Sér fegurðina í því sem mörg myndu henda

Dísu Óskars finnst fátt skemmtilegra en að nýta sér efnivið …
Dísu Óskars finnst fátt skemmtilegra en að nýta sér efnivið úr náttúrunni og það sem safnar ryki í geymslunni. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Bryn­dís Óskars­dótt­ir, sem oft­ast er kölluð Dísa Óskars, er mik­il áhuga­mann­eskja um end­ur­vinnslu og end­ur­nýt­ingu. Hún er menntaður graf­ísk­ur hönnuður, mat­ar­tækn­ir og markþjálfi, en finnst skemmti­leg­ast að kynna sig sem hug­mynda­smið sem hjálp­ar fólki að hugsa út fyr­ir ramm­ann og virkja sköp­un­ar­kraft­inn.

Dísa hef­ur verið skap­andi frá því að hún man eft­ir sér. Seg­ist hún hrein­lega fá eitt­hvað út úr því ef hún get­ur búið til eitt­hvað fal­legt úr því sem aðrir sjá sem rusl.

Dísa nýtur þess að nota hluti sem annars hefðu farið …
Dísa nýt­ur þess að nota hluti sem ann­ars hefðu farið í ruslið í sköp­un sinni. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir

Eina sem kem­ur í veg fyr­ir end­ur­nýt­ingu er skort­ur á hug­mynda­flugi

„Þetta byrjaði fyr­ir al­vöru með því að ég fór að búa til lukt­ir úr göml­um krukk­um. Ég teiknaði blóm sem ég skar út úr vínil sem var af­gangs á aug­lýs­inga­stof­unni sem ég vann á. Síðan sand­blés ég mynd­irn­ar á krukk­urn­ar og seldi í massa­vís. Þarna sá ég að það var í al­vöru hægt að nýta það sem aðrir voru að losa sig við og búa til eitt­hvað fal­legt úr því,“ seg­ir Dísa.

Dísa seg­ir að end­ur­nýt­ing­in hafi verið tek­in föst­um tök­um þegar hún og maður henn­ar opnuðu ferðaþjón­ustu árið 2010. Aug­lýstu þau eft­ir gömlu dóti sem þau breyttu og nýttu á alla mögu­lega vegu, við mikla hrifn­ingu gesta.

Dísa end­ur­vinn­ur úr öllu mögu­legu. Sem dæmi má taka gaml­an tex­tíl, kerta­af­ganga, hús­gögn, hús­búnað og plast. Einnig end­ur­vinn­ur hún oft eitt­hvað sem er árstíðarbundið, líkt og jóla­efni, páska­efni og þess hátt­ar.

Dísa er dugleg að nýta sér það sem finnst úti …
Dísa er dug­leg að nýta sér það sem finnst úti í nátt­úr­unni, þar á meðal þara. Ljós­mynd/​Rakel Ósk Sig­urðardótt­ir

End­ur­nýt­ing snýst að mestu um hug­mynda­flug

Dísa seg­ir að mik­il­væg­ast sé að nýta sér hug­mynda­flugið þegar kem­ur að því að end­ur­nýta og end­ur­vinna.

„Við erum svo fljót að hlaupa til og kaupa allt mögu­legt sem okk­ur vant­ar jafn­vel ekki. Stopp­um frek­ar við og pæl­um í því sem við eig­um nú þegar eða get­um fengið notað, frítt eða fyr­ir lítið.“

Dísa legg­ur einnig áherslu á mik­il­vægi þess að muna eft­ir því að það eru alltaf marg­ar hliðar á öll­um mál­um, einnig varðandi það sem okk­ur vant­ar. Gott sé að hugsa um hvort við get­um kannski notað eitt­hvað allt annað en við héld­um í upp­hafi.

„Sem dæmi má taka að þig vant­ar stóra skál á borð fyr­ir sal­at, en átt enga slíka. Áttu kannski blóma­vasa sem gæti gengið í þessu til­felli? Væri jafn­vel hægt að skera inn­an úr mel­ónu og notað hana fyr­ir skál? Þú verður svaka­lega klár í þessu þegar þú tem­ur þér þessa hugs­un,“ seg­ir Dísa.

Dísa með eldstæði sem hún bjó til úr steypu.
Dísa með eld­stæði sem hún bjó til úr steypu. Ljós­mynd/​Dísa Óskars

Úr geymslu í ger­semi

Dísa held­ur úti klúbbn­um „Úr geymslu í ger­semi“ sem fer al­farið fram á net­inu. Þar fá meðlim­ir aðgang að fjölda kennslu­mynd­banda með leiðbein­ing­um og upp­skrift­um. Allt snýst um að nota það sem til er og auðvelt er að nálg­ast.

„Einnig eru mánaðarleg­ir fund­ir í beinni þar sem eitt­hvert til­tekið efni er tekið fyr­ir hverju sinni. Stund­um fæ ég skemmti­lega gesti sem gefa okk­ur inn­sýn í sína sköp­un og eru þá alltaf með eitt­hvert tvist á end­ur­vinnslu. Að auki er ara­grúi af vef­bók­um og gögn­um sem klúbbmeðlim­ir geta notað og prentað út,“ seg­ir Dísa.

Eldstæðið í öllu sínu veldi.
Eld­stæðið í öllu sínu veldi. Ljós­mynd/​Dísa Óskars

Dísa seg­ir að klúbbur­inn sé frá­bær fyr­ir þá sem vilja temja sér þessa end­ur­nýt­ing­ar­hugs­un enn frek­ar, fá hug­mynd­ir og leiðsögn til að halda sér við efnið. „Það að vera í sam­fé­lagi með eins þenkj­andi fólki með sama áhuga­mál get­ur nefni­lega skipt sköp­um,“ bæt­ir Dísa við.

Nýtt efni kem­ur inn á vefsvæði klúbbs­ins í hverj­um mánuði og er eitt það vin­sæl­asta máln­ing­ar­tækni­á­skor­un­in. Þar kenn­ir Dísa mis­mun­andi tækni við að mála sín eig­in mál­verk. Einnig er unnið mikið með steypu og í fyrra­sum­ar vöktu eld­stæði og koll­ar sem Dísa gerði úr steypu mikla lukku. Fyr­ir þau sem hafa áhuga á að kynna sér klúbb­inn nán­ar geta farið inn á vefsíðu Dísu eða á Face­book-síðu klúbbs­ins 

Nokkur dæmi um hluti sem Dísa hefur gert úr steypu.
Nokk­ur dæmi um hluti sem Dísa hef­ur gert úr steypu. Ljós­mynd/​Sam­sett mynd/​Dísa Óskars

Nátt­úr­an hef­ur upp svo á margt að bjóða

Dísa er dug­leg að nýta sér efnivið sem hún finn­ur úti í nátt­úr­unni. Finnst henni ein­stak­lega skemmti­legt að nota eitt­hvað sem margt fólk lít­ur á sem ill­gresi, eins og arfa og fífla. Hvet­ur hún því fólk sem ætl­ar í ferðalag um landið í sum­ar að hafa aug­un opin. Að mati Dísu er fátt betra en snert­ing við nátt­úr­una og sköp­un.

„Verið vak­andi fyr­ir nátt­úr­unni í kring­um ykk­ur, hvað og hvernig er hægt að nota hana. Það er hægt að tína arfa út í sal­atið, tína þara og þurrka til að nota út í baðsalt og tína blóðberg og/​eða birki­lauf og búa til skemmti­legt krydd­salt. Hægt er að hafa með sér vír og klipp­ur og búa til kransa úr strá­um, þangi eða lyngi,“ bend­ir Dísa á. 

Eitt af því sem Dísa býr til er fífla­sýróp, sem að henn­ar mati er al­veg guðdóm­lega gott og mjög auðvelt að gera. Sjálf not­ar hún það helst með ost­um, bæði köld­um og bökuðum.

Fíflas­írópið vin­sæla

  • 250 gr fífla­blóm (haus­arn­ir)
  • 1 lítri vatn
  • 1 kg syk­ur
  • 1 stk sítr­óna

Aðferð

  1. Þvoið blóm­in í köldu vatni.
  2. Setjið í pott ásamt niður­skorn­um sítr­ón­um.
  3. Sjóðið sam­an í 3-5 mín­út­ur.
  4. Kælið yfir nótt.
  5. Sigtið og hendið hrat­inu.
  6. Sjóðið vökv­ann upp með sykr­in­um þar til réttri þykkt er náð. Get­ur tekið allt upp í eina klukku­stund.

Hægt er að ná enn gul­ara sírópi ef notuð eru ein­göngu gulu lauf­in úr blóm­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda