Ragnar og Kári Sverriss hentu öllu út

Ragnar Sigurðsson innanhússarkitekt og Kári Sverriss ljósmyndari eru að gera …
Ragnar Sigurðsson innanhússarkitekt og Kári Sverriss ljósmyndari eru að gera upp íbúð í 101 sem þeir keyptu í lok síðasta árs. Þeir ætla að leyfa lesendum Smartlands að fylgjast með ferlinu.

„Við byrjuðum upp á nýtt og ákváðum að hreinsa nán­ast allt út úr íbúðinni sem hægt var að fjar­lægja. Það sem heillaði okk­ur svo við íbúðina voru loftlist­arn­ir, glugg­arn­ir og hurðarn­ar þannig að við ákváðum að halda því og byggja svo ofan á það,“ segja Kári Sverriss og Ragn­ar Sig­urðsson sem eru að gera upp íbúð sem þeir festu kaup á í lok síðasta árs. Þeir leyfa les­end­um Smart­lands að fylgj­ast með í reglu­leg­um pistl­um á Smartlandi: 

Við erum fjög­ur í fjöl­skyld­unni og já einn kisi líka, íbúðin er 3 her­bergja og svo geymsla upp á lofti sem við ætl­um að breyta í 1 stykki ung­linga­her­bergi, það er semsagt nóg sem þarf að gera.

Það þurfti að sparsla, pússa, fjar­lægja par­ket, fjar­lægja flís­ar, bæta við lögn­um svo lengi mætti telja. Ég ætla ekki að drepa ykk­ur úr leiðind­um með rit­gerð, oft finnst mér mynd­ir tala sínu máli, enda er talað um að áhrifa­rík mynd geti sagt meira en þúsund orð.

baðherbergi

Eins og sést þá hreinsuðum við nán­ast allt út, eina sem við skild­um eft­ir var glugg­inn og hurðin. Kló­settið og vask­ur­inn fóru á end­an­um en við ætl­um að end­ur­nýja allt inn á baðher­berg­inu.

Okk­ur fannst eld­húsið of lítið og við vild­um hafa það í stærri rými. Það var það ekki al­veg í þeim stíl sem við vild­um, þannig að gamla eld­húsið fékk að fjúka. Planið er að í þessu rými verði barna­her­bergi fyr­ir prins­ess­una á heim­il­inu.

Eins fal­legt og okk­ur finnst þetta par­ket vera þá var það illa farið og hæfði því ekki prins­essu sem fékk að hjálpa til við að fjar­lægja það.

Þá að breyt­ing­un­um. Hér fyr­ir neðan er „mood-bo­ard“ sem við unn­um fyr­ir íbúðina, val á lit­um, efni, áferðum og hug­mynd­um að hús­gögn­um og smá­hlut­um.

moodboard

Allt er vænt sem vel er grænt. Nátt­úr­an var okk­ur inn­blást­ur og unn­um við efn­is og lita­val þannig að það væri sem næst nátt­úr­unni. 

Hlökk­um til að leyfa ykk­ur að fylgj­ast með ferl­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda