Hulin Sigvaldaperla á Norðurlandi

Bygging Þelamerkurskóla er hönnuð af Sigvalda Thordason
Bygging Þelamerkurskóla er hönnuð af Sigvalda Thordason Skjáskot/Instagram

Hús eru ekki merkt höf­und­um sín­um eins og bæk­ur eða mál­verk og yf­ir­leitt vit­um við lítið um ýmis ágæt verk arki­tekta. Það vita ef­laust ekki marg­ir að Sig­valdi Thor­da­son teiknaði Þela­merk­ur­skóla í Hörgár­sveit. Loji Hösk­ulds­son er sér­fróður um Sig­valda­hús­in og fjall­ar ít­ar­lega um arki­tekt­úr Þela­merk­ur­skóla í nýj­ustu færslu sinni á In­sta­gram. 

Loji gaf ný­verið út bók­ina Ástar­bréf til Sig­valda sem er óður til arki­tekts­ins Sig­valda Thor­d­ar­son. Loji held­ur úti in­sta­gramsíðu til­einkaðri Sig­valda­hús­um þar sem hann hef­ur birt 393 ljós­mynd­ir af arki­tekt­úr Sig­valda.

Bygg­ing­ar hans ein­kenn­ast af sterk­um lit­um, blá­um, okk­urgul­um og bein­hvít­um, svo­kölluðum „Sig­valdalit­um“. Nýj­asta ljós­mynd Loja á In­sta­gram er frá Hörgár­sveit en það er Þela­merk­ur­skóli sem Sig­valdi teiknaði árið 1960. Loji læt­ur fylgja með grein­argóða lýs­ingu á verk­inu og mæl­ir með að næst þegar lands­menn taka sund­sprett í Jónas­ar­laug við Þela­mörk taki þeir einnig einn hring í kring­um skóla­bygg­ing­una og virði fyr­ir sér arki­tekt­úr Sig­valda.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Loji Hösk­ulds­son (@loji­ho)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda