Unnu undir þemanu „leturverk“

Hópurinn Tákn og teikn samanstendur af átta konum. Það eru …
Hópurinn Tákn og teikn samanstendur af átta konum. Það eru þær Kristín Þorkelsdóttir, Friðrika Geirsdóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Soffía Árnadóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Elsa Nielsen, Helga Gerður Gísladóttir og Sigríður Rún.

Hóp­ur­inn Tákn og teikn mun halda sam­sýn­ingu á Mokka-Kaffi í til­efni af Hönn­un­ar­Mars. Hóp­inn skipa átta mynd­list­ar- og hönn­un­ar­menntaðar kon­ur á breiðu ald­urs­bili. Það eru þær Krist­ín Þor­kels­dótt­ir, Friðrika Geirs­dótt­ir, Edda V. Sig­urðardótt­ir, Soffía Árna­dótt­ir, Krist­ín Edda Gylfa­dótt­ir, Elsa Niel­sen, Helga Gerður Gísla­dótt­ir og Sig­ríður Rún.

„Hug­mynd­in að hópn­um var að skapa vett­vang til að hitt­ast, deila hug­mynd­um og halda sýn­ing­ar og hef­ur und­ir­bún­ing­ur sýn­ing­ar­inn­ar staðið yfir síðan í haust en þá var hóp­ur­inn stofnaður. Ald­urs­bil fé­laga er breitt sem og reynsla þeirra en það ger­ir sam­starfið þeim mun meira gef­andi og áhuga­vert. Stóra sam­eig­in­lega áhuga­málið er hönn­un og list og það er hvetj­andi að gefa sér tíma, í amstri dags­ins, til að hitt­ast, finna ögr­andi mark­mið og ekki síst til að skapa sín eig­in tæki­færi. Það er ómet­an­legt að hitta „koll­ega“ á þess­um skemmti­legu og fag­legu for­send­um,“ seg­ir Sig­ríður Rún.

„Þemað á sýn­ing­unni á Mokka á Hönn­un­ar­Mars er „let­ur­verk“ í sinni víðustu túlk­un­ar­mynd,“ út­skýr­ir Sig­ríður Rún. Hún seg­ir verk sýn­ing­ar­inn­ar vera ólík og sýna vel um hversu fjöl­breytt­an hóp er að ræða. „Let­ur­verk er fyrsta sýn­ing hóps­ins en við von­umst til þess að sam­starfið leiði af sér fleiri frjó sam­starfs­verk­efni eft­ir því sem við kynn­umst bet­ur og hóp­ur­inn efl­ist.“

Sigríður Rún mun sýna verk á Mokka-kaffi ásamt sjö öðrum.
Sig­ríður Rún mun sýna verk á Mokka-kaffi ásamt sjö öðrum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda