Eins og einbýlishús í blokk

Innlit hjá Daníeli Ólafssyni
Innlit hjá Daníeli Ólafssyni Árni Sæberg

Daníel Ólafsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Danni Deluxe, býr í fallegu fjölbýlishúsi á Háaleitisbraut sem arkitektinn Sigvaldi Thordarson teiknaði. Íbúðina keypti Daníel síðasta haust og hefur hann smátt og smátt verið að gera hana að sinni.

„Samkvæmt mínum heimildum teiknaði Sigvaldi þessa hæð og hæðina fyrir ofan og hafði hugsað sem íbúð og teiknistofu fyrir sjálfan sig,“ segir Daníel. Hann segir Sigvalda hins vegar hafa látist áður en hann náði að flytja inn. Íbúðin sem Daníel býr í er á þriðju hæð en á fjórðu hæð er einnig íbúð í stað teiknistofu. 

Óvenjulegt er að sjá arin í blokkaríbúð.
Óvenjulegt er að sjá arin í blokkaríbúð. mbl.is/Árni Sæberg

Daníel lagði upp með að halda íbúðinni eins mikið óbreyttri og hægt var. Baðherbergin eru til að mynda upprunaleg. Hann slípaði upprunalega parketið en segist ekki hafa komist hjá því að taka eldhúsið í gegn. „Eldhúsið var mjög flott. Það var orðið svo þreytt að ég þurfti að skipta því út. Ég fékk HAF-stúdíó til að hjálpa mér að teikna það. Ég setti gaseldavél og ákvað bara að fara í allt hvítt. Mér fannst það passa inn í íbúðina og tímalaust.“

Gaseldavélin er í miklu uppáhaldi.
Gaseldavélin er í miklu uppáhaldi. Árni Sæberg
Daníel elskar að elda.
Daníel elskar að elda. mbl.is/Árni Sæberg

Arinstofa er miðja íbúðarinnar og ekki oft sem það er arinstofa í fjölbýlishúsi. „Það síðasta sem maður býst við þegar maður gengur inn í blokkaríbúð er að sjá arin, sérstaklega svona flottan. Þetta er svolítið eins og að eiga einbýli í blokk. Þetta heillaði mig rosalega,“ segir Daníel. Að hans mati hefði verið dauðasynd að breyta arninum. „Það er synd hvað margir eru að eyðileggja rosalega flotta hönnun frá flottum tíma fyrir eitthvað sem er flott í einhver fjögur ár. Allir hafa sinn stíl og það ber að virða. Um leið og þú eyðileggur eitthvað svona þá tekurðu það ekkert til baka.

Arinstofan er í miklu uppáhaldi.
Arinstofan er í miklu uppáhaldi. mbl.is/Árni Sæberg

Ég kveiki upp í honum oft í viku,“ segir Daníel um hvort hann noti arininn. Hann nýtir stólana fyrir framan arininn vel til þess að slaka á. „Þetta er staðurinn í íbúðinni. Ég fæ mér kaffi á morgnana. Ég sit þarna oft þegar ég hlusta á tónlist eða les bók og slaka á þarna áður en ég fer að sofa.“

Fallegt Ph-ljós setur svip heimilið.
Fallegt Ph-ljós setur svip heimilið. mbl.is/Árni Sæberg

Daníel ákvað að fá sér teppi á svefnherbergin en teppi eru að verða vinsæl aftur. „Maður er alinn upp við að teppi séu ekki málið en teppi í dag eru orðin miklu sniðugri. Þau eru oft gerð úr endurvinnanlegum efnum. Þetta er algjör snilld. Það er ótrúlega þægilegt að vakna á morgnana og stíga á teppið.“

Daníel hefur verið að gera íbúðina að sinni síðan hann …
Daníel hefur verið að gera íbúðina að sinni síðan hann flutti inn um áramótin. mbl.is/Árni Sæberg

Arinninn er ekki það eina óvenjulega við íbúðina. Inn af svefnherbergi Daníels er baðherbergi, sem er, rétt eins og arinninn, nokkuð óvenjulegt fyrir blokkaríbúð. Lúxussvefnherbergi með baðherbergi eru að verða algengari í dag en segja má að Sigvaldi hafi verið á undan sinni samtíð. „Þetta er mjög sérstök íbúð,“ segir Daníel.

Daníel valdi teppi á svefnherbergin.
Daníel valdi teppi á svefnherbergin. mbl.is/Árni Sæberg
Lampinn er frá franska merkinu Moustache sem fæst í Haf …
Lampinn er frá franska merkinu Moustache sem fæst í Haf Store. mbl.is/Árni Sæberg

Er þetta draumaíbúðin þín? Er þetta staðurinn sem þú ætlar að verða gamall á?

„Ég var fyrst að horfa á 101 eða 107. Ég hafði augastað á Þingholtunum. En þegar ég fór að skoða þessa íbúð ákvað ég að slá til og ég er mjög sáttur. Maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og staðan er núna er ég bara mjög sáttur.“

Daníel er meðal annars plötusnúður og á gott safn af …
Daníel er meðal annars plötusnúður og á gott safn af plötum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda