Kristján bjó til garð á svölunum hjá sér

Kristján er með garð á svölunum í Mosfellsbæ.
Kristján er með garð á svölunum í Mosfellsbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Andri býr með konu sinni, Söru Björk Sig­urðardótt­ur, dætr­um þeirra tveim­ur, auk þess sem þriðja barnið er á leiðinni. „Við vor­um að flytja inn­an hverf­is­ins fyr­ir um þrem­ur mánuðum síðan og stækka við okk­ur. Sval­irn­ar snúa í vest­ur og eru 15 fer­metr­ar. Þær snúa að stóru leik­svæði og eru bjart­ar. Mesta sól­in er frá miðjum degi til seinni part dags,“ seg­ir Kristján Andri þegar hann lýs­ir nýju svöl­un­um.

„Gróður­ker­in sem við höf­um verið með síðustu ár ramma vel inn svæðið og gefa manni nota­lega nátt­úru­til­finn­ingu. Að fylgj­ast með strá­um dansa í vind­in­um er al­gjör nú­vit­undaræf­ing. Svo er kósí stóll sem ég nota mikið fyr­ir hug­leiðslu seint á kvöld­in. Við erum líka með útield­hús fyr­ir stelp­urn­ar okk­ar. Það er fátt skemmti­legra en að hafa þær í góðu veðri úti á svöl­un­um að sulla og svo er ekki verra að þær vökva líka plönt­urn­ar í leiðinni. Svalag­arður­inn er í raun all­ur hluti af leik­svæði barn­anna og þarna geta þær til dæm­is nælt sér í jarðarber beint af plöntu á sumr­in.“

Kristján bjó til gróðurkerin sjálfur.
Kristján bjó til gróður­ker­in sjálf­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kristján Andri starfar við kennslu en er með BS.-gráðu í lands­lags­arki­tekt­úr auk þess sem hann er að koma upp vist­vænni rækt­un á Suður­landi sem auka­bú­grein. „Upp­runa­lega bjó ég til gróður­ker­in fyr­ir minni sval­ir sem ég var með fyr­ir þrem­ur árum síðan. Þá var ég í grunn­námi í lands­lags­arki­tekt­úr og langaði til þess að eign­ast garð þó ég væri í fjöl­býli á 2. hæð. Ég smíðaði gróður­ker­in sjálf­ur úr lerk­ispýt­um og setti krossviðar­plötu á botn­inn og dúk ofan á. Svo eru göt til að það leki í gegn og fæt­ur svo að krossviðarplat­an liggi ekki upp við steypta gólfið. Mig langaði til þess að skapa svona villta nátt­úru­stemn­ingu með háum strá­um og fjölær­um blóm­um. Síðan þá hef ég í raun lítið þurft að gera fyr­ir þessi gróður­ker. Plönt­urn­ar koma upp á hverju ári og það eina sem þarf að passa upp á er að það þorni ekki í þeim. Svo hef ég aðeins bætt líf­ræn­um efn­um ofan á, smá moltu og passa að mold­in sé ekki ber, klippi niður strá­in á haust­in og set þau ofan á efsta lag mold­ar­inn­ar til þess að þau brotni niður og nær­ing­ar­efn­in fara þá í hringrás. Að verja efsta lagið hjálp­ar mold­inni að halda raka og er gott fyr­ir jarðvegs­lífið.“

Það er fjölbreyttur gróður á svölunum.
Það er fjöl­breytt­ur gróður á svöl­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Sval­ir eru að breyt­ast

Er pláss fyr­ir allt á svöl­un­um?

„Al­veg klár­lega pláss fyr­ir allt sem við þurf­um. Gróður­ker­in og pott­arn­ir eru meira upp við ramm­ann á svöl­un­um svo við get­um al­veg komið fyr­ir stól­um og því sem við vilj­um.“

Finnst þér Íslend­ing­ar kunna að meta kosti svala?

„Ég tel að við van­met­um mögu­leik­ana og nýt­um sval­ir þess vegna ekki eins mikið og við gæt­um en auðvitað er þetta ein­stak­lings­bundið. Ég held að eins og með úti­vist þá geri marg­ir sér ekki grein fyr­ir hvað það er auðvelt að klæða veður af sér. Það er oft hálfs­org­legt hve eins­leit­ar, líf- og lit­laus­ar marg­ar sval­ir eru. En ég hef þá til­finn­ingu að þetta sé að breyt­ast og við erum far­in að sjá alls kyns ólíka notk­un á svöl­um, kald­ir pott­ar, stór gróður­ker og betri leik­svæði fyr­ir börn­in.

Ef þú skoðar skipu­lags- og hönn­un­ar­til­lög­ur að bygg­ing­um og hverf­um þá er oft teiknaður mik­ill gróður á flest­ar sval­ir. En svo þegar bygg­ing­in er kom­in upp og ekk­ert grænt er neins staðar þá má segja að bygg­ing­in hafi misst ákveðinn sjarma og líf. Svo á þetta líka við um palla. Marg­ir byggja stóra palla og svo er kannski bara grill, borð og fjór­ir stól­ar. Þarna eru mik­il tæki­færi til þess að lífga upp á svæðið og gera það hlý­legra með gróðri. Vist­kerfið þarf líka á því að halda, að við höf­um það með inn í jöfn­unni.“

Gömlu svalirnar hjá Kristjáni voru mjög notalegar.
Gömlu sval­irn­ar hjá Kristjáni voru mjög nota­leg­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Horf­ir þú á sval­ir þegar þú ert er­lend­is og pæl­ir í hvernig fólk nýt­ir þær þar?

„Já, ég fylg­ist með og það er alltaf jafn­gam­an að sjá plönt­ur sem eru inni­plönt­ur á Íslandi þríf­ast vel úti á svöl­um víða er­lend­is. Svona eins og ban­ana­tré og pel­argón­ía.“

Er hönn­un á svöl­um eitt­hvað að breyt­ast með þétt­ingu byggðar og færri görðum?

„Þétt­ing byggðar minn­ir okk­ur kannski bet­ur á það hvað gæði úti­svæða skipta miklu máli. Við vilj­um að þetta litla pláss sem við höf­um virki. Okk­ur líður al­mennt ekki vel á stór­um opn­um svæðum en vel rammað inn minna svæði, með gróðri, lík­ist meira því um­hverfi sem frummaður­inn lifði í. Það eru gróður­mikl­ar gresj­ur þar sem við gát­um falið okk­ur fyr­ir rán­dýr­um. Eins og Páll Lín­dal um­hverf­is­sál­fræðing­ur orðar það, að við get­um séð án þess að sjást. Það er fátt betra en gróður til þess að ná þeim áhrif­um fram.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Er með landskika úti í sveit

Dreym­ir þig um stór­an garð eða er bara nóg að eiga sval­ir?

„Lengi vel var það draum­ur að eign­ast stór­an garð enda hef­ur rækt­un plantna verið stórt áhuga­mál hjá mér í yfir ára­tug. Draum­ur­inn varð að veru­leika fyr­ir tveim­ur árum þegar ég keypti nokk­urra hekt­ara dreif­býl­islóð á Rangár­völl­um. Þar stund­um við fjöl­skyld­an skóg­rækt, land­græðslu og græn­met­is­rækt. Svo það er nóg að gera í því á sumr­in og koma upp góðri aðstöðu þar. Þar erum við að reyna að sam­ræma ólík mark­mið á einni stórri lóð. Það er að taka til­lit til mó­lend­is og fugl­anna sem þar verpa og svo að rækta upp eyðimela­svæði. Ásamt því að koma upp okk­ar eig­in sum­ar­húsi í sveit­inni.“

Hvað ætl­ar þú að gera fyr­ir sval­irn­ar þínar í sum­ar?

„Í raun erum við kom­in núna með tvö­falt stærri sval­ir eft­ir flutn­inga í vet­ur, svo að við eig­um eft­ir að búa til nýtt setu­svæði á svöl­un­um og hólfa sval­irn­ar bet­ur niður. Pæl­ing­in er að nýta mó­lend­is­gróður sem ég á smá auka af eft­ir fram­kvæmd­ir á lóðinni á Rangár­völl­um. Að hafa inn­lent þema í pott­um og gróður­kerj­um á öðrum hluta sval­anna. Það er fátt fal­legra en mó­lendið og gam­an að fylgj­ast með ís­lensku blóm­un­um í mó­lend­inu sem blómstra í röð yfir allt sum­arið. Einnig er það betra fyr­ir vist­kerfið að vera með inn­lend­ar teg­und­ir. Á hinum end­an­um verða eldri ker­in áfram með sín­um háu strá­um og fjölæru blóm­um og leik­svæðið miðsvæðis,“ seg­ir Kristján Andri.

Stráin ná hátt upp og koma í veg fyrir að …
Strá­in ná hátt upp og koma í veg fyr­ir að það sjá­ist inn á sval­irn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda