Fjórir 60 milljóna EXIT-jeppar í umferðinni hérlendis

Norski útrásarvíkingurinn, Adam Veile, keyrir um á Mercedes-AMC G í …
Norski útrásarvíkingurinn, Adam Veile, keyrir um á Mercedes-AMC G í þriðju þáttaröðinni af EXIT. Ljósmynd/Samsett

Norsku útrásarvíkingarnir eru mættir aftur á sjónvarpsskjáinn í þriðju seríunni af EXIT. Aðalgaurinn í þáttunum, Adam Veile, sem leikinn er af Simon J. Berger, er alltaf flottastur á því. Allavega þegar kemur að veraldlegum eigum. Hann snertir ekki á neinu nema það sé fyrsta flokks. Hegðun og smekkur Adams rímar svo sem við smekk útrásar-frænda þeirra á Íslandi. Nema þeir íslensku voru hrifnari af Range Rover. 

Hann drekkur dýrt kaffi í einnota ferðamáli, ferðast um í einkaþotu, klæðist dýrum merkjavörufötum, býr í sérlegu góðærishúsi sem er prýtt smörtustu húsgögnum sem hægt er að eiga. Þar má sjá Arco-lampann frá Flos, Montana-hillur og Hästens-rúm svo eitthvað sé upptalið. 

Í þriðju seríunni er Adam kominn á Benz-jeppann Mercedes-AMG G63. Hann er aftur á móti á dýrari útgáfu sem nefnist Brabus og kostar yfir 100 milljónir. Bíllinn gefur það til kynna að hann sé búinn að sigra heiminn enda ekki á færi venjulegs fólks að eignast slíkan grip.

Mercedes-AMG G63 kostar um 60 milljónir króna.

Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu eru fjórir samskonar bílar í umferð á Íslandi sem eru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slíkir gripir fluttir inn og á þessu ári bættust tveir til viðbótar. Einn var fluttur inn í janúar og hinn í febrúar. Allt eru þetta bílar sem ganga fyrir bensíni.  

Í síðustu viku var fjallað ítarlega um Mercedes-AMG G63 í Bílablaði Viðskiptablaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda