Ný stjórnarkona í Sýn selur lúxushöll í Garðabæ

Viðskiptakonan Petrea Ingileif Guðmundsdóttir hefur sett einstakt einbýlishús sitt í Akrahverfinu í Garðabæ á sölu. Petrea hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi og var um tíma forstjóri símafyrirtækisins Tal. Hún kom ný inn í stjórn Sýnar í vor þegar ný stjórn var kosin. 

Sigurður Hallgrímsson arkitekt hjá Arkþingi teiknaði húsið og Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan. Fjallað var ítarlega um innanhússhönnun hússins í bók Rutar Káradóttur Inni sem kom út 2015. Húsið er 361 fm að stærð og var það reist 2011. 

Dökkar súkkulaðibrúnar innréttingar prýða eldhúsið og er dökkur steinn á borðplötum. Í eldhúsinu eru tveir bakaraofnar og vínkælir svo eitthvað sé nefnt. Eldhúsið er sérhannað fyrir veisluglaða matgæðinga sem elska að elda og baka á sama tíma. Í eldhúsinu er stór og myndarleg gaseldavél. 

Fyrir framan eyjuna eru sófar sem er svolítið öðruvísi en gengur og gerist. 

Í húsinu eru sjö svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Gólfin eru flotuð og mikið lagt í hönnun hljóðvistar með niðurteknum loftum og falinni lýsingu. Eins og sjá má á fasteignavef mbl.is þá er mikið lagt í húsið og ekkert til sparað. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Góðakur 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál