Ævintýrahöll Berglindar föl fyrir rétt verð

Berglind Festival Pétursdóttir.
Berglind Festival Pétursdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Pétursdóttir eða Berglind festival eins og hún er kölluð er einstök stemningsmanneskja og það sést vel á heimili hennar við Njálsgötu í Reykjavík. 

Nú er þessi perla komin á sölu en lesendur Smartlands fengu að kynnast Berglindi og íbúðinni þegar hún var gestur Heimilislífs í fyrra. Um er að ræða 74 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1931. 

Í eldhúsinu er svört innréttingin sem er svolítið frönsk, stór eyja og ferlega skemmtilegar köflóttar flísar á gólfinu sem fara vel við gömlu gólfborðin. Hátt er til lofts í íbúðinni og gott pláss þótt íbúðin sé engin Laugardalshöll á stærð. 

Heimili Berglindar er fullt af allskonar skrautmunum og skemmtilegum hlutum sem því miður fylgja ekki í íbúðinni. Myndirnar tala þó sínu máli og þeir sem þrá að búa í miðbænum og dýrka efstu hæðir húsa ættu að skoða þennan kost vel. 

Af fasteignavef mbl.is: Njálsgata 77

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda