muna
  • 1 tsk dökkt aga­ve-síróp frá Muna
  • 1 tsk fínt hnetu­smjör frá Muna

Aðferð

Fyllið döðlurn­ar með hnetu­smjöri ca. 1/​4 – 1/​2 tsk. í hverja döðlu og skellið þeim inn í frysti í 10 mín­út­ur. Á meðan gerið þið súkkulaðið.

Bræðið niður kó­kosol­íu og hrærið kakó­dufti út í. Bætið svo sírópi og hnetu­smjöri við og hrærið öllu vel sam­an.

Löðrið döðlurn­ar í súkkulaði og stráið sjáv­ar­salti yfir ef þið viljið.

Geymið döðlurn­ar inni í frysti og þið eruð til­bú­in fyr­ir kaffi­boðið hvenær sem er!

Hrá­kúl­ur með kó­kos

Þess­ar hrá­kúl­ur eru ómiss­andi þegar mann lang­ar í eitt­hvað sætt án hvíta syk­urs­ins!

Inni­hald

  • 20 döðlur frá Muna
  • 2 dl. gróf­ir hafr­ar frá Muna
  • 1 msk. hamp­fræ frá Muna
  • 1 msk. kakó­duft frá Muna
  • 1 dl. kó­kos­mjöl frá Muna

Byrjið á því að sjóða vatn og leggið döðlurn­ar í heitt bleyti í 5-10 mín­út­ur, það mýk­ir döðlurn­ar og ger­ir þær enn girni­legri.

Á meðan döðlurn­ar liggja í bleyti skellið þið höfr­un­um og hamp­fræj­un­um í mat­vinnslu­vél og blandið sam­an í gróft duft.

Bætið döðlun­um við ásamt kakó­duft­inu og blandið sam­an í deig. Ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 msk. af soðnu vatni.

Rúllið deig­inu upp í kúl­ur og veltið þeim upp úr kó­kos­mjöl­inu.

Kúl­urn­ar skal geyma í ís­skáp en þær geym­ist einnig vel í fryst­in­um.

Avóka­dó súkkulaðitruffl­ur

Þess­ar avóka­dó súkkulaðitruffl­ur eru fyr­ir þá allra hörðustu, al­gjör kakó­bomba.

Inni­hald

  • 1 stórt avóka­dó
  • 15 döðlur frá Muna
  • 1 væn msk. kakó­duft frá Muna ásamt smá til að velta truffl­un­um upp úr
  • 2 msk. bragð- og lykt­ar­laus kó­kosol­ía frá Muna (fljót­andi)

Aðferð

Byrjið á því að leggja döðlurn­ar í heitt bleyti í 10 mín­út­ur, al­gjört töfr­at­rikk til að mýkja þær ennþá meira! Setjuð allt í mat­vinnslu­vél og blandið vel sam­an. Geymið deigið í kæli í 1-2 klst. Kó­kosolí­an sér um að deigið harðni svo hægt sé að rúlla kúl­un­um upp. 

Einnig má setja hafra út í deigið og þá er hægt að rúlla deig­inu strax upp í kúl­ur. Notið þá 1-2 dl. af fín­um höfr­um frá Muna og blandið í mat­vinnslu­vél. 

Þegar deigið er til­búið rúllið þið því upp í kúl­ur og veltið upp úr ljúf­fengu líf­rænu kakó­dufti frá Muna.

Ef þú ert ekki fyr­ir kakó get­ur þú notað kó­kos­mjöl í staðinn eða jafn­vel hamp­fræ. 

Geymið truffl­urn­ar í kæli eða frysti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda