Ágústa hans Gulla Helga selur húsið

Gulli Helga og Ágústa Valsdóttir.
Gulli Helga og Ágústa Valsdóttir. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Ágústa Valsdóttir móttökuritari hjá Dea Medica og eiginkona Gunnlaugs Helgasonar, Gulla Helga, fjölmiðlamanns og smiðs hefur sett glæsilegt raðhús hjónanna á sölu. Húsið er 211 fm að stærð og var reist 1973. 

Hjónin Ágústa og Gulli hafa búið í húsinu í meira en tvo áratugi og hafa þau nostrað við húsið. Hann færði til dæmis eldhúsið upp í stofu og um það var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Þar er að finna fallega og vandaða innréttingu með granítborðplötum. Einn veggurinn er notaður fyrir háa skápa en þar er myndarlegur tækjaskápur. 

Heimili hjónanna er smekklega innréttað með öllu því helsta sem gerir heimili heimilislegt. PH-ljós Louis Poulsen rammar stofuna inn og passar vel fyrir ofan hringborðið. 

Fallegur garður tilheyrir húsinu en þar er að finna stóra tréverönd og skjólveggi sem skýla heimilismeðlimum fyrir veðri og vindum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Núpabakki 11

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál