Innlit í eldhús Bjarna Ben og Þóru

Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Þóra Margrét Baldvinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eld­húsið á heim­ili Þóru Mar­grét­ar Bald­vins­dótt­ur og Bjarna Bene­dikts­son­ar er í opnu rými eins og al­gengt er í seinni tíð. Að henn­ar sögn er eld­húsið helsti sam­verustaður allra í fjöl­skyld­unni. „Það er mjög mikið eldað á mínu heim­ili, og meira að segja hef ég stundað það að vera með há­deg­is­mat, eins og gert var í gamla daga, af því ég er með lítið barn heima þessa dag­ana. Reynd­ar hef ég mest borðað af hon­um sjálf og börn­in fá af­ganga þegar þau koma heim úr skól­an­um,“ bæti Þóra við og hlær. „En mat­ar­gerð og um­sýsla í eld­hús­inu hef­ur alltaf verið ein af ástríðunum í mínu lífi. Að bar­dúsa þar finnst mér al­veg rosa­lega gam­an og í raun fæ ég svo mikið út úr því að það er eig­in­lega mitt jóga,“ seg­ir Þóra.

Enn­frem­ur bend­ir hún á að börn þeirra hjóna séu einnig býsna snjöll við elda­mennsk­una. „Dótt­ir okk­ar, sem er orðin 21 árs, er orðin al­deil­is frá­bær í eld­hús­inu. hún hef­ur verið að vinna í Happ síðustu þrjú árin með skóla og á sumr­in og er með brenn­andi áhuga á mat og mat­ar­gerð og þá ekki síst á því sem lýt­ur að nær­ingu og heilsu. Hún er reynd­ar svo hug­fang­in af þessu að hún fór í há­skóla­nám nær­ing­ar­fræði nú í haust og er hef­ur það ef til um­fram mig í eld­hús­inu að hún hugs­ar út í smá­atriðin og nostr­ar við þau.“

All­ir á heim­il­inu elda

Þóra bæt­ir því við að dótt­ir­in sé einna hrifn­ust af asískri mat­ar­gerð á meðan hún sjálf horfi helst til ít­alskr­ar mat­ar­gerðar. „Ég er svo­lít­ill Ítali í mér í eld­hús­inu. Ég bjó í eitt ár á Ítal­íu og smitaðist mjög af þarlendri elda­mennsku. Ég held ég geti sagt að ég elski all­an ít­alsk­an mat; hann er mitt upp­á­hald.“ 14 ára son­ur henn­ar er að sama skapi far­inn að bjarga sér við elda­vél­ina, og meira að segja 8 ára dam­an þeirra líka. „Hún bak­ar um hverja ein­ustu helgi, ein­hvers kon­ar möff­ins eða smá­kök­ur og stend­ur sig ofboðslega vel þó vita­skuld fái hún hjálp hjá okk­ur í og með. Svo eld­húsið er í mik­illi notk­un á mínu heim­ili.“ Meira að segja eig­inmaður­inn á þar sína spretti, að sögn Þóru. „Bjarni er reynd­ar ekki sá liðtæk­asti í eld­hús­inu en hann á samt tvo eða þrjá rétti sem hann ger­ir mjög vel, hann má al­veg eiga það,“ bæt­ir Þóra við og kím­ir.

Eldhúsið hjá Bjarna Benediktssyni og Þóru Margréti Baldvinsdóttur.
Eld­húsið hjá Bjarna Bene­dikts­syni og Þóru Mar­gréti Bald­vins­dótt­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda