Svona líta verðlaunahúsgögn Hörpunnar út

Litapalletta húsgagnanna spilar fallega við glerhjúpinn.
Litapalletta húsgagnanna spilar fallega við glerhjúpinn. mbl.is/Harpan

Í fyrra efndi Harp­an til hönn­un­ar­sam­keppni á hús­gögn­um fyr­ir al­menn rými í and­dyri húss­ins. Úrslit­in voru kynnt í nóv­em­ber 2010 og unnu inn­an­húss­arki­tekt­arn­ir Krist­ín Ald­an Guðmunds­dótt­ir og Helga Sig­ur­bjarn­ar­dótt­ir keppn­ina.

Hús­gögn­in voru fram­leidd af G.Á. Bólstrun, Pel­ko og Stjörnustáli. Hús­gögn­in sóma sér prýðilega. Yfir þeim er ferskt yf­ir­bragð og svo má raða þeim upp á mis­mun­andi hátt eft­ir til­efn­um hverju sinni.

Guli lit­ur­inn er fersk­ur og spil­ar fal­lega á móti litaða gler­inu í gler­hjúp Hörp­unn­ar. Svo eru hús­gögn­in nokkuð þægi­leg. Er hægt að biðja um eitt­hvað meira?

Íslensk húsgögn prýða Hörpuna.
Íslensk hús­gögn prýða Hörp­una. mbl.is/​Harp­an
Húsgögnin voru hönnuð af Kristínu Aldan Guðmundsdóttur og Helgu Sigurbjarnardóttur.
Hús­gögn­in voru hönnuð af Krist­ínu Ald­an Guðmunds­dótt­ur og Helgu Sig­ur­bjarn­ar­dótt­ur. mbl.is/​Harp­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda