Sjáðu bústaðinn sem Clarkson dvelur í

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Tón­list­ar­kon­an Kelly Cl­ark­son og fjöl­skylda henn­ar eru í sótt­kví á búg­arðinum sín­um í Mont­ana-ríki í Banda­ríkj­un­um. 

Cl­ark­son sýndi bú­staðinn í nýj­asta þætti af The Kelly Cl­ark­son Show. Bú­staður­inn virðist ekki vera mjög stór en er af­skap­lega krútt­leg­ur og kósý. Cl­ark­son dvel­ur í bú­staðnum ásamt eig­in­manni sín­um Brandon Blackstock og þrem­ur af fjór­um börn­um sín­um.

Remi og Ri­ver sofa í koju og hinn 13 ára gamli Seth á einnig rúm í bú­st­an­um. Elsta dótt­ir þeirra hjóna, Sa­vannah, kem­ur sjald­an með þeim í bú­staðinn, en einnig er pláss fyr­ir hana. 

Cl­ark­son og Blackstock keyptu búg­arðinn fyr­ir rúm­lega einu og hálfu ári og njóta þess að skella sér í sveit­ina. Hún sýndi bet­ur frá land­ar­eign­inni í lok mars síðastliðinn. 

Hurðin á bústaðnum.
Hurðin á bú­staðnum. skjá­skot/​In­sta­gram
Hjónarúmið.
Hjóna­rúmið. skjá­skot/​In­sta­gram
Þarna sofa Remi og River.
Þarna sofa Remi og Ri­ver. skjá­skot/​In­sta­gram
Kamínan.
Kamín­an. skjá­skot/​In­sta­gram







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda