Eins og einbýlishús í blokk

Innlit hjá Daníeli Ólafssyni
Innlit hjá Daníeli Ólafssyni Árni Sæberg

Daní­el Ólafs­son, bet­ur þekkt­ur sem plötu­snúður­inn Danni Deluxe, býr í fal­legu fjöl­býl­is­húsi á Háa­leit­is­braut sem arki­tekt­inn Sig­valdi Thor­d­ar­son teiknaði. Íbúðina keypti Daní­el síðasta haust og hef­ur hann smátt og smátt verið að gera hana að sinni.

„Sam­kvæmt mín­um heim­ild­um teiknaði Sig­valdi þessa hæð og hæðina fyr­ir ofan og hafði hugsað sem íbúð og teikni­stofu fyr­ir sjálf­an sig,“ seg­ir Daní­el. Hann seg­ir Sig­valda hins veg­ar hafa lát­ist áður en hann náði að flytja inn. Íbúðin sem Daní­el býr í er á þriðju hæð en á fjórðu hæð er einnig íbúð í stað teikni­stofu. 

Óvenjulegt er að sjá arin í blokkaríbúð.
Óvenju­legt er að sjá arin í blokka­r­í­búð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Daní­el lagði upp með að halda íbúðinni eins mikið óbreyttri og hægt var. Baðher­berg­in eru til að mynda upp­runa­leg. Hann slípaði upp­runa­lega par­ketið en seg­ist ekki hafa kom­ist hjá því að taka eld­húsið í gegn. „Eld­húsið var mjög flott. Það var orðið svo þreytt að ég þurfti að skipta því út. Ég fékk HAF-stúd­íó til að hjálpa mér að teikna það. Ég setti gaselda­vél og ákvað bara að fara í allt hvítt. Mér fannst það passa inn í íbúðina og tíma­laust.“

Gaseldavélin er í miklu uppáhaldi.
Gaselda­vél­in er í miklu upp­á­haldi. Árni Sæ­berg
Daníel elskar að elda.
Daní­el elsk­ar að elda. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ar­in­stofa er miðja íbúðar­inn­ar og ekki oft sem það er ar­in­stofa í fjöl­býl­is­húsi. „Það síðasta sem maður býst við þegar maður geng­ur inn í blokka­r­í­búð er að sjá arin, sér­stak­lega svona flott­an. Þetta er svo­lítið eins og að eiga ein­býli í blokk. Þetta heillaði mig rosa­lega,“ seg­ir Daní­el. Að hans mati hefði verið dauðasynd að breyta arn­in­um. „Það er synd hvað marg­ir eru að eyðileggja rosa­lega flotta hönn­un frá flott­um tíma fyr­ir eitt­hvað sem er flott í ein­hver fjög­ur ár. All­ir hafa sinn stíl og það ber að virða. Um leið og þú eyðilegg­ur eitt­hvað svona þá tek­urðu það ekk­ert til baka.

Arinstofan er í miklu uppáhaldi.
Ar­in­stof­an er í miklu upp­á­haldi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ég kveiki upp í hon­um oft í viku,“ seg­ir Daní­el um hvort hann noti ar­in­inn. Hann nýt­ir stól­ana fyr­ir fram­an ar­in­inn vel til þess að slaka á. „Þetta er staður­inn í íbúðinni. Ég fæ mér kaffi á morgn­ana. Ég sit þarna oft þegar ég hlusta á tónlist eða les bók og slaka á þarna áður en ég fer að sofa.“

Fallegt Ph-ljós setur svip heimilið.
Fal­legt Ph-ljós set­ur svip heim­ilið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Daní­el ákvað að fá sér teppi á svefn­her­berg­in en teppi eru að verða vin­sæl aft­ur. „Maður er al­inn upp við að teppi séu ekki málið en teppi í dag eru orðin miklu sniðugri. Þau eru oft gerð úr end­ur­vinn­an­leg­um efn­um. Þetta er al­gjör snilld. Það er ótrú­lega þægi­legt að vakna á morgn­ana og stíga á teppið.“

Daníel hefur verið að gera íbúðina að sinni síðan hann …
Daní­el hef­ur verið að gera íbúðina að sinni síðan hann flutti inn um ára­mót­in. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ar­inn­inn er ekki það eina óvenju­lega við íbúðina. Inn af svefn­her­bergi Daní­els er baðher­bergi, sem er, rétt eins og ar­inn­inn, nokkuð óvenju­legt fyr­ir blokka­r­í­búð. Lúx­us­svefn­her­bergi með baðher­bergi eru að verða al­geng­ari í dag en segja má að Sig­valdi hafi verið á und­an sinni samtíð. „Þetta er mjög sér­stök íbúð,“ seg­ir Daní­el.

Daníel valdi teppi á svefnherbergin.
Daní­el valdi teppi á svefn­her­berg­in. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Lampinn er frá franska merkinu Moustache sem fæst í Haf …
Lamp­inn er frá franska merk­inu Moustache sem fæst í Haf Store. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Er þetta drauma­í­búðin þín? Er þetta staður­inn sem þú ætl­ar að verða gam­all á?

„Ég var fyrst að horfa á 101 eða 107. Ég hafði augastað á Þing­holt­un­um. En þegar ég fór að skoða þessa íbúð ákvað ég að slá til og ég er mjög sátt­ur. Maður veit ekk­ert hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og staðan er núna er ég bara mjög sátt­ur.“

Daníel er meðal annars plötusnúður og á gott safn af …
Daní­el er meðal ann­ars plötu­snúður og á gott safn af plöt­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda