Gummi kíró og Lína Birgitta laus við Krókhálsinn

Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta Sigurðardóttir skáluðu í kampavíni …
Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta Sigurðardóttir skáluðu í kampavíni þegar þau fengu húsnæðið við Krókháls 5 afhent sumarið 2022.

Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, Gummi kíró, og Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir áhrifa­vald­ur og viðskipta­kona festu kaup á iðnaðar­hús­næði við Krók­háls sum­arið 2022. Planið var að opna vinnu­rými fyr­ir fólk í eig­in rekstri en það varð þó ekki raun­in því fyrr á þessu ári settu þau hús­næðið á sölu. Um er að ræða 258 fm pláss í húsi sem reist var 1990. 

„Okk­ur langaði að skapa rými fyr­ir fólk sem er í eig­in rekstri og búa til skap­andi um­hverfi. En marg­ir sem vinna sjálf­stætt þekkja það vel að vera „ein­ir“ í vinn­unni en með Bus­iness Pad vilj­um við ein­mitt hafa um­hverfið opið og skap­andi sem ýtir und­ir það að fólk hitt­ir annað fólk. Leigj­end­um gefst tæki­færi á að leigja her­bergi und­ir sinn rekst­ur ásamt því að hafa af­not af fund­ar­rými, „lounge“ svæði og fleira,“ sagði Guðmund­ur í viðtali við Smart­land í júlí 2022.

LTF ehf. og Kírópraktor­stöð Reykja­vík­ur ehf. keyptu hús­næðið af Miðbúðin hf. og borguðu fyr­ir hús­næðið 67 millj­ón­ir. Sam­kvæmt fast­eigna­skrá fór af­sal þó ekki fram. Nú hef­ur hús­næðið verið selt á 75 millj­ón­ir og er nýr eig­andi Eigna­skjól ehf. sem er í eigu Odds Ragn­ars Þórðar­son­ar og Ragn­hild­ar Guðrún­ar Páls­dótt­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda