HönnunarMars verður í apríl á næsta ári

Helga Ólafsdóttir er stjórnandi HönnunarMars.
Helga Ólafsdóttir er stjórnandi HönnunarMars.

Hönn­un­ar­hátíðin Hönn­un­ar­Mars verður hald­in 24.-28. apríl á næsta ári. Hátíðin hef­ur fest sig í sessi sem einn helsti menn­ing­ar­viðburður lands­ins, þar sem fjöl­breytt­ar og for­vitni­leg­ar sýn­ing­ar og viðburðir veita þátt­tak­end­um og gest­um inn­blást­ur og inn­sýn í nýj­ar lausn­ir og skap­andi hug­mynd­ir sem tak­ast á við áskor­an­ir sam­tím­ans. 

Dag­skrá hátíðar­inn­ar spann­ar allt frá arki­tekt­úr, graf­ískr­ar hönn­un­ar til fata­hönn­un­ar, vöru­hönn­un­ar, sta­f­rænn­ar hönn­un­ar og allt þar á milli. Hátíðin er ein af borg­ar­hátíðum Reykja­vík­ur og hef­ur farið fram ár­lega frá ár­inu 2009, þetta verður því í sextánda sinn sem gest­um gefst tæki­færi til að kynn­ast því sem er ger­ast í hönn­un og arki­tekt­úr þvert á fög­in. 

Alþjóðlega ráðstefn­an Design­Talks er lyk­ilviðburður hátíðar­inn­ar og fer fram miðviku­dag­inn 24. apríl í Hörpu. Ráðstefn­an er mik­il­væg­ur vett­vang­ur fyr­ir inn­blást­ur og sam­tal um helstu þróun og breyt­ing­ar knú­in áfram af hönn­un og arki­tekt­úr - og ein sú skemmti­leg­asta!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda