Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun?

Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi Fólk, Erik Rimmer ritstjóri Bo Bedre …
Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi Fólk, Erik Rimmer ritstjóri Bo Bedre og Sigga Heimis hönnunarstjóri verða í Landsbankanum í dag klukkan 16.30. Samsett mynd

Hönn­un­ar­Mars stend­ur sem hæst um alla borg en hátíðin var opnuð form­lega á miðviku­dag­inn. Á Hönn­un­ar­Mars sýna hönnuðir afurðir sín­ar og kynna hug­vit sitt fyr­ir lands­mönn­um. Það þýðir þó ekki að hanna eitt­hvað stór­kost­legt ef eng­inn kaup­ir hönn­un­ina. Í dag verða pen­ing­ar og hönn­un til um­fjöll­un í Lands­bank­an­um þar sem reynslu­mikl­ir ein­stak­ling­ar úr heimi hönn­un­ar og fjár­fest­inga verða með er­indi.

Erik Rimmer, rit­stjóri danska hönn­un­ar­tíma­rits­ins BO BEDRE, er heiðurs­gest­ur viðburðar­ins en með er­indi verða Ragna Sara Jóns­dótt­ir stofnaði FÓLK, Martta Lou­ek­ari sam­skipta­stjóri hjá JUNI, Heiðdís Inga Hilm­ars­dótt­ir, verk­efna­stjóri í sjálf­bærni­mál­um Krón­unn­ar og Sigga Heim­is hönn­un­ar­stjóri. 

Á viðburðinum verður fjallað um tæki­fær­in sem fel­ast í að fjár­festa í hönn­un og mik­il­vægi þess. Hvers vegna á að fjár­festa í hönn­un og hvernig fara hönnuðir að því að sækja sér fjár­magn? 

Eft­ir er­ind­in verða panelum­ræður. Maria Porro, for­seti ít­ölsku hönn­un­ar­vik­unn­ar Salone del Mobile, Marta Her­manns­dótt­ir fjár­fest­inga­stjóri hjá Eyri, Erik Rimmer, Ragna Sara Jóns­dótt­ir hjá Fólk og Martta Lou­ek­ari sam­skipta­stjóri hjá JUNI taka þátt í umræðunum. 

Sætafram­boð er tak­markað og skrán­ing nauðsyn­leg. Tryggðu þér sæti hér.

Viðburðurinn er í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans.
Viðburður­inn er í nýj­um höfuðstöðvum Lands­bank­ans. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda