Auður og Ólafur gera tilraunir í garðinum í Breiðholtinu

Hjón­in Auður Ingimars­dótt­ir og Ólaf­ur Jóns­son eiga skjólgóðan garð í Breiðholti. Þegar þau keyptu húsið var fjöldi aspa í garðinum og hann skugg­sæll. Í dag er garður­inn lit­skrúðugur allt sum­arið og hafa hjón­in verið dug­leg að prófa sig áfram í rækt­un.

„Við höf­um bæði áhuga á rækt­un og ól­umst upp við græn­met­is- og kart­öflu­rækt. Þegar við eignuðumst garð var hægt að finna áhug­an­um víðari far­veg. Í skjólgóðum görðum eins og okk­ar vex nán­ast allt sem hægt er að rækta úti hér á landi. Garður­inn gef­ur því tæki­færi til til­rauna­starf­semi með plönt­ur, sem stund­um heppn­ast og stund­um ekki, allt eft­ir ár­ferði. Skjólgóðir garðar með fjöl­breytt­um gróðri skapa einnig tæki­færi fyr­ir fjöl­breyti­legra fugla­líf. Það eru því for­rétt­indi að eiga garð að okk­ar mati og njóta þess líf­rík­is sem hann hef­ur upp á að bjóða,“ seg­ir Auður en auk þess að sjá um garðinn heima stunda þau ynd­is­rækt úti á landi.

Blómin eru falleg.
Blóm­in eru fal­leg. Ljós­mynd/​Aðsend

Alltaf ein­hverj­ar plönt­ur í blóma

„Í gegn­um árin höf­um við verið að prófa okk­ur áfram og bætt við blómstrandi runn­um, svo sem sír­en­um, kop­ar­reyni, harðgerðum rós­um, sól­brodd­um og klif­ur­plönt­um, fjölgað fjölær­ing­um, bæði stór­vöxn­um og lág­vaxn­ari. Við vilj­um helst hafa fjöl­breyti­leg­ar plönt­ur og liti í garðinum og laus­lega skipu­leggj­um garðinn þannig að ein­hverj­ar plönt­ur eru í blóma frá vori og fram á haust. Við setj­um oft­ast niður haust­lauka til að fá blóm snemm­sum­ars. Ég kaupi einnig smá­veg­is af sum­ar­blóm­um til að auka á lit­feg­urð garðsins.“

Auður er óhrædd við að prófa sig áfram í garðinum.
Auður er óhrædd við að prófa sig áfram í garðinum. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu þinn upp­á­haldsstað eða upp­á­halds­blóm í garðinum?

„Ég á eng­an sér­stak­an upp­á­haldsstað í garðinum en helst þó ná­lægt upp­á­halds­blóm­un­um sem eru núna friggj­ar­lyk­ill, blágresi og bóndarós. Friggj­ar­lyk­ill­inn hef­ur lít­il fal­leg app­el­sínu­gul blóm sem ilma dá­sam­lega, blágresið blíða er ynd­is­fag­urt og blóm bóndarós­ar­inn­ar gleðja mikið.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða ma­t­jurtir ræktið þið?

„Við rækt­um aðallega kál­teg­und­ir til heim­il­is­nota og smá­veg­is af kart­öfl­um. Við höf­um verið að prófa ýmis kart­öfluyrki frá Garðyrkju­fé­lag­inu okk­ur til skemmt­un­ar. Við höf­um einnig ræktað jarðarber, gul­ræt­ur, hvít­lauk, ert­ur, stein­selju og fleira og erum með myntu og graslauk í garðinum.“

Gróður þrífst vel í garðinum.
Gróður þrífst vel í garðinum. Ljós­mynd/​Aðsend
Litirnir lífga upp á tilveruna.
Lit­irn­ir lífga upp á til­ver­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki gleyma að njóta

Er hægt að gera mis­tök í garðinum?

„Það er vel hægt að gera mis­tök í garðinum en oft­ast er ein­falt að laga þau eða bara ákveða að lifa með þeim. Helstu mis­tök­in eru að ég vel plönt­um ekki heppi­lega staði í upp­hafi, stund­um er plantað of þétt og fleira. Sum­ar plönt­ur eru mjög sól­elsk­ar á meðan aðrar dafna bet­ur í nokkr­um skugga en þá er bara að flytja þær til.“

Er ekki mik­il vinna að eiga stór­an garð?

„Við stund­um það sem ég vil kalla af­slappaða garðrækt. Hér eru beðin hreinsuð á vor­in, arfa haldið niðri þegar tími er til og fífl­ar stungn­ir upp. Ég hef það fyr­ir sið að kippa upp ama­plönt­um þegar ég geng um garðinn, tek­ur enga stund og plönt­urn­ar ná síður að sá sér. Mosi á stein­um eða hell­um trufl­ar ekki, hann bæt­ir bara í lita­flór­una. Við höf­um á ein­um stað byggt upp beð en ann­ars staðar eru beðin frjáls­leg og kant­ar ekk­ert endi­lega bein­ir eða vel rist­ir. Við eru ekki alltaf heima hjá okk­ur yfir sum­ar­tím­ann og miss­um stund­um tök­in í um­hirðunni. Sum sum­ur er garður­inn snyrti­legri en önn­ur. Og það er bara allt í lagi. Við eitr­um ekki og í seinni tíð sér tölu­vert á birki­lauf­inu og lýs dafna á rós­un­um en þá njóta aðrir, eins og til dæm­is geit­ung­ar. Garður­inn tek­ur eig­in­lega alltaf vel á móti okk­ur og það má ekki gleyma að njóta þess að vera bara í garðinum, njóta sól­ar, fugla­söngs, suðs hun­angs­flugn­anna í meyj­ar­rós­inni og ilms­ins frá plönt­un­um.“

Keisaraösp fer vel með Auði.
Keis­ara­ösp fer vel með Auði. Ljós­mynd/​Aðsend

Líka í bý­flugna­rækt

Hvað er ynd­is­rækt­un?

„Ynd­is­rækt­un er rækt­un fjöl­beyti­legs trjá­gróðurs þar sem áhersla er á fjöl­breytni í stað magns eða rækt­un­ar á fáum teg­und­um. Við hóf­um slíka rækt­un með for­eldr­um mín­um á litl­um landskika í fögr­um eyðidal norður í landi fyr­ir rúm­um 20 árum. Þar er ris­inn lít­ill skóg­ar­reit­ur með fjöl­breytt­um teg­und­um eins og birki, elri, greni, lerki, furu, reynivið, ösp, loðvíði og fleiri víðiteg­und­um. Í þess­um reit verpa nú þrest­ir, maríu­erl­an og fleiri smá­fugl­ar hafa fundið sér þar sam­astað. Þangað er ynd­is­legt að koma, inn í feg­urðina og kyrrðina. Leggj­ast niður á milli trjánna, horfa upp í trjákrón­urn­ar, fylgj­ast með skýja­far­inu á himn­in­um, finna al­gjöra hvíld og hug­ar­ró. Að rækta skóg­ar­reit er svo­lítið annað en garðrækt og minni vinna ef girðing­ar­vinna er frá­tal­in. Plantað að hausti, borið á að vori og notið yfir há­sum­arið. En rækt­un­in er oft barn­ing­ur þar sem tölu­verð af­föll verða fyrstu árin eft­ir að bakka­plönt­ur eru sett­ar niður. Og stund­um ger­ir erfið vetr­ar­hret eða bara brjáluð veður sem skemma jafn­vel stór tré. Við erum að koma okk­ur upp öðrum reit hér á Suður­land­inu okk­ur til ynd­is og þar er farið að sjá í plöntu og plöntu. Og þar rækt­ar Ólaf­ur bý­flug­ur.“

Yndisræktunin fyrir norðan.
Ynd­is­rækt­un­in fyr­ir norðan. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig geng­ur bý­flugna­rækt­un­in?

„Bý­flugna­rækt er ekki alltaf auðveld bú­grein hér á landi en heilt yfir hef­ur bý­flugna­bú­skap­ur­inn gengið þokka­lega. Vissu­lega eru af­föll í vond­um árum og búin mis­sterk til að ráða við óblíða nátt­úru og innri veik­leika en það er fátt sem gleður bý­flugna­bænd­ur meira að vori en að vita af lif­andi og heil­brigðu búi. Bý­flugna­bú þurfa skjól og þar sem eru skjól og bý­flug­ur, þar dafn­ar einnig fjöl­breyti­legt úr­val blómstrandi plantna. Bragðið af hun­angi bý­flugn­anna ber keim­inn af þeim blóm­plönt­um sem þær heim­sækja sem er mis­mun­andi eft­ir staðsetn­ingu bú­anna og ná­lægð við ríkj­andi blóm­gróður. Flest­ir bý­flugna­bænd­ur eru með búin sín staðsett á Suður­landi.“ 

Hvað ætlið þið að gera í sum­ar í garðinum og ann­arri rækt­un?

„Nú stend­ur til að mosa­hreinsa lóðina og sá gras­fræi. Svo verður vænt­an­lega ein­hverj­um fjölær­ing­um bætt inn og aðrir lún­ir fjar­lægðir. Á dag­skrá er að finna purpurar­auða plöntu sem færi vel í einu horni garðsins. Og svo að planta meiru í ynd­is­reit­inn á Suður­landi.“

Blómin í garðinum veita Auði mikla gleði.
Blóm­in í garðinum veita Auði mikla gleði. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda