Dreymir þig um að eiga 2.800 fm sveitasetur í Grímsnesi?

Dreymir þig um að eiga sveitasetur í Grímsnesi?
Dreymir þig um að eiga sveitasetur í Grímsnesi? Samsett mynd

Margir eiga sér drauma um rólegra líf í sveitasælunni þar sem tempóið er aðeins hægara en gengur og gerist í borginni. Við Brúarholt í Grímsnesi er að finna sveitasetur sem stendur á fallegu bæjarstæði efst í Grímsnesinu og gæti ef til vill uppfyllt drauma og ævintýraþrá einhverra.

Jörðin telur alls 36 hektara og á henni standa hvorki meira né minna en 13 mannvirki. Sveitasetrið gekkst undir mikla endurbætur vorið 2023 og er nú starfrækt þar sjarmerandi sveitahótel.

Hlaðan hefur verið innréttuð sem sjarmerandi veislusalur.
Hlaðan hefur verið innréttuð sem sjarmerandi veislusalur. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Sveitasetrið stendur á fallegum stað í Grímsnesinu.
Sveitasetrið stendur á fallegum stað í Grímsnesinu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Allt að 300 manns geta dansað í hlöðunni

Á jörðinni er hlaða sem hefur verið innréttuð sem veislusalur undir hina ýmsu viðburði, svo sem brúðkaup, tónleika og árshátíðir, en þar rúmast allt að 200 manns í borðhald og 300 manns í dans. Á jörðinni eru samanlagt 41 herbergi í nokkrum mismunandi húsum.

Það eru ekki einungis skemmtilega innrétt hús á jörðinni og náttúrufegurðin í kring sem vekur athygli heldur líka glæsilegur Ford Bronco bíll, líklega frá áttunda áratugnum, sem gleður sannarlega augað.

Óskað er eftir tilboði í sveitasetrið, en fram kemur á fasteignavefnum að fasteignamatið sé 301.580.000 krónur og brunabótamatið 1.880.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Brúarholt 2

Glæsilegur Ford Bronco skemmir ekki fyrir!
Glæsilegur Ford Bronco skemmir ekki fyrir! Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Húsin hafa verið innréttuð á skemmtilegan máta.
Húsin hafa verið innréttuð á skemmtilegan máta. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál