Stóll Helga Hallgrímssonar endurgerður af Finn Juhl

Hér má sjá stól Helga Hallgrímssonar.
Hér má sjá stól Helga Hallgrímssonar.

Stóll Helga Hall­gríms­son­ar var frum­sýnd­ur á Hönn­un­ar­Mars í gær. Það er danska hús­gagna­fyr­ir­tækið Hou­se of Finn Juhl sem fram­leiðir stól­inn.

Eyj­ólf­ur Páls­son, stofn­andi Epal, vann að end­ur­gerð stóls Helga Hall­gríms­son­ar ásamt eig­anda stóls­ins, Kristjáni Garðars­syni arki­tekt, og Ivan Han­sen hjá Hou­se of Finn Juhl.

„Helgi Hall­gríms­son var einn virt­asti hús­gagna­arki­tekt tutt­ug­ustu ald­ar en nafn hans er þó ekki á allra vör­um, þar sem maður­inn var með ein­dæm­um hóg­vær. Það er okk­ur sönn ánægja að kynna hans fal­legu hönn­un fyr­ir nýrri kyn­slóð Íslend­inga,“ seg­ir Eyj­ólf­ur him­in­lif­andi.

Helgi út­skrifaðist úr Listiðnaðarskól­an­um í Kaup­manna­höfn árið 1938 og var þar í vin­fengi við marga þekkt­ustu hönnuði hinn­ar dönsku hönn­un­ar­bylgju og taldi hann meðal ann­ars Hans Wenger og Börge Mo­gensen til góðra vina sinna.

„Pabbi starfaði sem hús­gagna­arki­tekt alla tíð og kenndi jafn­framt fjöl­mörg­um verðandi arki­tekt­um og hönnuðum við Iðnskól­ann í Reykja­vík. Verk hans vöktu mikla at­hygli en hann hannaði meðal ann­ars inn­rétt­ing­ar fyr­ir úti­bú Lands­bank­ans á Sel­fossi og fleiri,“ seg­ir Rut Helga­dótt­ir sem marg­ir þekkja sem fyrr­ver­andi rit­stjóra Gest­gjaf­ans en hún er dótt­ir Helga. Hún bend­ir á að eitt þekkt­asta verk Helga, for­láta ruggu­stóll, er til sýn­is á Hönn­un­arsafni Íslands. Hún lýs­ir föður sín­um sem ein­stök­um „sén­til­manni“ og heims­borg­ara, sem var svo­lítið sér­stakt fyr­ir mann sem var al­inn upp af fá­tæku fólki í barna­mergð á Pat­reks­firði.

18 ára MR-ing­ur keypti stól­inn árið 1960

Stóll­inn sem nú er end­ur­gerður er í eigu Kristjáns Garðars­son­ar arki­tekts, sem fékk hann að gjöf frá föður sín­um. Kristján er ann­álaður smekkmaður og hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni í starfi sínu en hann var einn af þeim sem hönnuðu Ver­öld - hús Vig­dís­ar.

„Árið 1960 sýndi Helgi Hall­gríms­son þenn­an for­láta arm­stól og fót­skem­il á sýn­ingu Fé­lags hús­gagna- og inn­an­húss­arki­tekta. Faðir minn, Garðar Gísla­son, sem var þá ung­ur maður í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, fór á sýn­ing­una og rak strax aug­un í stól­inn góða. Hann hafði ekki getu til að kaupa hann en var svo hepp­inn að móðir hans, sem var með í för, ákvað að kaupa stól­inn og gefa hon­um og síðan hef­ur hann verið stöðugri notk­un í fjöl­skyld­unni í 60 ár,“ seg­ir Kristján.

Það næsta sem ger­ist er að Kristján Garðars­son og Eyj­ólf­ur Páls­son taka sam­tal og í fram­hald­inu ákváðu þeir að end­ur­gera hinn fal­lega stól. Eyj­ólf­ur hafði svo milli­göngu um sam­starf við Hou­se of Finn Juhl, en þar á bæ heilluðust menn af þess­um fal­lega grip.

„Það er okk­ur sönn ánæga að varpa ljósi á Helga Hall­gríms­son og við von­um að hann fái þann sess í hönn­un­ar­sög­unni sem hann á skilið, bæði á Íslandi og í hinu víðara sam­hengi,“ seg­ir Eyj­ólf­ur.

Rut Helgadóttir ritstýrði Gestgjafanum um tíma og er mikill matgæðingur
Rut Helga­dótt­ir rit­stýrði Gest­gjaf­an­um um tíma og er mik­ill mat­gæðing­ur mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Eyj­ólf­ur Páls­son stofn­andi Epal. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda