Forsetaframbjóðandi selur glæsihús í Arnarnesi

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Arnar Þór Jónsson.
Hrafnhildur Sigurðardóttir og Arnar Þór Jónsson. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og Hrafnhildur Sigurðardóttir jógakennari hafa sett glæsihús sitt í Arnarnesi á sölu. Um er að ræða 409 fm einbýli á einni hæð sem reist var 1973. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 249.100.000 kr. 

Arnar Þór var gestur Heimilislífs á Smartlandi árið 2021 og í þættinum sést vel hversu einstakt húsið er. 

Húsið stendur við sjóinn og er einstakt útsýni út á Atlantshaf og út á Snæfellsjökul. Í kringum húsið er gróinn garður og fallegt um að litast. Í húsinu er sérstakur innigarður sem vekur athygli. Pallar eru allt í kringum húsið og heitur pottur með útsýni út á sjó. 

Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar og granít á borðplötum. Byggt var við húsið þar sem eldhúsið er staðsett en þar má sjá fallegan vegg úr sjónsteypu. Það er margt annað sem vekur athygli eins og til dæmis listaverkið fyrir ofan arininn. 

Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Hegranes

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál