Í fyrra efndi Harpan til hönnunarsamkeppni á húsgögnum fyrir almenn rými í anddyri hússins. Úrslitin voru kynnt í nóvember 2010 og unnu innanhússarkitektarnir Kristín Aldan Guðmundsdóttir og Helga Sigurbjarnardóttir keppnina.
Húsgögnin voru framleidd af G.Á. Bólstrun, Pelko og Stjörnustáli. Húsgögnin sóma sér prýðilega. Yfir þeim er ferskt yfirbragð og svo má raða þeim upp á mismunandi hátt eftir tilefnum hverju sinni.
Guli liturinn er ferskur og spilar fallega á móti litaða glerinu í glerhjúp Hörpunnar. Svo eru húsgögnin nokkuð þægileg. Er hægt að biðja um eitthvað meira?