HM höll Rögnu Lóu komin á sölu

Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Viltu taka HM í fót­bolta með stæl án þess að þurfa að fara úr landi eða jafn­vel ekki einu sinni út úr húsi? Ef svo er þá kaup­ir þú fast­eign Rögnu Lóu Stef­áns­dótt­ur íþrótta­konu en hún er sér­sniðin fyr­ir fót­bolta­áhuga­fólk. Í hús­inu er risa­sjón­varps­her­bergi með bar og sér sal­erni. 

Um er að ræða 399 fm ein­býli sem stend­ur við Lækj­ar­ás í 110 Reykja­vík. Húsið var byggt 1982 og hef­ur verið nostrað við það á ein­stak­an hátt. Í eld­hús­inu er dökk­bæsuð eik­ar­inn­rétt­ing með steyptri borðplötu. Vegg­irn­ir eru með múr­steins­áferð sem gef­ur eld­hús­inu meiri dýpt. Múr­stein­sklæðning­in nær fram í borðstofu og skap­ar heild­ar­mynd og teng­ir sam­an rými húss­ins. 

Í stof­unni er sér­stak­ur ar­inn sem er hlaðinn með lit­ríku grjóti. Hann pass­ar vel við par­ket­lögð gólfin sem eru gróf með sjarmer­andi áferð. 

Í hús­inu er sér­stök hjóna­svíta með stóru fata­her­bergi og baðher­bergi. Her­berg­in í hús­inu eru rúm­góð og björt. 

Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er HM hof húss­ins sem er staðsett á neðri hæð. Þar er ekki bara risa­tjald til að horfa á leiki held­ur er bar og nóg pláss fyr­ir leik­tæki. Það er því al­deil­is hægt að gera sér glaðan dag án þess að þurfa að fara út úr húsi. 

Af fast­eigna­vef mbl.is: Lækj­ar­ás 9

Hér má sjá HM hof hússins.
Hér má sjá HM hof húss­ins. Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
Ljós­mynd/​Fast­eigna­ljós­mynd­un.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda