Ævintýrahöll Berglindar föl fyrir rétt verð

Berglind Festival Pétursdóttir.
Berglind Festival Pétursdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berg­lind Pét­urs­dótt­ir eða Berg­lind festi­val eins og hún er kölluð er ein­stök stemn­ings­mann­eskja og það sést vel á heim­ili henn­ar við Njáls­götu í Reykja­vík. 

Nú er þessi perla kom­in á sölu en les­end­ur Smart­lands fengu að kynn­ast Berg­lindi og íbúðinni þegar hún var gest­ur Heim­il­is­lífs í fyrra. Um er að ræða 74 fm íbúð sem stend­ur í húsi sem byggt var 1931. 

Í eld­hús­inu er svört inn­rétt­ing­in sem er svo­lítið frönsk, stór eyja og fer­lega skemmti­leg­ar köfl­ótt­ar flís­ar á gólf­inu sem fara vel við gömlu gólf­borðin. Hátt er til lofts í íbúðinni og gott pláss þótt íbúðin sé eng­in Laug­ar­dals­höll á stærð. 

Heim­ili Berg­lind­ar er fullt af allskon­ar skraut­mun­um og skemmti­leg­um hlut­um sem því miður fylgja ekki í íbúðinni. Mynd­irn­ar tala þó sínu máli og þeir sem þrá að búa í miðbæn­um og dýrka efstu hæðir húsa ættu að skoða þenn­an kost vel. 

Af fast­eigna­vef mbl.is: Njáls­gata 77

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda