Litakort speglast í hagtölum

Baðherbergi með Blanco Paloma-steini sem hannað var af Hönnu Stínu.
Baðherbergi með Blanco Paloma-steini sem hannað var af Hönnu Stínu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Ítalska fyr­ir­tækið Quar­ella, sem fram­leitt hef­ur kvarts­borðplötu­efni og flís­ar í meira en 40 ár, fór yfir lita­kort síðustu ára­tuga í til­efni af af­mæli sínu og bar þau sam­an við hag­töl­ur á hverju markaðssvæði fyr­ir sig. Þá kom í ljós að í upp­sveiflu voru svart­ir, hvít­ir og grá­ir tón­ar meira áber­andi í gegn­um tíðina en í niður­sveiflu voru jarðlit­ir og beig­elit­ir meira keypt­ir,“ seg­ir Hörður Her­manns­son hjá steinsmiðjunni Fígaró nátt­úru­steini. Þegar hann er spurður hvort lita­kort og hag­töl­ur hald­ist í hend­ur á ís­lensk­um markaði seg­ir hann svo vera. „Í dag er fólk meira í jarðlit­um og matt­ari tón­um en fyr­ir nokkr­um árum.“

Aðspurður hvað sé heit­ast í borðplöt­um í dag nefn­ir hann Blanco Paloma-stein­inn sem er ljós kvarts­steinn og mjög sterk­ur. Líf­leg­ir en hlý­ir lit­ir eiga meiri hljóm­grunn nú en áður en svart granít er þó sí­gilt.

Í er­lend­um hús­búnaðarblöðum og bloggi virðist marmari vera að sækja í sig veðrið. Þegar Hörður er spurður hvort marmar­inn sé vin­sæll á Íslandi seg­ist hann finna fyr­ir veru­lega aukn­um áhuga. „Fólk er meira að sækj­ast eft­ir mýkt og hlýju í dag sem marmar­inn skil­ar svo vel. Það hef­ur reynd­ar ekki verið hægt að nota all­an marm­ara í eld­hús því efnið þolir sýru­stig mis­vel. Við mæl­um með því að all­ur nátt­úru­steinn sé var­inn með AKEMI-stein­vörn sem geng­ur inn í stein­inn og mynd­ar ekki filmu á hann. Þetta ein­fald­ar öll þrif og viðhald steins­ins.“

Spurður um áferð seg­ir hann að mött áferð sé að koma nokkuð sterk inn í staðinn fyr­ir há­glans­andi stein. „Í dag er fólk opn­ara fyr­ir hlý­leika og nátt­úru­legri lit­um,“ seg­ir Hörður.

Hörður Hermannsson.
Hörður Her­manns­son. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Steinn á vegg frá Fígaró.
Steinn á vegg frá Fígaró. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Eldhús með Blanco Paloma-steini. Eldhúsið var hannað af Hönnu Stínu.
Eld­hús með Blanco Paloma-steini. Eld­húsið var hannað af Hönnu Stínu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverri­son
Basalt frá Fígaró.
Basalt frá Fígaró. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Náttúrusteinn frá Fígaró með lýsingu á bak við. Þetta er …
Nátt­úru­steinn frá Fígaró með lýs­ingu á bak við. Þetta er stór­kost­legt. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Veggklæðning úr náttúrusteini.
Vegg­klæðning úr nátt­úru­steini. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda