Tinna Brá lokar Hrími við Laugaveg

Tinna Brá Baldvinsdóttir í Hrím.
Tinna Brá Baldvinsdóttir í Hrím. mbl.is/Golli

„Með blóði, svita og tár­um hef ég rekið Hrím hönn­un­ar­hús á Laug­vegi í 8 ár. Í dag er staðan sú að við erum að loka þeirri versl­un end­an­lega. Ég er ekk­ert að grín­ast þegar ég hef kallað Hrím barnið mitt, búðin á Lauga­vegi varð svo miðju­barnið þegar Hrím var opnað í Kringl­unni 2015,“ seg­ir Tinna Brá Bald­vins­dótt­ir, eig­andi Hríms, en hún til­kynnti það á Face­book að hún ætlaði að loka búðinni. 

„Ég hef alltaf elskað Lauga­veg­inn, þetta er upp­á­halds­gat­an mín í Reykja­vík. Miðbær­inn hef­ur verið mér mjög kær, svo kær að ég sat í stjórn Miðborg­ar­inn­ar okk­ar í nokk­ur ár og einnig í dóm­nefnd við samkeppni á hönn­un nýs Lauga­veg­ar. Mér er mjög annt um göt­una og á þar líka fast­eign. Staðan er því miður ekki góð núna og verður það næsta árið er ég hrædd um. Ég tel þó að þetta verði von­andi þess vald­andi að leigu­verð lækki og ein­stöku versl­an­irn­ar & veit­ingastaðirn­ir okk­ar þar lifi áfram. Stjórn­völd þurfa líka að grípa hratt þarna inn í til að fá sem mest líf á ný í líf­leg­ustu götu borg­ar­inn­ar okk­ar.“

Tinna seg­ir að það sé erfið ákvörðun að ákveða að loka Hrími. 

„Eft­ir að hafa syrgt núna í nokkra daga að hafa þurft að taka þessa erfiðu ákvörðun hef ég fundið fyr­ir mikl­um létti. Ég veit að þetta mun allt bless­ast, það geng­ur mjög vel hjá okk­ur í Kringl­unni og nýja vef­versl­un­in okk­ar geng­ur ofsa­lega vel. Við erum með ynd­is­legt starfs­fólk sem hef­ur tekið þess­um erfiðu breyt­ingu með æðru­leysi og lagt sig mjög fram um að aðlaga sig breytt­um aðstæðum. Þeim er ég virki­lega þakk­lát.

Sam­an kom­umst við í gegn­um þetta og þetta bless­ast allt hjá okk­ur. Ég vona inni­lega að sem flest­ar versl­an­ir og veit­ingastaðir muni standa þetta af sér og að allt lifni svo við í sum­ar.
Þar þurf­um við Íslend­ing­ar að standa okk­ur vel og versla við versl­an­ir sem okk­ur eru kær­ar og borða reglu­lega á veit­inga­stöðum sem eru okk­ur kær­ir. Lífið held­ur áfram,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda