Jón og Hafdís keyptu 290 milljóna útsýnishús

Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir hafa fest kaup á …
Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. mbl.is/Stella Andrea

Hjónin Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir hafa fest kaup á glæsilegu húsi á Seltjarnarnesi. Húsið er 322 fm að stærð og stendur á einstökum útsýnisstað við sjóinn. Húsið er við Hamarsgötu 4 en við götuna eru aðeins þrjú hús.

Einhver myndi segja að Hamarsgata væri dýrasta leynigata bæjarfélagsins en á lóðunum á númer 6 og 8 var byggt eitt hús sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, eiginmanns Friðriku Hjördísar Geirsdóttur fjölmiðlakonu.

Hamarsgata komst í fréttir þegar Kári lét rífa húsið á númer 8. Seinna stöðvaði Seltjarnarnesbær framkvæmdirnar. 

Hjónin keyptu húsið af Kristínu Bernhöft og greiddu 290.000.000 kr. fyrir það. 

Húsið er á pöllum og var reist 1978 eða sama ár og Dallas-þættirnir voru sýndir í sjónvarpinu. Allar innréttingar í húsinu eru upprunalegar og sérlega vandaðar. Í eldhúsinu er korkur á gólfunum en í stofum er parket.

Fallegur arinn er í stofunni og eru gluggar stórir og myndarlegir. Jón og Hafdís keyptu húsið 7. júní og fá það afhent 15. ágúst. 

Húsið við Hamarsgötu 4 er á pöllum og státar af …
Húsið við Hamarsgötu 4 er á pöllum og státar af einstöku útsýni út á sjó.
Húsið var reist 1978.
Húsið var reist 1978.

Fundu sig á Seltjarnarnesi 

Hjónin hafa fest rætur á Seltjarnarnesi en þau bjuggu áður í timburhúsi við Lindarbraut sem áður var í eigu Ragnheiðar Pétursdóttur Melsted. Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði innréttingar inn í húsið sem eru afar smekklegar og alveg í takt við anda hússins. 

Hjónin seldu húsið samhliða kaupunum á Hamarsgötu og er nýr eigandi hússins Daði Laxdal Gautason en hann keypti húsið í félagi við móður sína. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýja húsið!

Hér sjást húsin þrjú við Hamarsgötu og er hús Jóns …
Hér sjást húsin þrjú við Hamarsgötu og er hús Jóns og Hafdísar fyrir miðju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál