Ragnar og Kári gera upp svefnherbergið - fyrir og eftir

Ragn­ar Sig­urðsson inn­an­húss­arki­tekt og Kári Sverriss ljós­mynd­ari eru að gera upp íbúð í 101. Þeir hafa leyft les­end­um Smart­lands að fylgj­ast með fram­kvæmd­un­um á bloggi sínu, App­recia­te The Details. Kári er þekkt­ur ljós­mynd­ari sem hef­ur sér­hæft sig í inn­an­húss, mat­ar, tísku og aug­lýs­inga­ljós­mynd­un og er Ragn­ar inn­an­húss­arki­tekt og hef­ur hann frá því hann út­skrifaðist hannað heim­ili, versl­an­ir, veit­ingastaði og hót­el. 

„Þá er sum­arið komið, við bún­ir með meiri­hlut­ann af íbúðinni og get­um við loks­ins farið að sýna ykk­ur öll rým­in. Eft­ir Covid og allt sem hef­ur gengið á að þá hafði það líka áhrif á okk­ur þó að við hefðum meiri tíma í að vinna í íbúðinni. Seinkan­ir á hús­gögn­um, lok­an­ir í versl­un­um og önn­ur töf vegna þess sem hef­ur gengið á und­an­farna mánuði olli því að við gát­um ekki klárað alla hluti eins og við vild­um og á þeim tíma sem við vild­um. 

Við náðum sem bet­ur fer að klára svefn­her­bergið fyrst, enda flutt­ir inn og lá mest á því til þess að geta sofið aðeins á milli þess sem við eydd­um tíma í fram­kvæmd­um og í vinnu,“ segja þeir í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi: 

Við vor­um mjög ánægðir að hafa gert mood-bo­ard og smá und­ir­bún­ings­vinnu áður en við fór­um í svefn­her­bergið. Við ákváðum liti, þema og grunn­pæl­ing­ar að hús­gögn­um og fór­um svo á stúf­ana í leit að hinum full­komnu hús­gögn­um og máln­ingu. 

Svona lítur mood-borðið út fyrir rýmið.
Svona lít­ur mood-borðið út fyr­ir rýmið.

Her­bergið var allt hvít­málað, upp­runa­leg­ir loftlist­ar, hvítlakkaður gluggi og hurð. Við byrjuðum á því að fara í Sér­efni sem er máln­ing­ar­vöru­versl­un og við rædd­um þar við starfs­fólkið og sögðum þeim frá hug­mynd­un­um okk­ar og fór­um yfir þær pæl­ing­ar sem við vor­um með. Tók­um svo þá ákvörðun að kalk­mála alla veggi með lit sem var bú­inn til fyr­ir okk­ur og eft­ir mikl­ar pæl­ing­ar og sam­ræður um lit­ina sem við vor­um að spá í þá ákváðum við að fara í sam­starf við Sér­efni, búa til okk­ar eig­in litap­all­ettu sem er fá­an­leg hjá þeim. Við feng­um inn­blást­ur úr lit­um mis­mun­andi kaffi­drykkja sem eru í upp­á­haldi hjá okk­ur. Má þar nefna Mocca, Latté og Corta­do. Litap­all­ett­an er fá­an­leg hjá þeim und­ir nafni bloggs­ins App­recia­te The Details, við mæl­um með því að þið kíkið á lit­ina, en meira um það síðar.

Herbergið var allt hvítmálað þegar Ragnar og Kári fengu íbúðina …
Her­bergið var allt hvít­málað þegar Ragn­ar og Kári fengu íbúðina af­henta.

Kalk­máln­ing er mjög skemmti­legt og lif­andi efni, við byrjuðum á því að grunna her­bergið og svo máluðum við tvær um­ferðir af kalk­máln­ing­unni, en við vild­um fá mikla hreyf­ingu í vegg­ina og mest megn­is upp og niður og til hægri og vinstri til þess að fá þessa skemmti­legu áferð sem ger­ir vegg­ina svo lif­andi og gróf­ari held­ur en á venju­legri máln­ingu.

Við þurft­um að búa til auka vegg á hluta af veggn­um sem rúmið kem­ur upp að vegna þess að við þurft­um að færa lagn­ir og þær fara núna í gegn­um þenn­an vegg í hljóðein­angruðum rör­um og liggja inn í nýja eld­húsið sem við get­um sýnt ykk­ur bráðum.

Flest­ir vegg­ir í íbúðinni eru með margra ára gömlu vegg­fóðri, sumstaðar máluðum við yfir vegg­fóðrið en inn í svefn­her­bergi þurft­um við að taka það niður og það var mik­il og leiðin­leg handa­vinna en al­veg þess virði.

Þá að hús­gögn­um og smá­hlut­um. Eins og við nefnd­um áður þá vor­um að vinna með kaffi liti í hlýj­um tón­um, einnig vild­um við að önn­ur hús­gögn og smá­hlut­ir myndu tóna við þá liti sem við höfðum valið sem grunn fyr­ir her­bergið. Ef það er eitt­hvað sem við höf­um lært báðir í okk­ar vinnu er grunn­ur­inn er mik­il­væg­ur til þess að vinna út frá svo er alltaf hægt að bæta við og breyta út frá grunn­in­um, sem er í þessu til­viki máln­ing­in, list­arn­ir og ró­sett­an sem við versluðum hjá Sér­efni.

Þegar kom að því að versla hús­gögn þá skoðuðum við í marg­ar versl­an­ir og mikið fal­legt hægt að kaupa á mörg­um stöðum. Við vild­um helst versla sem mest á sama staðnum fyr­ir alla íbúðina og okk­ur fannst Tekk-Habitat hafa í raun­inni mest allt sem við leituðum að. Mikið fal­legt til fyr­ir öll rým­in í íbúðinni. Eins og fyrr nefnt þá byrjuðum við nán­ast upp á nýtt og var allt keypt nýtt inn í svefn­her­bergið fyr­ir utan rúmið frá Dorma sem við átt­um fyr­ir og ákváðum að bíða með það að fjár­festa í nýju rúmi. 

Okk­ur langaði að hafa plönt­ur í her­berg­inu og fannst okk­ur því mik­il­vægt að finna fal­lega blóma­potta sem væru í lit­un­um sem við erum og höf­um verið að vinna með. Við feng­um blóma­pott­ana í Tekk- Habitat þeir eru al­veg í stíln­um sem við erum með - rustic og svo fannst okk­ur hang­andi blóma­pott­ur­inn setja punkt­inn yfir i-ið í her­berg­inu. 

Þá að hirsl­um, okk­ur vantaði grunn­ar og ljós­ar kommóður sem myndu passa inn í rýmið. Við vor­um svo heppn­ir að kíkja í bæk­ling hjá Tekk Comp­any hjá fyr­ir­tæki sem heit­ir By­Boo og sáum þess­ar á mynd­inni og þau hjá Tekk - Habitat voru svo næs að panta fyr­ir okk­ur 2stk af kommóðunum, 3 vik­um seinna voru þær mætt­ar inn í her­bergi hjá okk­ur og pössuðu svona vel inn. Aft­ur að kaffi, við erum með eina bestu upp­finn­ingu sem hef­ur verið búin til. Kaffi­vél­in á kommóðunni er úr versl­un­inni Nomad á Lauga­vegi. Vél­in er vekj­ara­klukka og kaffi­vél, við still­um hana á hverju kvöldi og vökn­um upp við ynd­is­leg­an kaffi ilm á hverj­um morgni.

Þá að þess­um bekk, hann er hand­gerður af strák­un­um hjá Arctic Plank. Hann er unn­in úr við úr göml­um 100 tonna eik­ar bát. Við feng­um þá til þess að hanna bekki inn í íbúðina hjá okk­ur og einnig eld­hús­borðið og annað inn í eld­hús sem við segj­um ykk­ur frá og sýn­um ykk­ur bet­ur fljót­lega. Við erum mjög ánægðir með bekk­inn og hann pass­ar í raun­inni hvar sem er inn í íbúðina. Gam­an að end­ur­nýta.

Við leituðum lengi að rúm­gafli en fund­um eng­an sem við vor­um nógu hrifn­ir af, en fund­um svo fal­leg­ar veggþilj­ur í Sér­efni og ákváðum að búa til rúm­gafl úr þilj­un­um. Panel­arn­ir eða veggþilj­urn­ar koma frá fyr­ir­tæki sem heit­ir Orac Decor. Þeir fram­leiða líka list­ana og ró­sett­urn­ar og við féll­um fyr­ir vör­un­um þeirra. Það var mjög ein­falt að setja veggþilj­urn­ar á vegg­inn, við máluðum þær fyrst og límd­um svo beint á vegg­inn. Við ákváðum að líma þær á all­an vegg­inn þeim meg­in sem rúmið ligg­ur upp við til þess að gefa meira heild­ar­lúkk inn í her­bergið, okk­ur finnst það stækka rýmið og við gæt­um ekki verið ánægðari með út­kom­una. Þær eru líka með 30% hljóðein­angr­un.

Fyr­ir þá sem eru með blæti fyr­ir púðum, tepp­um og fal­leg­um rúm­föt­um þá fór­um við á nokkra staði, Dimm, Habitat, Geysi og Seimei. Mikið úr­val til og erfitt að velja úr, en okk­ur finnst það stór part­ur af því að búa sér til fal­legt svefn­her­bergi að eiga fal­leg rúm­föt, teppi og kodda. 

Þá er þetta komið í bili, við ætl­um að fá okk­ur eins og einn Moo­dy Mocca og byrja að hugsa um næsta blog. Þangað til fylgdu okk­ur og finndu á In­sta­gram:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda