Fengu hugmyndina að garðhúsinu í eigin brúðkaupi

Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson.
Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Jó­hanna Bryn­dís og Ágúst Ólaf­ur festu kaup á ein­býl­is­húsi á Seltjarn­ar­nesi og þegar þau gengu í hjóna­band héldu þau veislu í garðinum. Á dög­un­um settu þau gróður­hús í garðinn þar sem þau rækta kryd­d­jurtir og ým­is­legt góðgæti.

Á held­ur þung­bún­um rign­ing­ar­degi í maí voru hjón­in Jó­hanna Bryn­dís Bjarna­dótt­ir og Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son heim­sótt í garðinn sinn á Seltjarn­ar­nesi. Jó­hanna Bryn­dís starfar sem tann­lækn­ir en hún lét ný­lega af störf­um sem formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands. Ágúst Ólaf­ur er fyrr­ver­andi alþing­ismaður og efna­hags­ráðgjafi for­sæt­is­ráðherra og hef­ur und­an­farið unnið við kennslu við Há­skóla Íslands auk þess sem hann starfar við ráðgjöf. Þá er Ágúst einnig í doktors­námi í op­in­berri stjórn­sýslu og sit­ur nú í stjórn Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands.

Ágúst og Jóhanna eru fagurkerar sem kunna að raða saman …
Ágúst og Jó­hanna eru fag­ur­ker­ar sem kunna að raða sam­an fal­leg­um hlut­um. Þess­ar lukt­ir og eld­stæði eru fyr­ir utan húsið. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
IKEA-ljósið nýtur sín vel.
IKEA-ljósið nýt­ur sín vel. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Finnst gam­an að fylgj­ast með líf­inu í kring­um garðinn

Þegar gengið er inn í garðinn þeirra er garðhúsið á hægri hönd og stór heit­ur pott­ur á þá vinstri en við blas­ir grænt holt og eng­in hús þannig að til­finn­ing­in er eins og að vera uppi í sveit þótt húsið sé á Seltjarn­ar­nesi.

„Okk­ur finnst þetta ynd­is­legt hús og staðsetn­ing­in frá­bær, við erum efst við Val­húsa­hæðina. Það eru ein­stök gæði að hafa Holtið, eins og inn­fædd­ir kalla Val­húsa­hæðina, al­veg upp við garðinn okk­ar. Nátt­úr­an verður ekki mikið nær okk­ur en það,“ seg­ir Ágúst og bæt­ir við að fugl­arn­ir syngi þar kvölds og morgna. „Okk­ur finnst gam­an að sitja í garðinum eða á svöl­un­um og fylgj­ast með mann­líf­inu og dýra­líf­inu sem þar fer um. Þar sem holtið tek­ur beint við af garðinum virk­ar garður­inn því mun stærri en hann er í raun og veru.“

Garðhúsið er staðsett á veröndinni í garðinum.
Garðhúsið er staðsett á ver­önd­inni í garðinum. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
Hér gengur ræktun vel.
Hér geng­ur rækt­un vel. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
Það kemur vel út að hafa öll blómin í eins …
Það kem­ur vel út að hafa öll blóm­in í eins pott­um. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Suðurg­arðarn­ir á Seltjarn­ar­nes­inu veður­sæl­ir

Þegar spurn­ing­in um veðrið og rokið á Nes­inu er bor­in upp stend­ur ekki á svör­um. „Það er mik­il þjóðsaga að halda því fram að það sé alltaf rok úti á Nesi. Það er mjög auðvelt að finna logn, það er að segja ef maður leggst flatur niður á jörðina í ein­hverju hús­horni. En að öllu gríni slepptu þá eru suðurg­arðarn­ir hér af­skap­lega veður­sæl­ir og við erum hepp­in að þannig ligg­ur okk­ar garður. Við get­um meira að segja haft sól­bekki sem hagg­ast ekki, stór­an hluta árs­ins. Okk­ur tekst jafn­framt að borða í garðinum þegar þannig viðrar,“ seg­ir Ágúst og bæt­ir við: „Ann­ars get­um við einnig mælt með að hafa hita­ljós úti en við erum með þannig á svöl­un­um sem við nýt­um okk­ur mikið. Að sitja úti árið um kring með góðan kaffi­bolla und­ir ull­arteppi og heitu ljósi eru sér­stök lífs­gæði sem seint verða of­met­in.“

Hlaðið grjót gefur villt yfirbragð sem minnir á móa.
Hlaðið grjót gef­ur villt yf­ir­bragð sem minn­ir á móa. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Segja vinnu í garðinum virka eins og heil­un

Þau fluttu í húsið fyr­ir þrem­ur árum og segj­ast hafa verið að dytta að bæði hús­inu og garðinum síðan þá. Þau taka skýrt fram að þau séu eng­ir sér­fræðing­ar í garðrækt en séu að prófa sig áfram og læra. „Eins og allt miðaldra fólk þá erum við far­in að upp­götva gildi þess að rækta garðinn sinn. Við höf­um því verið að kynn­ast þessu skemmti­lega verk­efni sem er rækt­un og garðvinna. Við erum búin að planta nokkr­um trjám og blóm­um í garðinum en rækt­un­in fer helst fram í gróður­hús­inu. Að vinna í garðinum og að plönt­um get­ur einnig virkað sem ákveðin heil­un sem við bæði get­um vel mælt með. Svo er lík­am­leg áreynsla, s.s. öfl­ug­ur slátt­ur eða ut­an­húss­mál­un, alltaf gulls ígildi.“

Þetta listaverk setur svip sinn á garðinn en það var …
Þetta lista­verk set­ur svip sinn á garðinn en það var í hon­um þegar hjón­in keyptu húsið. Það heit­ir Gos og er eft­ir Guðbjörn Gunn­ars­son mynd­höggv­ara. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Rækta mikið af ma­t­jurt­um í gróður­hús­inu

Þau segj­ast hafa verið að prófa sig áfram í rækt­un­inni og ekki síst ma­t­jurta­rækt­un. „Við höf­um verið að prófa ýmsi­legt, ekki síst í gróður­hús­inu. Nú eru það tóm­ata­plönt­ur, sítr­ónu­tré, rós­ir, vín­berjaviður, hind­berja­tré, jarðarber og manda­rín­ur sem eru mest áber­andi. Svo erum við auðvitað að rækta basilíku, myntu, graslauk, kórí­and­er, kletta­sal­at og stein­selju svo eitt­hvað sé nefnt og núna er þetta allt að byrja að taka við sér. Nán­ast á hverj­um morgni er hlaupið út í hús og er mik­ill fögnuður við hverja græna sprettu sem finnst,“ segja þau og bæta við að Ágúst hafi fengið fal­legt gull­regn frá Jó­hönnu í morg­un­gjöf eft­ir brúðkaupið. „Við reyn­um við að hlúa mjög vel að því, rétt eins og að hjóna­band­inu. Ann­ars sér hund­ur­inn okk­ar hann Loki sam­visku­lega um vökvun á trénu.“

Fengu hug­mynd­ina að garðhús­inu út frá tjaldi sem þau reistu í eig­in brúðkaupi

Gróður­húsið set­ur mik­inn svip á garðinn en í kring­um það er stór pall­ur með gróf­um hús­gögn­um úr pall­ett­um. En hvers vegna réðust þau í kaup á stóru garðhýsi? „Hug­mynd­in að því að fá okk­ur garðhýsi spratt upp þegar við héld­um brúðkaupið okk­ar í garðinum en þá sett­um við upp gott veislutjald þar sem gest­ir dönsuðu fram á rauða nótt. Þá sáum við að á þess­um stað væri góð hug­mynd að hafa gróður­hús og var það risið ári seinna.“

Kamínan býr til notalega stemningu í garðhúsinu, hjónin segjast oft …
Kamín­an býr til nota­lega stemn­ingu í garðhús­inu, hjón­in segj­ast oft kveikja upp í henni. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
Bekkirnir á pallinum eru í grófum stíl, settir saman úr …
Bekk­irn­ir á pall­in­um eru í gróf­um stíl, sett­ir sam­an úr pall­ett­um. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Gæðastund­irn­ar í garðhús­inu marg­ar og dýr­mæt­ar

Þau segja gróður­húsið mjög vel nýtt af öll­um í fjöl­skyld­unni hvort sem er af mann­fólki eða dýr­un­um þeirra, hund­in­um og kett­in­um. „Svo býr reynd­ar ein lít­il mús í gróður­hús­inu sem er al­sæl með þessa viðbót við húsið. Krakk­arn­ir okk­ar hafa einnig verið dug­leg­ir að fá vini sína þangað og þá fá þau og við gagn­kvæm­an frið hvert frá öðru. Við höf­um líka verið með ófá mat­ar­boðin og veisl­urn­ar í hús­inu og við borðum í gróður­hús­inu allt árið um kring. Við erum búin að eiga marg­ar gæðastund­ir þar, hvort sem er við spil eða spjall. Í gróður­hús­inu hef­ur verið hald­in stúd­ents­veisla, jóla­boð, ný­árs­boð, sum­ar­boð, bekkjarteiti, alls kon­ar boð og trúnó-stund­ir,“ segja þau bros­andi.

„Við erum með litla kamínu í hús­inu sem set­ur veru­lega skemmti­leg­an tón í garðhúsið og það er síðan al­ger unun að fylgj­ast með snjó­korn­un­um falla á glerþakið á meðan eld­ur­inn snark­ar í kamín­unni. Á sumr­in lifn­ar síðan allt við enda mynd­ast fljótt nota­leg­ur Miðjarðar­hafs­hiti í hús­inu og þarna inni er alltaf logn,“ segja þau kím­in.

mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
Góð skilyrði eru fyrir matjurtaræktun inni í garðskálanum og hjónin …
Góð skil­yrði eru fyr­ir ma­t­jurta­rækt­un inni í garðskál­an­um og hjón­in eru dug­leg við að prófa alls kon­ar rækt­un eins og þetta sítr­ónu­tré. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
Kryddjurtir sem þau hjón hafa verið að koma til og …
Kryd­d­jurtir sem þau hjón hafa verið að koma til og stefna á að koma í potta von bráðar. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda