Steinninn breytist með tímanum eins og sjálf sorgin

Að undanförnu hefur hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir hannað verk sem tengjast …
Að undanförnu hefur hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir hannað verk sem tengjast dauðanum.

Hönnuður­inn Dögg Guðmunds­dótt­ir hef­ur komið víða að á hönn­un­ar­ferli sín­um, en að und­an­förnu hef­ur hún hannað verk sem tengj­ast dauðanum. Á síðasta ári hannaði hún fjöl­nota lík­kistu og nú hafa fleiri verk bæst í hóp­inn, bæði duft­ker úr end­urunn­um papp­ír og fjöl­nota leg­steinn. 

Haustið 2022 sýndi Dögg verkið A Li­fetime á SE-hús­gagna­sýn­ing­unni í Kaup­manna­höfn. A Li­fetime er mubla sem fylg­ir eig­anda sín­um út lífið og fer úr því að vera rúm yfir í sófa, úr sófa yfir í bekk, og að lok­um úr bekk yfir í lík­kistu. 

Mublan A Lifetime sem Dögg sýndi á SE-sýningunni á síðasta …
Mubl­an A Li­fetime sem Dögg sýndi á SE-sýn­ing­unni á síðasta ári. Ljós­mynd/​​Marie Char­lotte Ravet

„Hví ekki að loka hringn­um og gera leg­stein“

Ný­verið sýndi Dögg nýj­asta verk sitt á sömu sýn­ingu í Kaup­manna­höfn, en verkið kall­ar hún A Peacef­ul Place og er fjöl­nota leg­steinn. „A Peacef­ul Place er hugsaður fyr­ir minni gra­freiti fyr­ir duft­ker þar sem lítið pláss er fyr­ir bæði blóm og vinnug­ræj­ur eins og skóflu og litla hrífu, og hvað þá pláss til að hafa lítið sæti til að til­la sér á og eiga stund með sjálf­um sér ná­lægt hinum látnu,“ seg­ir Dögg.

„Ég var ný­bú­in að hanna fjöl­nota kistu, A Li­fetime, fyr­ir sömu sýn­ingu á síðasta ári og svo hannaði ég í millitíðinni duft­ker úr end­urunn­um papp­ír sem er ný­komið á markað hér á Íslandi hjá Aska Bio Urns. Því hugsaði ég: „Hví ekki að loka hringn­um og gera leg­stein“,“ út­skýr­ir Dögg. 

„Við syst­kyn­in vor­um ný­bú­in að kaup leg­stein handa for­eldr­um okk­ar sem kvöddu með stuttu milli­bili og pabbi fékk að vígja duft­kerið núna í vor. Þegar við vor­um að jarða hann þá mætti syst­ir mín með stóra skeið til að setja niður blóm­in þar sem hún fann ekki garðskófl­una. Þá hugsaði ég að það væri nú gott ef maður gæti haft aðgang að svona smá græj­um í kirkju­g­arðinum eða geta falið skóflu und­ir stein­in­um. Þá þyrfti maður ekki að hugsa um það að hafa alltaf skóflu með sér og aðrar græj­ur til að planta blóm­um eða ditta í kring­um stein­inn,“ rifjar hún upp. 

„Á sama tíma var ég að huga að nýrri hug­mynd fyr­ir SE-sýn­ing­una og að þessu sinni var það kon­septið „A Piece for A Place“ með það í huga að hanna eitt­hvað nýtt fyr­ir annaðhvort stað eða bygg­ingu í Kaupamma­höfn þar sem Kaup­manna­höfn var út­nefnd af UNESCO sem Arki­tekta­borg heims­ins í ár,“ bæt­ir hún við. 

Hér má sjá Dögg kynna verkið á SE-sýningunni í Danmörku.
Hér má sjá Dögg kynna verkið á SE-sýn­ing­unni í Dan­mörku.

Rann­sakaði danska kirkju­g­arða fyr­ir verkið

Aðspurð seg­ir Dögg hönn­un­ar­ferlið hafa fal­ist í því að rann­saka hvernig menn­ing er í kring­um danska kirkju­g­arða, en hún seg­ir þá vera mun opn­ari en hér á landi og að í raun séu þeir notaðir sem al­menn­ings­garðar. „Ég fór að skoða bygg­ing­ar, kirkjut­urna og hina ýmsu kirkju­g­arða í Kaup­manna­höfn og hálfpart­inn njósna um hvað fólk gerði í kirkju­görðum í Kaup­manna­höfn. Hér eru kirkju­g­arðar mjög mikið notaðir sem al­menn­ings­garðar þar sem farið er í laut­ar­ferðir og bara huggað sig á bekkj­um í ró og næði,“ bæt­ir hún við.

„Ég tók eft­ir því að Dan­ir voru marg­ir hverj­ir með stóla og bekki inni á stærri gra­freit­um og földu eig­in skófl­ur og græj­ur nálagt stein­un­um, eða bakvið þá eða í boxum und­ir bekkn­um. Svo voru eldri kon­ur að planta blóm­um með pappa und­ir hnján­um til að hlífa bux­un­um eða pils­inu. Þá kom upp þessi hug­mynd að gera leg­stein með rými til að geyma græj­urn­ar og fal­inn koll sem bæði væri hægt að sitja á og snúa við til að nota und­ir hnén þegar verið væri að planta blóm­un­um. Á hon­um eru auka hand­föng­um úr korki til að geta staðið upp auðveld­lega aft­ur og korkseta til að hlífa bet­ur hnjám og aft­ur­enda ásamt föt­um fyr­ir hnjaski,“ seg­ir Dögg.

Prófaði sig áfram

Í leg­stein­inn notaðist Dögg við efnivið eins og corten-stál, kop­ar og kork. „Í byrj­un var mein­ing­in að nota stein­plötu eða kera­mik­plötu, helst í græn­um lit, á topp­inn og láta rista nafnið í með letri sem minnti á rúna let­ur sem ég hannaði með rún­ir í huga. En þar sem það var of dýrt og mikið vesen að fá skorið þenn­an stein með rúnuðum könt­um eða gera kera­mik plötu sem passaði í stein­inn þá varð kop­ar fyr­ir val­inu sem toppþak á stein­inn, enda eru flest­ar kirkj­ur í Kaup­manna­höfn með þak úr kop­ari sem eld­ist vel og breyt­ir um lit með tím­an­um og verður oft­ast fal­lega græn­blátt eða ljós græn á lit­in,“ seg­ir Dögg.

„Svipað ger­ist með corten stálið það breyt­ir um lit og ryðgar yf­ir­borðið oft í fal­leg­an brún­rauðan lit. Þetta eru því efni sem er mikið not­ast við í dönsk­um arki­tekt­úr og eld­ast vel með tím­an­um ut­an­dyra og verða oft fal­leg­ir á lit­inn. Því breyt­ist steinn­in með tím­an­um eins og sjálf sorg­in sem breyt­ist með tím­an­um,“ bæt­ir hún við.

Dögg seg­ir stein­inn í byrj­un vera silfraðan og gull­litaðan, en eft­ir ein­hver ár end­ar hann rauðbrúnn og pastelgrænn. „Ég prófaði hinar ýmsu til­raun­ir með að fá stein­inn eða kopar­plöt­una græn­bláa eins og kop­ar verður eft­ir 3-15 ár ut­an­dyra. Ég prufaði salt, edik, sojasósu og plöntu­víta­mín sem ég bar á plöt­una sem var í plast­kassa með loki. Und­ir plöt­unni sem lá á fjór­um glös­um með sal­miak spíra og úr varð þessi lit­ur sem endaði á stein­um,“ út­skýr­ir hún.

„Ég held ég hafi gert þetta aft­ur og aft­ur, sirka sjö sinn­um í 3-12 tíma í senn og svo lagði ég þetta í heitt vatnsbað á milli og þurrkaði. Á end­an­um varð þetta soldið eins og mál­verk með litar­brigðum,“ bæt­ir hún við.

„Allt er hægt að geyma inni í steininum ásamt t.d. …
„Allt er hægt að geyma inni í stein­in­um ásamt t.d. pela af Brenni­víni, en járn­sætið sem er utan á stein­in­um er læst við hurðina og er það sjálft formið af sæt­inu sem skap­ar form leg­steins­ins.“

Þurfti að huga að þjóf­um og mús­um

Spurð hvað hafi verið mest krefj­andi í hönn­un­ar­ferl­inu seg­ir Dögg það hafa verið að finna út úr því hvar hægt væri að staðsetja geymsluplássið og sætið í stein­in­um sjálf­um. „Fyrst huggsaði ég að það væri sniðugt að hafa opna skúffu með öll­um græj­un­um á bakvið stein­inn og nota hana til að sitja á, en þá kom í ljós að flest­ir stein­ar eru upp við hekk og trjárunna hér i Kaup­manna­höfn og því ekki hægt að opna skúff­una aft­an frá,“ seg­ir hún. 

„Þar sem minni stein­ar á gra­freiti fyr­ir duft­ker þurfa helst að liggja með halla svo text­inn sjá­ist og auðveldera er að hreinsa regn­vatn og snjó af þá fór ég nán­ast eft­ir þeirri reglu. Líka vegna þess að í Sóllandi í Reykja­vík þar sem for­eldr­ar mín­ir eru jarðaðir eru mest hól­ar og því bara leyfi­legt að nota liggj­andi steina á því svæði. Ég vildi líka hugsa um ís­lensk­ar aðstæður og ekki bara dansk­ar,“ seg­ir hún. 

Á hinn bóg­inn seg­ir Dögg það skemmti­leg­asta við hönn­un­ar­ferlið hafa verið að leysa vanda­málið svo bæði hönn­un­in, efniviður­inn og út­litið hald­ist í hend­ur. „Svo er alltaf gam­an að ræða við fólk sem teng­ist verk­inu á ein­hvern hátt, eins og t.d. hér þeim sem vinna í kirkju­görðunum og aðstand­end­ur sem höfðu áhuga á að spjalla um hvað var þörf á. Í fyrstu ætlaði ég t.d. ekki endi­lega að hafa hurð á stein­in­um né lás til að læsa öllu sam­an. Ég hélt að það væru hvorki þjóf­ar né mýs og rott­ur að flækj­ast um svona fína kirkju­g­arða,“ seg­ir Dögg.

„Þá var mér bent á ef að hand­fangið á set­unni væri svona stórt og það væri bara hola fyr­ir aft­an þá myndi allt fyll­ast af mús­um eða rott­um inni í stein­in­um. Því var lát­in hurð og hand­fang sem hægt var að nota til að setja lás á hurðina og sætið. Þá yrði því ekki stolið né græj­un­um sem eru geymd­ar inni í stein­in­um, því það flækj­ast víst líka þjóf­ar fyr­ir í kirkju­görðum og stela hlut­um,“ bæt­ir hún við.

Hafa fengið góðar viðtök­ur hér­lend­is og er­lend­is

Verk Dagg­ar sem tengj­ast dauðanum hafa fengið góð viðbrögð bæði hér­lend­is og er­lend­is. „Bæði þetta verk og verkið frá því í fyrra komst í Pólitiken og fengu góða um­fjöll­un á net­miðlum í Dan­mörku og er­lend­is. Það sama má segja um duft­ker­in, en þau fengu góðar viðtök­ur eft­ir að við sýnd­um þau á Hönn­un­ar­mars í vor,“ seg­ir hún. 

Dögg hannaði duftkerin ásamt Heiðu Einarsdóttur og Þórhildi Einarsdóttur.
Dögg hannaði duft­ker­in ásamt Heiðu Ein­ars­dótt­ur og Þór­hildi Ein­ars­dótt­ur.

Það er margt spenn­andi framund­an hjá Dögg sem er með marga bolta á lofti, en á næst­unni kem­ur á markað sófa­borð sem hún hef­ur unnið að að und­an­förnu. „Svo er spurn­ing að hanna fleiri hluti fyr­ir nýtt líf í framtíðinni og ekki bara dauðann, en ég væri al­veg til í að hanna til dæm­is vöggu með góðu nota­gildi,“ seg­ir hún að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda