„Hátíðin býður upp á mikla möguleika fyrir hönnuði“

Auður Gná Ingvarsdóttir listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar segir frá fjórum sýningum …
Auður Gná Ingvarsdóttir listrænn stjórnandi Rammagerðarinnar segir frá fjórum sýningum sem fram fara á HönnunarMars. mbl.is/Ásdís

Í dag verður nýtt sam­stafs­verk­efni Ramma­gerðar­inn­ar og 66°Norður kynnt til leiks við Lauga­veg 31 eða þar sem Kirkju­húsið var áður til húsa. Hul­unni verður svipt af verk­efn­inu í dag klukk­an 18.00 í tengsl­um við Hönn­un­ar­Mars sem opn­ar form­lega í dag. Verk­efnið Lopi Fur inni­held­ur bak­poka, snyr­titösku og loðhúfu og koma vör­urn­ar í tak­mörkuðu upp­lagi. 

Vör­urn­ar eru unn­ar úr 100% Lopi fur frá Ístex, sem er ólituð ofin ís­lensk ull með bóm­ull­ar und­ir­lagi. Efnið lík­ist feldi og því er ráðlagt að hugsa vel um hana og greiða hár­in með breiðum kambi.

„Okk­ur fannst til­valið að nota verðandi hús­næði Ramma­gerðar­inn­ar á Lauga­vegi til að hýsa þess­ar fjór­ar áhuga­verður sýn­ing­ar og ákváðum að nota tæki­færið og nota húsið und­ir sýn­inga­hald og leyfa gest­um að koma inn í þetta fal­lega rými sem verður von bráðar opnað í glæsi­legu formi eft­ir mikl­ar end­ur­bæt­ur. Á þess­um fjór­um sýn­ing­um verða kynnt­ar nýj­ar vör­ur og vöru­lín­ur og það verður mjög ólík nálg­un á hverj­um viðburði,“ seg­ir Auður Gná Ingvars­dótt­ir list­rænn stjórn­andi Ramma­gerðar­inn­ar. 

Svona lítur húfan út í samstarfsverkefninu Lopi Fur en línan …
Svona lít­ur húf­an út í sam­starfs­verk­efn­inu Lopi Fur en lín­an inni­held­ur líka bak­poka og snyr­titösku.

Hún seg­ir að  Ramma­gerðin og 66°Norður eigi mikla sögu hvort um sig sem teng­ist ís­lensku hand­verki þótt ólíkt sé svo ekki sé talað um hönn­un í seinni tíð. 

„Hug­mynd­in var búin að vera í ein­hvern tíma í umræðunni, en ákveðið var að fara af stað og þróa línu fylgi­hluta eft­ir að hafa skoðað ullar­efni sem Ístex hef­ur þróað á und­an­förn­um miss­er­um. Okk­ur fannst það til­valið að tengja fyr­ir­tæk­in sam­an á þenn­an hátt, vinna með nýja nálg­un á ís­lensku ull­inni og færa hana í vör­ur sem hönnuðir 66°Norður þróuðu og nýttu alla þá þekk­ingu sem þeir búa yfir varðandi tækni­leg efni. Þannig náðu þessi tvö fyr­ir­tæki að blanda sín­um áhersl­um sam­an á mjög skemmti­leg­an hátt. Sýn­ing Lopa fur vöru­lín­unn­ar heit­ir Arctic Sum­mer og ætl­un­in er að búa til ís­lenska strand­ar­stemmn­ingu á fyrstu hæð hús­næðis Ramma­gerðar­inn­ar,“ seg­ir hún. 

Auður Gná nefn­ir sýn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu Pe­tit art prints, en það hef­ur sér­hæft sig í fjöl­feld­um tengd­um frum­verk­um ís­lenskra sam­tíma lista­manna, sem prentuð eru á papp­ír.

„Á sýn­ing­unni Berg­mál verður aft­ur á móti kynnt ann­ars kon­ar fjöl­feldi sem prjónað er í prjóna­verk­smiðju Varma eft­ir frum­verki Hönnu Dís­ar Whitehead. Þetta verða því fyrstu fjöl­feld­is prjóna­verk­efn­in sem vitað er til að verði fram­leidd og eru auk þess úr ís­lenskri ull.  Svo er það sýn­ing­in Spegl­un sem tefl­ir sam­an tveim­ur hand­verks­mönn­um í gegn­um einn og sama hlut­inn. 

Sýningin „Bergmál“ er tilraun þar sem upprunaleg listaverk eiga í …
Sýn­ing­in „Berg­mál“ er til­raun þar sem upp­runa­leg lista­verk eiga í sam­tali við end­ur­gerð sína, en sýn­ing­in er sam­starfs­verk­efni PE­TIT ART­PRINTS og Ramma­gerðar­inn­ar.

Al­dís og Davíð Georg hönnuðu fyr­ir nokkru ilm­ker sem er hand­rennt kera­mik og ákveðið var að leita til And­ers hjá Reykja­vík Glass og fá hann til að búa til sama hlut­inn en úr munn­blásnu gleri. Í tengsl­um við ilm­kerið, sem unnið var í sam­vinnu við Ramma­gerðina, hef­ur arki­tekt­inn Davíð Georg hannað ilmupp­lif­un, þar sem ilm­kerið er orðið eins og hver ann­ar sýn­ing­ar­grip­ur og auk þess bæt­ist við upp­lif­un­ina ilm­ir þróaðir af Fischer­sund sér­stak­lega fyr­ir þessa til­teknu vöru,“ seg­ir Auður Gná. 

Gagn­virk­ar vernd­ar­ver­ur er síðan þriðja sýn­ing­in og hún er á veg­um Saga Kakala og þar er verið að kynna nýja línu af silk­is­læðum sem eru að þessu sinni hannaðar af Maríu Guðjohnsen, en hver ný lína sem fram­leidd hef­ur verið frá Saga Kakala er tengd ein­um til­tekn­um hönnuði, lista­manni eða arki­tekt. 

Spurð um mik­il­vægi Hönn­un­ar­mars fyr­ir ís­lenska hönnuði seg­ir Auður Gná hann vera tæki­færi til að koma ís­lenskri hönn­un nær áhuga­fólki í gegn­um sýn­ing­ar hönnuða. 

„Hátíðin býður upp á mikla mögu­leika fyr­ir hönnuði að kynna sín­ar vör­ur og hug­mynda­fræði og opna á sam­tal varðandi mik­il­vægi hönn­un­ar og skap­andi hugs­un­ar. Þetta er frá­bær hátíð sem gríp­ur svo vel tíðarand­ann og er bara al­mennt mjög skemmti­leg afþrey­ing sem all­ir ættu að kynna sér,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda