Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr

Stofan er glæsileg. Sófinn er úr Húsgagnahöllinni og líka pullan …
Stofan er glæsileg. Sófinn er úr Húsgagnahöllinni og líka pullan og mottan undir stofuborðinu. Gluggatjöldin koma frá Vogue og voru sérsaumuð fyrir gluggann. mbl.is/Árni Sæberg

Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN býr í huggulegri íbúð í Hlíðunum í Reykjavík. Hún hefur búið í íbúðinni um margra ára skeið en þegar hún festi kaup á henni var búið að skipta um innréttingu og gólfefni. Síðasta vetur langaði hana að breyta íbúðinni án þess að það kostaði of mikla peninga og urðum við ásáttar um að undirrituð myndi hjálpa henni. 

Hér sést hvernig íbúðin leit út áður en hún var tekin í gegn Fyrir og eftir hjá Björk Eiðsdóttur

Horft inn í stofuna. Ljósin yfir tanganum í eldhúsinu koma …
Horft inn í stofuna. Ljósin yfir tanganum í eldhúsinu koma úr Indiska í Kringlunni. mbl.is/Árni Sæberg

Það þurfti að hafa nokkur atriði í huga áður en hafist var handa. Það þurfti að mála íbúðina og lagði undirrituð til að hún yrði máluð í hlýjum grábrúnum tóni sem myndi halda vel utan um fjölskylduna. Liturinn sem varð fyrir valinu heitir Gamla bíó og er frá Slippfélaginu.

Það var auðvitað vel kominn tími á að mála og ég var alltaf harðákveðin í að hafa lit á veggjunum, fyrst var ég að spá í hluta alrýmisins en svo ákvað ég að láta vaða og hafa litinn á öllu enda er svo mikið um stóra glugga og hurðir að rýmið þolir það vel,“ segir Björk.

Það létti mikið á borðstofunni eftir að Björk skipti um …
Það létti mikið á borðstofunni eftir að Björk skipti um eldhúsborð. Þetta borð og bekkina tvo keypti hún notað af húsmóoður í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Því næst var farið í að skipta út eldhúsborðinu sem er bæði notað sem eldhúsborð og borðstofuborð. Gamla borðið var orðið þreytt og Björk vildi fá inn léttari húsgögn. Eikarborðið og bekkirnir sem urðu fyrir valinu voru keyptir af húsmóður í Hafnarfirði sem var að breyta til hjá sér. Nýja borðið passar vel við annað tréverk í íbúðinni án þess að vera yfirþyrmandi.

„Með því að vera með bekki í stað stóla stækkar rýmið gríðarlega, ég hefði varla trúað því. Eins var ég ekki alveg viss með bekki, hvernig fílingur það væri að allir sætu eiginlega saman en það gerir bara stemmuna við matararborðið mikið skemmtilegri,“ segir hún.

Bláu ljósin yfir tanganum í eldhúsinu pössuðu illa þegar búið var að mála íbúðina og setja inn nýja borðið og bekkina. Fyrir valinu urðu loftljós úr Indiska í Kringlunni en þar er að finna mjög falleg loftljós og lampa. Svipurinn á eldhúsinu breyttist mjög mikið þegar ljósin voru komin upp.

Í íbúðinni voru hálfósýnileg gluggatjöld. Til þess að skapa meiri hlýleika keypti Björk gardínuefni í Vogue og lét sauma þau fyrir gluggann. Gardínukappinn í stofunni kemur frá sömu verslun. Áður var sófi undir glugganum en nú er betra aðgengi að honum.

„Sólbekkurinn í stofunni var óþarflega stór svo við minnkuðum hann með því að saga af honum um 15 sentímetra og það létti töluvert á rýminu. Ég var alltaf með rúllugardínur í þessum gluggum en fékk brjálæðiskast fyrir síðustu jól og reif þær niður, sem ég sá svo aftur aðeins eftir þegar sól fór að hækka á lofti og ekki var hægt að horfa á sjónvarpið. Ég var óviss um hvað ég ætti að gera í gardínumálum og vildi alls ekki loka gluggana alveg af. Ljósar þunnar gardínur voru því algjörlega málið og breyttu ótrúlega miklu. Rýmið varð einhvern veginn bæði hlýlegra og bjartara. Hvernig sem það er hægt.“

Sófasettið á heimilinu var orðið mjög lúið. Þegar undirrituð fór með Björk í sófaleiðangur var lögð áhersla á að finna sófa sem hægt væri að liggja í fyrir framan sjónvarpið en hann mátti helst ekki kosta of mikið. Draumasófinn fannst í Húsgagnahöllinni. Hann kemur frá Furninova og er með áklæði sem hægt er að taka af og þvo. Til þess að búa til stemmningu fékk Björk sér pullu í stíl við sófann og mottu undir borðið til að skapa hlýleika.

„Sófinn er æðislegur og pullurnar halda sér vel, stundum finnst mér svona pullur verða sjúskaðar en ekki í þessum sófa. Ég verð svo að fá mér annan á móti – það er slegist um plássið,“ segir hún.

Mottan undir sófaborðinu setti punktinn yfir i-ið.

„Næsta verkefnið verður að skipta út gólfefninu á íbúðinni en ég lagði ekki í það í þessu holli svo mottan í stofunni breytir miklu. Einnig fékk ég renning af vínyldúk úr missioni frá Parket og gólf. Þessir dúkar eru svo fallegir og haldast svo vel að ég helst myndi ég vilja setja þá á öll gólf,“ segir hún.

Björk fékk bróður sinn til að flísaleggja baðherbergið og setja …
Björk fékk bróður sinn til að flísaleggja baðherbergið og setja upp nýja innréttingu úr IKEA. Hún lét líka filma gluggann upp á nýtt. mbl.is/Árni Sæberg

Það voru þó ekki bara stofan og eldhúsið sem fengu andlitslyftingu því baðherbergið var aðeins sjænað til. Björk var orðin mjög þreytt á baðherberginu. Henni fannst það allt of dökkt og þráði að flísaleggja það og fá inn léttari stemmningu. „Baðherbergið var múrhúðað þegar ég keypti íbúðina og mér óx það aðeins í augum að fara í að breyta því. Ég var aftur á móti svo heppin að bróðir minn lagði í það stóra verkefni að sparsla alla veggi, svo fékk ég frænda minn múrarann til að flísaleggja með þessum fallegu flísum frá Álfaborg, þær eru ljósar með fallegu nettu mynstri sem brýtur þessa alhvítu stemmningu aðeins upp og eykur á hlýleikann. Málað hafði verið yfir filmuna sem var í glugganum þegar ég keypti íbúðina, líklega til að koma í veg fyrir að sæist inn og var það ekki mikil prýði. Eg valdi mér mynstur á netinu og fékk snillingana hjá Signa.is til að útfæra filmuna með mér. Þau svo komu, tóku hina úr og settu þessa upp á svona 10 mínútum. Hún hleypir birtunni inn en þó sést ekki út. Svo fékk ég mér nettan baðskáp og vask í IKEA og munaði það miklu upp á plássið að gera, enda praktískara að vera með skáp undir vaskinum en bara borð,“ segir hún.

Björk keypti nýjan skóskáp og lét taka veggfóðrið á veggnum. …
Björk keypti nýjan skóskáp og lét taka veggfóðrið á veggnum. Veggurinn var málaður í sama lit og öll íbúðin. Liturinn heitir Gamla bíó og kemur úr Slippfélaginu. mbl.is/Árni Sæberg

Í forstofunni var dálítið kaótískur skóskápur. Þegar ég benti Björk á að hann væri allt of áberandi og opinn og kannski ekki mikil prýði fór hún í að finna einhverja aðra hirslu fyrir skóna. „Skór fjölskyldunnar blöstu við þegar ég sat í sófanum í stofunni. Ég fékk mér því léttan skóskáp til að geyma þá og eins og annað rými þá stækkaði forstofan töluvert. Eins skipti ég út loftljósi fyrir nettan kastara úr IKEA.“

Þegar Björk er spurð að því hvort þetta skipti yfir höfuð einhverju máli, það er að segja að hafa fínt hjá sér segir hún svo vera.

„Mig var búið að langa að gera þetta lengi en þegar dagskráin er alltaf fullskipuð var erfitt að finna tíma til að leggjast í slíkar framkvæmdir. Nú aftur á móti skil ég ekki hvers vegna ég gerði þetta ekki fyrr, það er hreinlega betra að koma heim, og það finna allir fjölskyldumeðlimir.“

Hver er uppáhaldsstaðurinn á heimilinu? „Borðstofan og eldhúsið. Þar geta allir verið saman, hvort sem verið er að elda, borða, vinna heimavinnu eða vinna almennt en kona eins og ég tekur vinnuna töluvert með sér heim. Þá er gott að hafa rými þar sem allir eru saman þó að allir séu að gera sitt.“

Það er mikill munur á forstofunni eftir að íbúðin var …
Það er mikill munur á forstofunni eftir að íbúðin var máluð og tekin í gegn. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað gerir þú þegar þú ert heima? „Eins og hjá fleiri þá auðvitað fer allt of mikill tími í tiltekt en svo er það allt þetta týpíska, eldamennska, heimavinna, vinna, slökun. Börnin mín taka vini sína mikið heim og því er oft mikið fjör og það finnst mér skipta máli – að þetta sé griðarstaður okkar allra.“

Hvers vegna keyptir þú þessa íbúð? „Þegar ég flutti heim eftir nám í Bandaríkjunum leitaði ég lengi á þessu svæði og þegar þessi íbúð kom á sölu var ég harðákveðin í að ná henni. Staðsetningin er frábær, hönnunin líka enda Sigvaldahús, garðurinn er risastór og búinn leiktækjum fyrir krakkana. Uppbygging íbúðarinnar heillaði mig einnig, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi og svo svefnherbergisgangur sem hægt er að loka af. Það er ekki mikið um 5 herbergja íbúðir á þessu svæði með tveimur svölum og góðum garði. Svo eru aðeins fjórar íbúðir í stigagangi svo manni líður aldrei eins og maður sé í stóru fjölbýli en nýtur aftur á móti kosta þess þegar kemur að framkvæmdum o.s.frv.“

Finnst þér vanta eitthvað inn á heimilið? „Já, ég ætla að fá mér annan sófa í sömu línu á móti þessum enda gríðarlega vinsæll og svo var ég að panta mér fallega leðurklædda barstóla frá Willamia því krökkunum finnst þægilegt að borða morgunmatinn við eyjuna í eldhúsinu. Svo auðvitað vantar mig annað baðherbergi, enda bý ég með tveimur unglingsstúlkum – en það er of háleit hugmynd í þessu rými. Allir í röð!“

Fyrir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda