Sigvaldahús sem þarfnast ástar falt fyrir 225 milljónir

Flest allt er upprunalegt í Sigvaldahúsi í Skerjafirðinum.
Flest allt er upprunalegt í Sigvaldahúsi í Skerjafirðinum. Ljósmynd/Fredrik Holm

Það er eins og tíminn hafi staðið í stað í Sigvaldahúsi við Skildinganes 23 í Reykjavík sem nú er komið á sölu. Húsið er teiknað af arkitektinum Sigvalda Thordarsyni og er 326,9 fermetrar að stærð. Ásett verð hússins er 225 milljónir króna en fasteignamatið er 136,7 milljónir.

Húsið er í uppáhaldi hjá sumum af hörðustu aðdáendum Sigvalda. Ansi margt er upprunalegt í húsinu og einna líkast því sem horft sé aftur í tímann þegar myndir af því eru skoðaðar. Húsið er byggt árið 1960 og þarfnast því töluverðrar ástar.

Teppi eru á mörgum herbergjum, skrautlegt veggfóður og baðherbergi í gömlum stíl. Litlu hefur verið breytt síðan Sigvaldi teiknaði húsið og eru fallegar tekkinnréttingar í mörgum herbergjum. 

Af fasteignavef mbl.is: Skildinganes 23

Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda