Upplifðu Nýja-Reykjavík í sýndarveruleika

Skapaðu þína eigin Nýja-Reykjavík í Ráðhúsinu um helgina.
Skapaðu þína eigin Nýja-Reykjavík í Ráðhúsinu um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Í Ráðhúsi Reykjar­vík­ur dag­ana 19. – 23. maí munu gest­ir fá tæki­færi til að upp­lifa og skapa nýja Reykja­vík í sýnd­ar­veru­leika og verða vitni að sköp­un nýrr­ar Reykja­vík­ur í raun­tíma sem tutt­ugu hönnuðir koma að, en til þess nota þau sýnd­ar­veru­leika­for­ritið Arkio.

Arkio er nýtt ís­lenskt hönn­un­ar­tól fyr­ir arki­tekt­úr sem ger­ir not­end­um kleift að hanna í sýnd­ar­veru­leika.  



Hönnuðirn­ir munu sýna alla daga á Hönn­un­ar­Mars frá 14:00 – 18:00. Það er þverfag­leg­ur hóp­ur hönnuða sem koma að verk­efn­inu, arkí­tekt­ar, sviðshönnuðir, graf­ísk­ir hönnuðir og fleiri. Hópn­um er skipt upp í pör sem hafa tvo tíma til að breyta borg­ar­lands­lagi Reykja­vík­ur og munu áhorf­end­ur geta fylgst með framþró­un­inni í raun­tíma.

Hönnuðurn­ir hafa tvo tíma til að skapa, frá klukk­an 14 til 16 og svo frá 16 til 18. Viðburðinn er op­inn all­an Hönn­un­ar­Mars frá 11 til 18 og gest­ir fá þá tæki­færi til að stíga inn í sýnd­ar­veru­leik­ann og geta sjálf­ir skapað, breytt og upp­lifað borg­ina frá nýju sjón­ar­horni en í boði eru 6 sýnd­ar­veru­leika­tæki fyr­ir gesti til af­nota.

Skapaðu þína eigin Nýja-Reykjavík
Skapaðu þína eig­in Nýja-Reykja­vík Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend

Hönn­un­ar­Mars stend­ur frá 19. til 23. maí og er stærsta hönn­un­ar­hátíð á Íslandi þar sem fram­sæk­in hönn­un og nýj­ung­ar leiða sam­an sýn­end­ur og gesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda