Villisveitagarður í Svarfaðardal

Í Jörfatúni í Svarfaðardal er skemmtilegur villisveitagarður.
Í Jörfatúni í Svarfaðardal er skemmtilegur villisveitagarður.

Í Jörfa­túni í Svarfaðar­dal búa hjón­in Sól­veig Lilja Sig­urðardótt­ir og Friðrik Arn­ar­son. Hjón­in tóku fyrstu skóflu­stung­una að hús­inu árið 2002 og fluttu inn tveim­ur árum síðar. Garður­inn í kring fór smám sam­an að taka á sig mynd og er hann sam­eig­in­legt verk þeirra hjóna auk þess sem börn­in þeirra fjög­ur hafa tekið virk­an þátt í garðverk­un­um.

Jörfa­tún stend­ur í litlu hverfi í sveit­inni, um fimm kíló­metra frá Dal­vík, og er hverfið, sem sam­an­stend­ur af um tug húsa, ým­ist kallað Lauga­hlíðin, eft­ir landi jarðar­inn­ar sem hverfið reis á, eða Tjarn­artorf­an, eft­ir kirkju­staðnum Tjörn sem er í næsta ná­grenni. Áður en nýj­ustu ein­býl­is­hús­in fóru að rísa á svæðinu um og eft­ir alda­mót­in 2000 voru þarna aðallega göm­ul tún, mýr­lendi og móar en elsta bygg­ing­in á svæðinu er Sund­skáli Svarf­dæla sem vígður var árið 1929 og stend­ur Jörfa­tún rétt neðan hans,“ seg­ir Sól­veig um hverfið sem þau búa í.

Það er notalegt að sitja við eldstæðið.
Það er nota­legt að sitja við eld­stæðið. Ljós­mynd/​Aðsend

Sól­veig lýs­ir garðinum sem „vill­isveitag­arði“ en hann er um 2.000 fer­metr­ar og er ekki af­girt­ur þannig að hann renn­ur sam­an við nátt­úr­una í kring. „Það er erfitt að ætla sér að vera með fín­an garð þegar alls kyns mis­vel­kom­inn gróður vex allt í kring en við erum ekk­ert að stressa okk­ur of mikið á því þó eitt­hvað flokkað sem ill­gresi vaxi í garðinum enda ekki vinn­andi veg­ur að ætla að losna við það allt. Garður­inn er áhuga­mál okk­ar beggja og við för­um að stúss­ast í hon­um snemma á vor­in og garðverk­in halda áfram allt sum­arið og langt fram á haust. Við tók­um samt strax þá ákvörðun að garður­inn ætti aldrei að verða kvöð enda þurf­um við að sinna ýmsu öðru, vinnu, fjöl­skyldu og öðrum áhuga­mál­um,“ seg­ir Sól­veig.

Gróðurhúsið er veglegt.
Gróður­húsið er veg­legt. Ljós­mynd/​Aðsend
Öll fjölskyldan hjálpast að.
Öll fjöl­skyld­an hjálp­ast að. Ljós­mynd/​Aðsend

Nota­legt að heyra gutlið í vatn­inu

Garður­inn í Jörfa­túni hef­ur stækkað smátt og smátt og ef þeim dett­ur eitt­hvað í hug fram­kvæma þau hug­mynd­ir sín­ar þó stund­um líði ein­hver ár á milli.

„Hér er mjög grunnt niður á grjót­urð og nær öll mold til rækt­un­ar hef­ur verið flutt að. Mest höf­um við sótt hingað og þangað úr sveit­inni og flutt heim í kerru. Þær eru ófá­ar hjól­bör­urn­ar sem ekið hef­ur verið hér um garðinn og öllu yf­ir­leitt handmokað en í örfá skipti höf­um við fengið vél­ar í verk, til dæm­is þegar brekk­an aust­an við húsið var löguð til og gerðir tveir stall­ar. Sunn­an við hús hellu­lögðum við pall og stigi geng­ur þaðan niður á flöt sem við sléttuðum en ann­ars er lands­lagið í garðinum að mestu eins og landið lá fyr­ir. Við not­um grjót og timb­ur til að af­marka beð eða hækka þau upp og það þarf auðvitað að laga þau og bæta reglu­lega. Við höf­um yf­ir­leitt verið í fram­kvæmd­um í garðinum á hverju ári þar sem ein­hverju er bætt við eða öðru breytt. Eitt árið var geymslu­hús fyr­ir ýmis áhöld reist, græn­met­is­garði var komið upp og seinna sett­um við upp­byggð beð í hann. Svo byggðum við 15 fer­metra gróður­hús og kofa sem hýsti hæn­ur í nokk­ur ár en gegn­ir núna hlut­verki eldiviðarskúrs. Við kom­um okk­ur upp heit­um potti og steypt­um stétt und­ir hann, elsti son­ur­inn hlóð torf­vegg vest­an við allt húsið fyr­ir tveim­ur árum og við gróf­um snemma fyr­ir lít­illi tjörn sem var klædd með tjarn­ar­dúk. Hún hef­ur tvisvar verið færð vegna annarra fram­kvæmda. Fyrstu árin vor­um við með grjót í botn­in­um en það gerði það að verk­um að meira verk var að hreinsa tjörn­ina svo hin síðari ár er dúk­ur­inn bara ber og það kem­ur vel út. Þar sem tjörn­in er af­rennslis­laus þá höf­um við lít­inn gos­brunn í henni til að koma hreyf­ingu á vatnið og þá þarf ekki að tæma hana eins oft og þrífa en við þurf­um samt að gera það tvisvar til fjór­um sinn­um yfir sum­arið. Mér finnst ósköp nota­legt að heyra gutlið í vatn­inu þegar setið er úti á palli.“

Sólveig sinnir vorverkunum.
Sól­veig sinn­ir vor­verk­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki auðvelt að vera runni eða tré í Svarfaðar­dal

„Við höf­um flutt þó nokkuð af trjá­gróðri ann­ars staðar frá. Flest birki­trén eru ættuð úr veg­könt­um við skógreiti þar sem stóð til að fella þau vegna vega­fram­kvæmda og við feng­um góðfús­legt leyfi til að taka þau upp. Þau voru í kring­um mitt­is­hæð þegar þau voru flutt hingað en hafa tekið við sér hér síðustu ár. Reyniviðartrén eru nær öll sjálfsáð og hafa sprottið upp þar sem fugl­ar hafa skilað berj­um af sér. Sum fá að vaxa óáreitt en önn­ur höf­um við flutt til. Runn­arn­ir og önn­ur tré í garðinum eru aðallega keypt í gróðrar­stöðvum hér fyr­ir norðan og oft er ég með þetta í pott­um fyrst um sinn og svo eru plönt­urn­ar sett­ir niður ein­hvers staðar í garðinum þegar þær stækka. Það er samt ekki auðvelt að vera runni eða tré í Svarfaðar­dal á snjóþung­um vetr­um. Á hverju ári þarf að fjar­lægja fjöld­ann all­an af brotn­um grein­um og hér er lítið um bein­vax­in tré. Sum árin er eins og grein­um hafi verið flett af eins og ban­ana­hýði og verst var þetta óveður­svet­ur­inn 2019-20. Það var samt ótrú­legt hvað greni­trén stóðu þetta af sér, þó þau keng­bognuðu þá voru þau búin að rétta sig af um vorið.“

Oft er snjúþungt í sveitinni sem getur farið illa með …
Oft er snjúþungt í sveit­inni sem get­ur farið illa með tré þeirra Sól­veig­ar og Friðriks. Ljós­mynd/​Aðsend

Lítið er um hefðbund­in blóma­beð í garðinum og seg­ir Sól­veig að óæski­leg­ur gróður taki yfir slík beð. „Blóm­in eru því flest í köss­um eða blóma­pott­um. Ég for­rækta þau inn í gróður­hús­inu og svo fara þau út þegar maður tel­ur það óhætt. Það fara yf­ir­leitt fram heil­mikl­ir flutn­ing­ar á hverju vori þegar pott­ar eru born­ir út og inn úr gróður­hús­inu kvölds og morgna. Þar inni eru viðkvæm­ari kryd­d­jurtir eins og or­eg­anó og rós­marín sem lif­ir stund­um vet­ur­inn af ef því er skýlt. Þar eru líka hind­ber, blá­ber og vínviður sem gef­ur ótrú­lega mikið af sér þrátt fyr­ir að húsið sé óupp­hitað. Eft­ir að blómg­un hefst síðla vors þurf­um við samt að setja upp raf­magns­hita­blás­ara þegar hætta er á næt­ur­frosti. Við rækt­um líka belg­baun­ir og mat­lauka í gróður­hús­inu og erum með nokkr­ar jarðarberja­plönt­ur í pott­um svona til að geta smakkað jarðarber snemma. Ann­ars eru jarðarber­in aðallega í beðum í garðinum. Þar eru líka nokkr­ir rifs­berj­ar­unn­ar og sól­ber­in eru dug­leg að sá sér út. Fugl­arn­ir fá t.d. al­veg heila brekku af sól­berj­um út af fyr­ir sig.“

Hjónin eru dugleg að prófa sig áfram í ræktun.
Hjón­in eru dug­leg að prófa sig áfram í rækt­un. Ljós­mynd/​Aðsend
Hér er Friðrik að taka upp kartöflur.
Hér er Friðrik að taka upp kart­öfl­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Líf­ræn rækt­un

„Við setj­um niður kart­öfl­ur á hverju vori en hlut­deild þeirra í græn­met­is­garðinum hef­ur farið minnk­andi og gul­ræt­ur, róf­ur, kál­p­lönt­ur, sal­at og rauðróf­ur fengið meira pláss. Eitt beðið er til­einkað kryd­d­jurt­um eins og nokkr­um gerðum af myntu, sítr­ónu­mel­issu, graslauk og kúmeni en það er mjög dug­legt að sá sér út. Við höf­um aldrei eitrað neitt og not­um bara hús­dýra­áb­urð svo þetta telst lík­lega nokkuð líf­ræn rækt­un. Ég set bara nóg af flau­els­blóm­um með kál­inu og róf­un­um og það hef­ur dugað til að verj­ast kálflug­unni, auk þess sem ég hef akrýldúk yfir plönt­un­um fram á sum­ar.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Næst á dag­skrá er að bæta við aðstöðuna til að elda úti.

„Við höf­um mikla ánægju af garðinum og verj­um þar ófá­um stund­um. Með aukn­um gróðri hef­ur fugla­lífið auk­ist og það eru alltaf nokk­ur hreiður hér og þar í garðinum, á hús­inu eða kof­un­um. Þegar veður er gott er gjarn­an eldað og borðað úti, jafn­vel yfir vetr­ar­tím­ann. Það er á dag­skránni að koma upp litlu útield­húsi en við not­um ým­ist grill, muurikkapönnu á gasi, pizza­ofn eða eld­stæði við elda­mennsk­una. Það er afar nota­legt að sitja við eld­stæði, ekki síst á síðkvöld­um og hella upp á ketilkaffi, poppa, baka snúbrauð eða bara slaka á og njóta þessa dá­sam­lega út­sýn­is sem við höf­um hér í Jörfa­túni.“

Poppað úti.
Poppað úti. Ljós­mynd/​Aðsend
Sveitagarðurinn kemur ekki í veg fyrir falleg blóm og tré.
Sveitag­arður­inn kem­ur ekki í veg fyr­ir fal­leg blóm og tré. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda