Fjölmiðlakóngar selja höll í Breiðholtinu

Magnús Hreggviðsson og Erla Haraldsdóttir.
Magnús Hreggviðsson og Erla Haraldsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Hreggviðsson og Erla Haraldsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Breiðholtinu á sölu. Hjónin áttu tímaritaútgáfuna Fróða sem gaf meðal annars út tímaritið Séð og Heyrt sem var mest lesna tímarit landsins á frumárum þess. Fróði gaf líka út fleiri glanstímarit sem nutu vinsælda og voru fjölmiðlakóngar þess tíma. Hjónin seldu tímaritaútgáfuna árið 2004 og Magnús stofnaði ráðgjafafyrirtækið Firma Consulting í kjölfarið. 

Magnús og Erla festu kaup á einbýlishúsinu við Þingasel árið 2013 en það var áður í eigu félags Magnúsar FSM ehf. Húsið var reist 1979 og er 314 fm að stærð. 

Hringstiginn á milli hæða er voldugur með laxableiku golfteppi.
Hringstiginn á milli hæða er voldugur með laxableiku golfteppi.
Glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð prýðir skrifstofuna.
Glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð prýðir skrifstofuna.
Stórir leðursófar eru áberandi á heimilinu.
Stórir leðursófar eru áberandi á heimilinu.

Dallas-stemning

Húsið er höfðinglegt að sjá en þegar inn í það er komið tekur við stór og myndarlegur hringstigi sem gæti verið litli bróðir hringstigans á Southfork í sjónvarpsþáttunum Dallas. Marmari er á gólfum sem gerir forstofuna sérlega glæsilega. Stiginn er teppalagður með laxableiku ullarteppi sem flæðir upp á efri hæðina þar sem samliggjandi stofur og eldhús taka á móti fólki. Bogadregnum línum er gert hátt undir höfði og eru hurðarop og gluggi í þeim stíl. 

Á neðri hæðinni er sérlega flott heimaskrifstofa, eða bókastofa, með viðarklæddum veggjum - ekki ólíkt og var á skrifstofu Ewing-bræðranna í Dallas. Þar er líka glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð og tvöföld glerjuð fulningahurð sem er í sama stíl og viðarveggirnir. Gunnar Magnússon húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt hannaði bókastofuna með mahony-innréttingum en hann hannaði líka Hótel Holt að innan sem þykir vera eitt virðulegasta hótel miðbæjarins. 

Heimilið er smekklega innréttað með klassískum húsgögnum: stórum leðursófum, glerborðum og heillandi lömpum. 

Veröndin er teppalögð með gervigrasi.
Veröndin er teppalögð með gervigrasi.

Garðurinn í kringum húsið er vel hirtur og skipulagður. Á veröndinni er gervigras sem er praktískt því ekki þarf að slá það. Húsið stendur við friðland með fallegri náttúru. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Þingasel 10

Veggirnir eru klæddir með við.
Veggirnir eru klæddir með við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál