Bjarni og Helga keyptu hús við Ægisíðu

Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir.
Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Bjarni Ármannsson fjárfestir og Helga Sverrisdóttir hjúkrunarfræðingur hafa fest kaup á fasteign við Ægisíðu í Reykjavík. Um er að ræða 504 fm einbýli sem byggt var 1953. 

Smartland fjallaði um eignina 14. ágúst en húseignin er ákaflega glæsileg á allan hátt. Fiskibeinaparket er á gólfum og innréttingar ákaflega vandaðar. Úr húsinu er gott útsýni yfir á Bessastaði eða allavega þegar það er heiðskírt og ekki skafrenningur. 

Það mun því ekki fara illa um fjölskylduna þar sem vítt er til veggja og bjart og fallegt um að litast innandyra. 

Ægisíða 78 er glæsileg fasteign á fjórum hæðum.
Ægisíða 78 er glæsileg fasteign á fjórum hæðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda