Einstakt heimili Katrínar í bleikum páskabúningi

Katrín Garðarsdóttir kann að gera fallegt í kringum sig.
Katrín Garðarsdóttir kann að gera fallegt í kringum sig.

Katrín Garðars­dótt­ir eig­andi Golfa.is nýt­ir oft páskafríið til þess að skella sér í golf en að þessu sinni ætl­ar hún að njóta þess að vera heima og slappa af. Katrín á ein­stak­lega fal­legt heim­ili og elsk­ar að taka á móti góðum gest­um.

„Við fjöl­skyld­an höf­um stund­um farið til Þýska­lands í golf en ætl­um að njóta þess að vera heima núna. Son­ur minn er hins veg­ar for­fall­inn golfari og ætl­ar með vini sín­um til Spán­ar að spila golf. Pásk­arn­ir eru eig­in­lega bestu frí­in. Svo ólík­ir jóla­stúss­inu sem oft snýst um að gera svo margt á fáum dög­um. Vorið al­veg að koma og jafn­vel hægt að nýta ein­hvern dag­inn til að taka til hend­inni í garðinum ef vel viðrar,“ seg­ir Katrín þegar hún er spurð hvernig pásk­arn­ir verði í ár.

Ferðu þá með páska­egg með þér út?

„Í fyrra tók ég með páska­egg en það var reynd­ar til þess að mág­ur minn sem býr í Frankfurt fengi nú al­menni­legt ís­lenskt páska­egg. Það er nefni­lega þannig á mínu heim­ili að það er oft búið að borða svo mörg páska­egg löngu áður en sjálf­ir pásk­arn­ir koma að það er þá bara komið nóg,“ seg­ir Katrín.

„Páska­haldið hjá mér er ekk­ert sér­stak­lega hefðbundið. Það snýst mest um að slaka á, borða góðan mat og fá sér páska­egg. Stund­um koma vin­ir og fjöl­skylda í mat hjá okk­ur ein­hverja þess­ara daga, og verður ör­ugg­lega þannig núna.“

Páskalegt en smart.
Páska­legt en smart. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Útsýnið bæt­ir lífið

Hvernig skreyt­ir þú heim­ilið um pásk­ana?

„Eins mikið og mér finnst gam­an að skreyta og setja upp serí­ur fyr­ir jól þá eru pásk­arn­ir lág­stemmd­ari í skreyt­ing­um. Ég er með stóra eyju í eld­hús­inu og er þar með stór­an bakka þar sem ég er alltaf að skipta um litaþema, kerti og blóm. Það fer eft­ir árstíð og öðrum þemum inn­an árs­ins. Ef það er af­mæli þá fær af­mæl­is­barnið sitt þema á bakk­ann.“

Glösin koma vel út á páskaborðinu.
Glös­in koma vel út á páska­borðinu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hvað finnst þér ein­kenna fal­leg heim­ili?

„Fal­legt heim­ili þarf að búa yfir hlýju, góðu og af­slöppuðu and­rúms­lofti og að þeim gest­um sem koma á heim­ilið finn­ist þeir vel­komn­ir. Ég vona að þannig upp­lifi mín­ir gest­ir að koma til mín.“

Áttu þér upp­á­haldsstað á heim­il­inu?

„Minn upp­á­haldsstaður á heim­il­inu er í stof­unni, þar get ég setið og horft út á vatnið, mó­ann þar sem hest­ar hlaupa um og síðast en ekki síst séð þegar far­fugl­arn­ir koma. Það eru lífs­gæði sem jafn­ast á við sál­gæslu.“

Litlu pavlovurnar eru sérstaklega girnilegar.
Litlu pavlovurn­ar eru sér­stak­lega girni­leg­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hvað finnst þér ómiss­andi að bjóða upp á um pásk­ana?

„Á mínu heim­ili erum við mæðgurn­ar alls­ráðandi í eld­hús­inu og hjálp­umst að. Reynd­ar er maður­inn minn mjög góður í að velja gott vín með matn­um og svo er hann liðtæk­ur í að ganga frá og vaska upp. Þar sem af­mæl­is­dag heima­sæt­unn­ar ber oft upp á pásk­ana þá höf­um við flott­an morg­un­mat eða bröns fyr­ir fjöl­skyld­una. Þá er oft­ast eitt af því sem ég geri litl­ar pavlov­ur og ég set þá mat­ar­lit í deigið og læt pavlovurn­ar fá á sig marm­ara­út­lit.“

Það er óþarfi að nota dúk þegar diskamotturnar eru fallegar.
Það er óþarfi að nota dúk þegar diskamott­urn­ar eru fal­leg­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hvernig klæðirðu þig um pásk­ana?

„Mér finnst alltaf gam­an að klæðast kjól og mun ör­ugg­lega gera það um pásk­ana enda nóg af þeim í fata­skápn­um. Ann­ars finnst mér líka fínt að vera í bux­um, blússu og góðum jakka, það pass­ar alltaf hvar sem er.“

Katrín Garðarsdóttir á falleg föt og smart heimili.
Katrín Garðars­dótt­ir á fal­leg föt og smart heim­ili. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Bíður eft­ir að grasið fari að grænka

Katrín veitt fátt betra en að spila golf með fjöl­skyldu og vin­um. „Golf­ferðir eru auðvitað það sem mér finnst skemmti­leg­ast. Fjöl­skyldumeðlim­ir eru hver og einn á sínu getu­stigi í golf­inu en við get­um öll spilað sam­an og það er mjög ánægju­legt,“ seg­ir Katrín um skemmti­leg­ustu ut­an­lands­ferðirn­ar um pásk­ana. Golfá­hug­inn er svo mik­ill að hún stofnaði eig­in vef­versl­un þar sem hún sel­ur golf­föt á kon­ur.

„Þess­ar vik­urn­ar eru kon­ur al­mennt farn­ar að huga að golfsumr­inu. Marg­ar eru farn­ar að fara í vorferðir er­lend­is eða hóp­ar að und­ir­búa sig fyr­ir tíma­bilið. Ég er svo lán­söm að vinn­an mín snýst um áhuga­málið sem er golf og fatnaður,“ seg­ir Katrín sem býður meðal ann­ars kon­ur vel­komn­ar inn á fal­lega heim­ilið sitt að máta en auk þess að vera með vef­versl­un er hún búin að inn­rétta bíl­skúr­inn sem litla versl­un. „Ég er þar á heima­velli, elska að aðstoða kon­ur sem eru að velja sér fal­leg golfdress. Svo bíð ég bara sjálf eft­ir að sjá grasið grænka og kom­ast eitt­hvað út á völl og slá golf­bolta,“ seg­ir Katrín að lok­um.

Katrín er mikil golfkona.
Katrín er mik­il golf­kona. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Litl­ar pavlov­ur

6 eggja­hvít­ur

300 g syk­ur

1½ tsk. borðedik

1 tsk. vanilla

smá salt

mat­ar­lit­ur að eig­in vali

Þeytið eggja­hvít­ur og salt. Bætið sykr­in­um smátt og smátt við. Bætið vanillu og ed­iki í þegar mar­engs­inn er orðinn stíf­ur. Blandið nokkr­um drop­um af mat­ar­lit að eig­in vali út í deigið og hrærið mat­ar­litn­um með grillp­inna þannig að deigið taki á sig marm­ara­áferð. Passið að blanda litn­um létt við svo að deigið verði ekki ein­litt. Notið mat­skeið til að búa til litl­ar kök­ur á bök­un­ar­papp­ír. Að lok­um er gott að þrýsta aðeins á miðjuna með lít­illi te­skeið til að búa til lítið hreiður. Bakið við 100° í 90 mín­út­ur.

Til skrauts

½ l þeytt­ur rjómi

1 msk. syk­ur

1 tsk. vanilla

Skreytið með jarðarberj­um eða því sem hent­ar.

Rauður matarlitur er lykillinn.
Rauður mat­ar­lit­ur er lyk­ill­inn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda