Nýmóðins „annað heimili“ við Eyjafjörð

Sófarnir í stofunni voru keyptir í Heimahúsinu. Stofuborðin eru frá …
Sófarnir í stofunni voru keyptir í Heimahúsinu. Stofuborðin eru frá Gubi og púðarnir voru keyptir Magnolia. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhússarkitektinn Berglind Berndsen hannaði sumarhús í Hörgársveit við Eyjafjörð að innan. Það er staðsett rétt fyrir utan Akureyri á fallegum útsýnisstað. Eigendur hússins gerðu garðinn í kringum húsið og létu steypa heitan pott sem er til mikillar prýði.

Berglind Berndsen innanhússarkitekt.
Berglind Berndsen innanhússarkitekt.

Húsin eru samtals þrjú og voru reist á árunum 2022 og 2023. Aðalhúsið er um 200 fm að stærð og er útihúsið 75 fm ásamt bílskúr. Þau voru ennþá á teikniborðinu þegar Berglind fékk verkefnið í hendurnar. Hún segist því hafa fengið að koma að hönnuninni sjálfri og náð að hafa nokkur áhrif á skipulagið.

„Þetta verk í heild sinni er afskaplega vel heppnað, vel skipulagt og úthugsað í þaula. Mér var sýnt mjög mikið traust hvað varðar hönnunina sjálfa sem er einstakt í svona viðamiklu verkefni,“ segir Berglind.

Öll ljósin í húsinu eru frá Lúmex.
Öll ljósin í húsinu eru frá Lúmex. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar og fær steinninn að …
Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar og fær steinninn að njóta sín vel í eldhúsinu. Barstólarnir eru frá Gubi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hverjar voru óskir húsráðenda?

„Eigendur vildu fyrst og fremst skapa fallegt og notalegt „annað heimili“ sem væri samt sem áður allt öðruvísi en heimili þeirra í bænum. Hugmyndin var einnig að leigja húsið út til ferðamanna og fannst okkur því mikilvægt að hafa grunninn einfaldan, með hlýlegu og notalegu yfirbragði en um leið mjög praktískan sem myndi standast tímans tönn,“ segir Berglind.

Notalegheit voru í forgrunni þegar húsið var hannað og vildi Berglind ná fram ákveðinni ró með ljósum og dempuðum jarðtónum í alrými en dekkri brúntóna lit inni í svefnherbergjum og á baðherbergjum. Hún notaði svarta sprautulakkaða eik og svart granít í innréttingar.

„Ég passaði upp á að hafa samræmi í lita- og efnisvali svo fallegt flæði myndi skapast á milli rýma og húsanna. Ég notaði svartar „terrasso“-flísar frá Agli Árnasyni á öll gólf en í svefnherbergjum varð fallegt og notalegt parket frá Birgissyni fyrir valinu. Svo setti ég flennistórar mottur frá Magnolia í öll rými til að skapa hlýleika og mýkt. Bekkurinn við gluggann skapar einnig skemmtilega stemmningu og svo setur arinninn í stofunni punktinn yfir i-ið,“ segir Berglind.

Dempaðir og hlýlegir litir einkenna húsið. Hér sést hvað það …
Dempaðir og hlýlegir litir einkenna húsið. Hér sést hvað það kemur vel út að hafa frístandandi kamínu í stofunni. Teppið var keypt í Magnolia. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Púðarnir eru frá Magnolia.
Púðarnir eru frá Magnolia. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Mottan var keypt í Magnolia.
Mottan var keypt í Magnolia. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Útsýnisgarður

Eigendurnir hönnuðu garðinn sjálfir með góðum árangri en í garðinum er steyptur pottur sem er til mikillar prýði.

„Eigendur sáu alfarið um garðinn og lóðina sjálfir. Eins hannaði eigandinn sjálfur útipottinn sem er niðurgrafinn og steyptur á staðnum. Hann býr til ótrúlega skemmtilega og notalega stemmningu og útsýnið frá honum er himneskt, beint út á fjörðinn. Eins bjó eigandinn til ofboðslega fallega gönguleið frá útihúsi að aðalhúsi sem vísar beint út á fjörðinn,“ segir Berglind.

Það er hægt að slaka vel á í steypta pottinum en í húsinu er líka sána. Þegar Berglind er spurð að því hvort slíkt njóti vinsælda í dag segir hún svo vera.

„Ég er mikill aðdáandi sána, og sérstaklega þurrgufa. Eigandinn var einnig með þá ósk, og okkur fannst það mjög mikilvægt, að gengið væri inn í sánuna innan frá úr húsinu en ekki að utan. Ég tel það vera mikil mistök að fara inn í sánu utan frá, það tapast svo mikill hiti við það. Sánan sjálf er mjög vel heppnuð. Þegar setið er inni í sánunni sjálfri er maður með beint útsýni niður á fjörðinn. Mjög rómantísk og falleg sýn,“ segir Berglind.

Hurðirnar eru sprautulakkaðar og úr eik. Flísarnar á gólfunum koma …
Hurðirnar eru sprautulakkaðar og úr eik. Flísarnar á gólfunum koma frá Agli Árnasyni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hverju er fólk að kalla eftir þegar sumarhús eru annars vegar?

„Mér finnst ofboðslega gaman að hanna sumarhús því þetta eru ekki aðalheimili fólks og eru því eigendur oftar en ekki til í að gera eitthvað allt öðruvísi en heima hjá sér. Í grunninn eru flestir þó alltaf að leita að því sama: Afslöppuðu og notalegu yfirbragði, þar sem kyrrð og ró ríkir,“ segir Berglind.

Svefnherbergin eru máluð í dekkri lit en alrýmið. Útsýnið úr …
Svefnherbergin eru máluð í dekkri lit en alrýmið. Útsýnið úr hjónaherberginu er róandi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar og fær steinninn að …
Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar og fær steinninn að njóta sín vel í eldhúsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Allar innréttingar voru sérsmíðaðar. Hér sést hvað það er fallegt …
Allar innréttingar voru sérsmíðaðar. Hér sést hvað það er fallegt að hafa tvo spegla í staðinn fyrir einn stóran. Veggljósið var keypti í Lúmex. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Frístandandi vaskur fellur vel inn í umhverfið.
Frístandandi vaskur fellur vel inn í umhverfið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Axel Darri
Berglind segir að sána njóti vaxandi vinsælda. Þessi sána er …
Berglind segir að sána njóti vaxandi vinsælda. Þessi sána er hönnuð þannig að innangengt er í hana. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Flísarnar á gólfinu koma frá Agli Árnasyni.
Flísarnar á gólfinu koma frá Agli Árnasyni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Axel Darri
Húsin eru þrjú og tengjast á heillandi hátt.
Húsin eru þrjú og tengjast á heillandi hátt. Ljósmynd/Axel Darri
Ljósmynd/Axel Darri
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Axel Darri
Ljósmynd/Donald Boyd
Steyptar gangstéttar prýða garðinn.
Steyptar gangstéttar prýða garðinn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Steypti potturinn er notaður allan ársins hring en eins og …
Steypti potturinn er notaður allan ársins hring en eins og sést á myndinni er ekki síðra að njóta lífsins í pottinum á veturna. Ljósmynd/Donald Boyd
Steypti potturinn í garðinum er mikil gersemi en í honum …
Steypti potturinn í garðinum er mikil gersemi en í honum er hægt að njóta útsýnis yfir Eyjafjörðinn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál