Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr

Stofan er glæsileg. Sófinn er úr Húsgagnahöllinni og líka pullan …
Stofan er glæsileg. Sófinn er úr Húsgagnahöllinni og líka pullan og mottan undir stofuborðinu. Gluggatjöldin koma frá Vogue og voru sérsaumuð fyrir gluggann. mbl.is/Árni Sæberg

Björk Eiðsdótt­ir rit­stjóri MAN býr í huggu­legri íbúð í Hlíðunum í Reykja­vík. Hún hef­ur búið í íbúðinni um margra ára skeið en þegar hún festi kaup á henni var búið að skipta um inn­rétt­ingu og gól­f­efni. Síðasta vet­ur langaði hana að breyta íbúðinni án þess að það kostaði of mikla pen­inga og urðum við ásátt­ar um að und­ir­rituð myndi hjálpa henni. 

Hér sést hvernig íbúðin leit út áður en hún var tek­in í gegn Fyr­ir og eft­ir hjá Björk Eiðsdótt­ur

Horft inn í stofuna. Ljósin yfir tanganum í eldhúsinu koma …
Horft inn í stof­una. Ljós­in yfir tang­an­um í eld­hús­inu koma úr Indiska í Kringl­unni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Það þurfti að hafa nokk­ur atriði í huga áður en haf­ist var handa. Það þurfti að mála íbúðina og lagði und­ir­rituð til að hún yrði máluð í hlýj­um grá­brún­um tóni sem myndi halda vel utan um fjöl­skyld­una. Lit­ur­inn sem varð fyr­ir val­inu heit­ir Gamla bíó og er frá Slipp­fé­lag­inu.

Það var auðvitað vel kom­inn tími á að mála og ég var alltaf harðákveðin í að hafa lit á veggj­un­um, fyrst var ég að spá í hluta al­rým­is­ins en svo ákvað ég að láta vaða og hafa lit­inn á öllu enda er svo mikið um stóra glugga og hurðir að rýmið þolir það vel,“ seg­ir Björk.

Það létti mikið á borðstofunni eftir að Björk skipti um …
Það létti mikið á borðstof­unni eft­ir að Björk skipti um eld­hús­borð. Þetta borð og bekk­ina tvo keypti hún notað af hús­móoður í Hafnar­f­irði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Því næst var farið í að skipta út eld­hús­borðinu sem er bæði notað sem eld­hús­borð og borðstofu­borð. Gamla borðið var orðið þreytt og Björk vildi fá inn létt­ari hús­gögn. Eik­ar­borðið og bekk­irn­ir sem urðu fyr­ir val­inu voru keypt­ir af hús­móður í Hafnar­f­irði sem var að breyta til hjá sér. Nýja borðið pass­ar vel við annað tré­verk í íbúðinni án þess að vera yfirþyrm­andi.

„Með því að vera með bekki í stað stóla stækk­ar rýmið gríðarlega, ég hefði varla trúað því. Eins var ég ekki al­veg viss með bekki, hvernig fíl­ing­ur það væri að all­ir sætu eig­in­lega sam­an en það ger­ir bara stemm­una við mat­ar­ar­borðið mikið skemmti­legri,“ seg­ir hún.

Bláu ljós­in yfir tang­an­um í eld­hús­inu pössuðu illa þegar búið var að mála íbúðina og setja inn nýja borðið og bekk­ina. Fyr­ir val­inu urðu loft­ljós úr Indiska í Kringl­unni en þar er að finna mjög fal­leg loft­ljós og lampa. Svip­ur­inn á eld­hús­inu breytt­ist mjög mikið þegar ljós­in voru kom­in upp.

Í íbúðinni voru hálfó­sýni­leg glugga­tjöld. Til þess að skapa meiri hlý­leika keypti Björk gard­ínu­efni í Vogue og lét sauma þau fyr­ir glugg­ann. Gard­ínukapp­inn í stof­unni kem­ur frá sömu versl­un. Áður var sófi und­ir glugg­an­um en nú er betra aðgengi að hon­um.

„Sól­bekk­ur­inn í stof­unni var óþarf­lega stór svo við minnkuðum hann með því að saga af hon­um um 15 sentí­metra og það létti tölu­vert á rým­inu. Ég var alltaf með rúll­ugard­ín­ur í þess­um glugg­um en fékk brjálæðisk­ast fyr­ir síðustu jól og reif þær niður, sem ég sá svo aft­ur aðeins eft­ir þegar sól fór að hækka á lofti og ekki var hægt að horfa á sjón­varpið. Ég var óviss um hvað ég ætti að gera í gard­ínu­mál­um og vildi alls ekki loka glugg­ana al­veg af. Ljós­ar þunn­ar gard­ín­ur voru því al­gjör­lega málið og breyttu ótrú­lega miklu. Rýmið varð ein­hvern veg­inn bæði hlý­legra og bjart­ara. Hvernig sem það er hægt.“

Sófa­settið á heim­il­inu var orðið mjög lúið. Þegar und­ir­rituð fór með Björk í sófa­leiðang­ur var lögð áhersla á að finna sófa sem hægt væri að liggja í fyr­ir fram­an sjón­varpið en hann mátti helst ekki kosta of mikið. Drauma­sóf­inn fannst í Hús­gagna­höll­inni. Hann kem­ur frá Furn­in­ova og er með áklæði sem hægt er að taka af og þvo. Til þess að búa til stemmn­ingu fékk Björk sér pullu í stíl við sóf­ann og mottu und­ir borðið til að skapa hlý­leika.

„Sóf­inn er æðis­leg­ur og pull­urn­ar halda sér vel, stund­um finnst mér svona pull­ur verða sjúskaðar en ekki í þess­um sófa. Ég verð svo að fá mér ann­an á móti – það er sleg­ist um plássið,“ seg­ir hún.

Mott­an und­ir sófa­borðinu setti punkt­inn yfir i-ið.

„Næsta verk­efnið verður að skipta út gól­f­efn­inu á íbúðinni en ég lagði ekki í það í þessu holli svo mott­an í stof­unni breyt­ir miklu. Einnig fékk ég renn­ing af vínyldúk úr missi­oni frá Par­ket og gólf. Þess­ir dúk­ar eru svo fal­leg­ir og hald­ast svo vel að ég helst myndi ég vilja setja þá á öll gólf,“ seg­ir hún.

Björk fékk bróður sinn til að flísaleggja baðherbergið og setja …
Björk fékk bróður sinn til að flísa­leggja baðher­bergið og setja upp nýja inn­rétt­ingu úr IKEA. Hún lét líka filma glugg­ann upp á nýtt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Það voru þó ekki bara stof­an og eld­húsið sem fengu and­lits­lyft­ingu því baðher­bergið var aðeins sjænað til. Björk var orðin mjög þreytt á baðher­berg­inu. Henni fannst það allt of dökkt og þráði að flísa­leggja það og fá inn létt­ari stemmn­ingu. „Baðher­bergið var múr­húðað þegar ég keypti íbúðina og mér óx það aðeins í aug­um að fara í að breyta því. Ég var aft­ur á móti svo hepp­in að bróðir minn lagði í það stóra verk­efni að sparsla alla veggi, svo fékk ég frænda minn múr­ar­ann til að flísa­leggja með þess­um fal­legu flís­um frá Álfa­borg, þær eru ljós­ar með fal­legu nettu mynstri sem brýt­ur þessa al­hvítu stemmn­ingu aðeins upp og eyk­ur á hlý­leik­ann. Málað hafði verið yfir filmuna sem var í glugg­an­um þegar ég keypti íbúðina, lík­lega til að koma í veg fyr­ir að sæ­ist inn og var það ekki mik­il prýði. Eg valdi mér mynstur á net­inu og fékk snill­ing­ana hjá Signa.is til að út­færa filmuna með mér. Þau svo komu, tóku hina úr og settu þessa upp á svona 10 mín­út­um. Hún hleyp­ir birt­unni inn en þó sést ekki út. Svo fékk ég mér nett­an baðskáp og vask í IKEA og munaði það miklu upp á plássið að gera, enda praktísk­ara að vera með skáp und­ir vask­in­um en bara borð,“ seg­ir hún.

Björk keypti nýjan skóskáp og lét taka veggfóðrið á veggnum. …
Björk keypti nýj­an skó­skáp og lét taka vegg­fóðrið á veggn­um. Vegg­ur­inn var málaður í sama lit og öll íbúðin. Lit­ur­inn heit­ir Gamla bíó og kem­ur úr Slipp­fé­lag­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í for­stof­unni var dá­lítið kaó­tísk­ur skó­skáp­ur. Þegar ég benti Björk á að hann væri allt of áber­andi og op­inn og kannski ekki mik­il prýði fór hún í að finna ein­hverja aðra hirslu fyr­ir skóna. „Skór fjöl­skyld­unn­ar blöstu við þegar ég sat í sóf­an­um í stof­unni. Ég fékk mér því létt­an skó­skáp til að geyma þá og eins og annað rými þá stækkaði for­stof­an tölu­vert. Eins skipti ég út loft­ljósi fyr­ir nett­an kast­ara úr IKEA.“

Þegar Björk er spurð að því hvort þetta skipti yfir höfuð ein­hverju máli, það er að segja að hafa fínt hjá sér seg­ir hún svo vera.

„Mig var búið að langa að gera þetta lengi en þegar dag­skrá­in er alltaf full­skipuð var erfitt að finna tíma til að leggj­ast í slík­ar fram­kvæmd­ir. Nú aft­ur á móti skil ég ekki hvers vegna ég gerði þetta ekki fyrr, það er hrein­lega betra að koma heim, og það finna all­ir fjöl­skyldumeðlim­ir.“

Hver er upp­á­haldsstaður­inn á heim­il­inu? „Borðstof­an og eld­húsið. Þar geta all­ir verið sam­an, hvort sem verið er að elda, borða, vinna heima­vinnu eða vinna al­mennt en kona eins og ég tek­ur vinn­una tölu­vert með sér heim. Þá er gott að hafa rými þar sem all­ir eru sam­an þó að all­ir séu að gera sitt.“

Það er mikill munur á forstofunni eftir að íbúðin var …
Það er mik­ill mun­ur á for­stof­unni eft­ir að íbúðin var máluð og tek­in í gegn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hvað ger­ir þú þegar þú ert heima? „Eins og hjá fleiri þá auðvitað fer allt of mik­ill tími í til­tekt en svo er það allt þetta týpíska, elda­mennska, heima­vinna, vinna, slök­un. Börn­in mín taka vini sína mikið heim og því er oft mikið fjör og það finnst mér skipta máli – að þetta sé griðarstaður okk­ar allra.“

Hvers vegna keypt­ir þú þessa íbúð? „Þegar ég flutti heim eft­ir nám í Banda­ríkj­un­um leitaði ég lengi á þessu svæði og þegar þessi íbúð kom á sölu var ég harðákveðin í að ná henni. Staðsetn­ing­in er frá­bær, hönn­un­in líka enda Sig­valda­hús, garður­inn er risa­stór og bú­inn leik­tækj­um fyr­ir krakk­ana. Upp­bygg­ing íbúðar­inn­ar heillaði mig einnig, al­rými með stofu, borðstofu og eld­húsi og svo svefn­her­berg­is­gang­ur sem hægt er að loka af. Það er ekki mikið um 5 her­bergja íbúðir á þessu svæði með tveim­ur svöl­um og góðum garði. Svo eru aðeins fjór­ar íbúðir í stiga­gangi svo manni líður aldrei eins og maður sé í stóru fjöl­býli en nýt­ur aft­ur á móti kosta þess þegar kem­ur að fram­kvæmd­um o.s.frv.“

Finnst þér vanta eitt­hvað inn á heim­ilið? „Já, ég ætla að fá mér ann­an sófa í sömu línu á móti þess­um enda gríðarlega vin­sæll og svo var ég að panta mér fal­lega leður­klædda bar­stóla frá Willamia því krökk­un­um finnst þægi­legt að borða morg­un­mat­inn við eyj­una í eld­hús­inu. Svo auðvitað vant­ar mig annað baðher­bergi, enda bý ég með tveim­ur ung­lings­stúlk­um – en það er of há­leit hug­mynd í þessu rými. All­ir í röð!“

Fyr­ir

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda