Erfitt að vera tveir með miklar skoðanir

„Loks­ins mætt­ir aft­ur, sum­arið á enda og haustið mætt í allri sinni dýrð. Eft­ir nokkra mánaða vinnu með pás­um inn á milli, fullt af hug­mynd­um og smá fram og til­baka pæl­ing­um þá er stof­an loks­ins til­bú­in. Við lögðum af stað með ákveðnar hug­mynd­ir og pæl­ing­ar en breytt­um nokkr­um sinn­um um skipu­lag, skoðun, mynd­ir og hug­mynd­ir,“ segja Ragn­ar Sig­urðsson og Kári Sverriss í sinni nýj­ustu færslu á Smartlandi:

Það er ábyggi­lega auðveld­ara að vera einn með hug­mynd­ir og ósk­ir um loka­út­komu held­ur en tveir með mikl­ar skoðanir. Einn sér út­kom­una fyr­ir sér í mynd­um á meðan hinn sér fyr­ir sér út­kom­una í heild­ar­mynd á rým­inu. Við kom­umst sem bet­ur fer að sam­komu­lagi og erum mjög glaðir með loka­út­kom­una.

Stof­an var öll hvít­máluð, hátt til lofts og stór speg­ill á ein­um veggn­um sem nær yfir all­an vegg­inn. Í byrj­un vor­um við ekki viss­ir um hvort að við mynd­um vilja halda spegl­in­um en ákváðum svo að halda hon­um og setja stálramma á spegla­vegg­inn til þess að fá „mascul­ine“ ef­fect inn í rýmið og hrátt á móti öllu öðru eins og t.d máln­ing­unni og ró­sett­unni sem er öllu hlýrra.

Við sett­um ró­sett­ur í næst­um öll rým­in í íbúðinni, okk­ur fannst það henta svo vel við stíl­inn og loft­hæðina. Ró­sett­urn­arn­ar eru mjög auðveld­ar í upp­setn­ingu, og þær koma grunnaðar og því auðveld­lega hægt að mála þær í hvaða lit sem er. Við fór­um á stúf­ana og fund­um svo mikið af fal­leg­um ró­sett­um í Sér­efni. Þau eru með allskon­ar týp­ur, stærðir og gerðir. Við keypt­um sér­stakt lím sem heit­ir decofix sett­um á ró­sett­una og smá á loftið sjálft og sett­um svo teip til þess að halda henni fastri í sóla­hring á meðan að límið þornaði.Við ákváðum að mála ró­sett­una í aðeins ljós­ari lit held­ur en loftið sjálft til þess að fá meiri dýpt í loftið.

Þá að lita­vali! Við erum mjög hrifn­ir af kalk­máln­ing­unni eins og þið hafið kannski tekið eft­ir í fyrri færsl­un­um. Áferðin, lit­irn­ir og dýpt­in svo lif­andi og set­ur svo mik­inn karakt­er á rým­in og virki­lega skemmti­leg­ur grunn­ur til þess að vinna með.

í sam­starfi við Sér­efni þróuðum við litap­all­ettu App­recia­te The Details, lit­irn­ir í stof­unni úr litap­all­ett­unni heita Smokey Latte ( vegg­ir) , Cafe Bon Bon ( loft) og Corta­do (ró­setta).

Hér er hægt að sjá bet­ur hversu skemmti­leg og lif­andi áferðin er á kalk­inu,okk­ur finnst oft eins og að lit­ur­inn breyt­ist eft­ir því hvaða tími dags er og hvort að það sé sól,skýjað eða dimmt. Við byrjuðum á því að grunna veggg­ina og máluðum svo tvær-þrjár um­ferðir með kalk­inu.

Hér að neðan má sjá prufu af ein­um litn­um okk­ar hjá Sér­efni. Hægt er að sjá sýn­is­horn af litap­all­ett­unni okk­ar í sér­stakri möppu hjá þeim sem er merkt App­recia­te The Details. Við erum alltaf að breyta og bæta við, og á næstu vik­um eru fleiri lit­ir vænt­an­leg­ir í litap­all­ett­una.

Það eru gaml­ir pottofn­ar í öll­um rým­um í íbúðinni, þar sem að kalk­máln­ing hent­ar ekki vel á þá að þá langaði okk­ur að gera eitt­hvað öðru­vísi, mála þá þannig að þeir lúkki meira eins og skart­grip­ir.Við máluðum ofn­inn inn í stofu með gylltri metal máln­ingu sem við pússuðum aðeins yfir eft­ir á með sandpapp­ír til þess að fá rustic metal lúkk.

Ramm­arn­ir sem við sett­um á spegla­vegg­inn eru sér­smíðaðir, hér að ofan má sjá mynd bæði fyr­ir og eft­ir. Þeir setja svo mik­inn svip á stof­una, vafa­laust rétt ákvörðun. Rýmið marg­fald­ast og verður meira mascul­ine á móti öll­um plönt­un­um, mynd­un­um og hlýju tón­un­um.

Jæja þá er komið að klára heild­ar­mynd­ina. Við vor­um al­veg klár­ir á því að við vild­um mikið af mynd­um inn í stof­una og við leituðum því víða af fal­leg­um mynd­um og ekki skort­ir úr­valið en þetta þurfti allt að passa sam­an, bæði við lit­ina hjá okk­ur og svo inn í þemað. Við versluðum mynd­ir á nokkr­um stöðum: Dimm, Svart­ar Fjaðrir og Tekk-Habitat. Ásamt því að prenta út nokkr­ar ljós­mynd­ir eft­ir Kára. 

Stóra mynd­in er frá Dimm, Svörtu box­in eru frá Tekk-Habitat og hinar þrjár eru frá Svört­um Fjöðrum. Lamp­inn er frá Tekk/​Habitat, okk­ur fannst hann full­kom­inn á þenn­an mynda­vegg.

Við töluðum um það áður að við hefðum verslað flest öll hús­gögn­in hjá Tekk-Habitat, okk­ur fannst það mjög þægi­legt, og við gát­um líka pantað sófa hjá þeim í litn­um sem okk­ur langaði í og raðað hon­um upp í ein­ing­um sem hentaði fyr­ir stof­una okk­ar. Það tók bara nokkr­ar vik­ur að fá sóf­ann, hann er mjög djúp­ur sem ger­ir það auðvelt og gott að slaka á í hon­um eða glápa á sjón­varpið. Mynd­in fyr­ir ofan sóf­ann er úr Wond­erf­ul beings serí­unni frá Hendrikku Waage, stóri blóma­pott­ur­inn er úr Garðheim­um og sófa­borðið fal­lega er frá Tekk-Habitat. 

Plönt­urn­ar feng­um við í Ikea og Garðheim­um, mynd­irn­ar á skenkn­um í Signature Hús­gögn­um og blóma­pott­inn á skenkn­um feng­um við í Yeom­an Reykja­vík. Hæg­inda­stóll­inn var keypt­ur í Tekk-Habitat, einnig sjón­varpsskenkur­inn og bast karf­an utan um plönt­una feng­um við einnig þar.

Við féll­um al­veg fyr­ir þessu fal­lega ljósi og okk­ur fannst það passa full­kom­lega við ró­sett­una og stíl­inn í stof­unni. Ljósið er frá Mull­an Lig­ht­ing og það fæst í Lýs­ing og Hönn­un Skip­holti.

Þá að þess­ari snilld, við horf­um oft á sjón­varp en okk­ur finn­ast sjón­vörp ekki það fal­leg­asta sem til er. Við fund­um Sam­sung Frame tv á Pin­t­erest og fór­um svo í það að leita að því hér á landi og fund­um það hjá Orms­son.is, þeir eru mikið mikið úr­val af Sam­sung Frame sjón­vörp­um. Hægt að fá nokkr­ar mis­mun­andi ramma á sjón­vörp­in og þar af leiðandi hægt að finna eitt­hvað fyr­ir alla. Það er hægt að setja stilli mynd­ir á sjón­varpið þannig að sjón­varpið fell­ur inn í hvaða rými sem er og lúkk­ar í raun­inni eins og mynd í mynd­aramma. Þetta er al­gjör snilld, hægt að breyta um mynd­ir eins og maður vill og einnig hægt að setja sín­ar eig­in mynd­ir.Fal­lega mynd­in sem er við hliðin á sjón­varp­inu er teiknuð af snill­ing­in­um @irisillustrator á In­sta­gram.

Við feng­um okk­ur eik­ar ramma á sjón­varpið en hægt er að taka þá af og þá erum við með svart­an ramma. Hátal­ar­inn er frá Bang&Oluf­sen og lamp­inn frá Tekk-Habitat.

Vas­arn­ir í glugg­an­um eru frá Signature hús­gögn­um, púðarn­ir eru frá Tekk-Habitat og teppið er frá Geys­ir Heima.

Við elsk­um stof­una okk­ar, við höf­um það 

stund­um á til­finn­ingu að við séum komn­ir til Par­ís­ar eða til Ítal­íu. Kveikj­um á kert­um, hlust­um á góða músik eða horf­um á góða mynd. Eins og áskrift að full­komnu kvöldi.

Við hvetj­um ykk­ur til þess að finna okk­ur og fylgja okk­ur á In­sta­gram: 

View this post on In­sta­gram

Window details at home 🤎 #Home #in­ter­i­or #windows #app­recia­tet­hedetails #garden #life

A post shared by App­recia­te The Details (@app­recia­te_t­hedetails) on Oct 15, 2020 at 8:40am PDT

Ekki ör­vænta, við kom­um aft­ur mjög fljót­lega og sýn­um ykk­ur hin rým­in. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda