Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir er lesendum Smartlands kunn en hún tók þátt í Heilsuferðalagi Smartlands árið 2015. Nú hefur hún sett fallegt hús sitt á sölu en það er í eigu hennar og eiginmanns hennar, Steinars Stephensen.
Um er að ræða 179 fm parhús sem byggt var 2002. Húsið er vel skipulagt og smekklega innréttað.