Eru þetta svölustu húfurnar?

Guðmundur Úlfarsson annar hönnuðanna í Or Type.
Guðmundur Úlfarsson annar hönnuðanna í Or Type.

Húf­urn­ar frá 66°Norður hafa notið vin­sælda upp á síðkastið. Önnur hver sparigugga, ömm­ur þeirra, frænd­ur, frænk­ur og skyld­menni hafa varla sést ut­an­dyra nema að vera með eina slíka á höfðinu. Nú kynn­ir 66°Norður og Or Type sam­starf sitt í til­efni af Hönn­un­ar­Mars. Um er að ræða nýj­ar út­gáf­ur af húfu­koll­unni og nýtt let­ur sem er sér­hannað af Or Type fyr­ir 66°Norður í tengsl­um við 90 ára af­mæli þess en 66°Norður var stofnað árið 1926.

„Við byggðum all­ar húf­urn­ar á 90 ára af­mæli 66°Norður. Gaml­ar sam­skipta­leiðir sjó­manna koma fyr­ir í einni og önn­ur er síðan eitt­hvað sem við mynd­um kalla „the orig­inal“, húfa sem aldrei var til en hefði með öllu réttu átt að vera upp­runa­lega húfu­koll­an. Þriðja húf­an er síðan orðal­eik­ur þar sem við leik­um okk­ur með þessi þrjú atriði í sam­starf­inu, 66, Or og 90,“ seg­ir Guðmund­ur Úlfars­son ann­ar hönnuðanna í Or Type.

Or Type er fyrsta og eina sér­hæfða let­urút­gáfa Íslands. Hún var form­lega opnuð með sýn­ingu á Hönn­un­ar­Mars 2013, en það eru Guðmund­ur Úlfars­son og Mads Fr­eund Brun­se sem standa á bak við út­gáf­una. Or Type sel­ur let­ur í gegn­um netið á heimasíðunni www.ortype.is.

Húf­urn­ar og letrið verður sýnt í sér­stakri opn­un milli kl. 17 og 19 á Skóla­vörðustíg 12 í dag.

Húfurnar eru mjög svalar.
Húf­urn­ar eru mjög sval­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda