Bjarni Ármannsson fjárfestir og Helga Sverrisdóttir hjúkrunarfræðingur hafa fest kaup á fasteign við Ægisíðu í Reykjavík. Um er að ræða 504 fm einbýli sem byggt var 1953.
Smartland fjallaði um eignina 14. ágúst en húseignin er ákaflega glæsileg á allan hátt. Fiskibeinaparket er á gólfum og innréttingar ákaflega vandaðar. Úr húsinu er gott útsýni yfir á Bessastaði eða allavega þegar það er heiðskírt og ekki skafrenningur.
Það mun því ekki fara illa um fjölskylduna þar sem vítt er til veggja og bjart og fallegt um að litast innandyra.