Elín Edda sýnir töskulínu úr leðri júgra

Elín Edda Árnadóttir myndlistarmaður og búningahönnuður sýnir töskulínu sína í …
Elín Edda Árnadóttir myndlistarmaður og búningahönnuður sýnir töskulínu sína í Stúdíó, Grjótagötu 6. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tösk­u­lína El­ín­ar Eddu Árna­dótt­ur mynd­list­ar­manns, BÚKOLLA, er til sýn­is á Hönn­un­ar­Mars. Um er að ræða tösk­u­línu sem gerð er úr leðri júgra. 

„BÚKOLLA“ tók þátt í Hönn­un­ar­Mars 2015 og 2016 und­ir heit­inu „Taktu hár úr hala mín­um“ hjá Stúd­íó Stafni að Ing­ólfs­stræti 6 og síðan hjá Kraum í Fógeta­hús­inu við Aðalstræti. Á Hönn­un­ar­Mars 2020 má sjá þá þró­unn­ar­vinna sem átt hef­ur sér stað á hönn­un úr leðri júgra, hvað varðar BÚKOLLU hand­tösk­ur.

Til­rauna­verk­efn­inu „BÚKOLLA“ var ýtt úr vör fyr­ir fimm árum í kjöl­far auk­inn­ar áherslu á græna, nátt­úr­lega nálg­un í tengsl­um við mat­væli, vör­ur og fram­leiðslu. Hug­mynd­in fell­ur vel að þeirri nytja­hreyf­ingu sem hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg á síðustu árum. Hönn­un­in er ein­stök fyr­ir þær sak­ir að unnið er með hrá­efni sem hingað til hef­ur verið fargað. Til að þróa vör­una enn frek­ar er unnið að því að finna leiðir til að auka gæði í út­færslu vör­unn­ar, með áherslu á ís­lenskt hand­verk. Grunn­tónn­inn er vist­væn fram­leiðsla þar sem sér­hvert verk er ein­stakt.

HÉR er hægt að fá meiri upp­lýs­ing­ar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda