„Það er eitthvað heillandi við stóla“

Elsa Nielsen.
Elsa Nielsen.

Einn stóll á dag er sam­starfs­verk­efni Elsu Niel­sen hönnuðar og Hönn­un­arsafns­ins. Á sýn­ing­unni eru sýnd­ar teikn­ing­ar Elsu af völd­um ís­lensk­um stól­um. Mynd­ir Elsu verða gefn­ar út á vegg­spjaldi og á gjafa­kort­um. Sunnu­dag­inn 26. mars mun Elsa segja frá hönn­un sinni #einá­dag og kynn­ir sam­starfs­verk­efnið #einn­á­dag. 

Eft­ir að hafa teiknað eina mynd á dag 2015 og deilt með áhuga­söm­um á In­sta­gram leitaði Hönn­un­arsafnið eft­ir sam­starfi við mig um að teikna hluti úr saf­neign safns­ins. Stóla­safnið varð fyr­ir val­inu að þessu sinni – enda nokkuð dæmi­gert í öll­um hönn­un­ar­söfn­um,“ seg­ir Elsa þegar hún er spurð að því hvernig þetta sam­starf hafi komið til.

Elsa seg­ir að stóla­flóra Íslands sé fjöl­breytt og nú langi hana ekki í neitt annað en ís­lenska stóla.

„Mig lang­ar hrika­lega mikið að eign­ast ís­lensk­an stól á heim­ilið mitt eft­ir þetta verk­efni – eiga part af ís­lenskri hönn­un­ar­sögu.“

Hvað var skemmti­leg­ast við þetta?

„Það sem mér fannst magnað er lík­lega þegar Sól­ey vin­kona mín sá stól á In­sta­gram-síðunni minni og sagði mér að pabbi henn­ar, Valdi­mar, hefði hannað stól­inn og skírt hann í höfuðið á henni, Sól­ey. Ég hafði ekki hug­mynd um það. Svo var skemmti­legt að fræðast um þessa flottu stóla. Það er hægt að fylgj­ast með verk­efn­inu und­ir myllu­merk­inu #einn­stóllá­dag á In­sta­gram,“ seg­ir hún.

Hvers vegna eru stól­ar svona spenn­andi?

„Það er eitt­hvað heill­andi við stóla. Þeir eru oft­ast svo sam­hverf­ir sem mér finnst fal­legt, en mikið atriði finnst mér þó að stóll sé þægi­leg­ur. Það var nú ekki sjálfsagt að eiga stól í gamla daga og voru þeir oft tákn um auð og völd. En í dag eru fjöl­marg­ar teg­und­ir fram­leidd­ar og hönn­un­in miðast frek­ar við notk­un á stóln­um held­ur en stöðutákn, þó svo að það eigi ennþá við að ein­hverju leiti. Stól­ar eru meira hvers­dags­legt fyr­ir­bæri í dag – en sög­una þarf þó að varðveita.“

Hver er þinn upp­á­halds­stóll?

„Upp­á­halds­stóll­inn minn er leður­bólstraður rúm­lega ald­argam­all stóll frá Dan­mörku sem kem­ur úr búi ömmu manns­ins míns. Það býr fal­leg saga þar að baki sem mér þykir vænt um.“

Hvernig stól­ar eru heima hjá þér?

„Mjög „basic“ borðstofu­stól­ar, an­tíkstól­ar, bar­stól­ar og skrif­borðsstól­ar – eng­inn ís­lensk­ur né fræg­ur hönn­un­ar­stóll. Væri til í að eiga einn arm­stól eft­ir Hjalta Geir Kristjáns­son eða stól­inn Sól­ey eft­ir Valdi­mar Harðar­son – af því ég þekki Sól­eyju.“

Yfir hvaða eig­in­leik­um þarf góður stóll að búa?

„Hann þarf að vera þægi­leg­ur, ein­fald­ur og síðast en ekki síst fal­leg­ur. Svo er ekki verra ef það er fal­leg saga sem fylg­ir hon­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda