Ómar selur Eames-stól vegna plássleysis

Ómar R. Valdimarsson lögmaður hefur sett heimsfrægan húsbóndastól á sölu.
Ómar R. Valdimarsson lögmaður hefur sett heimsfrægan húsbóndastól á sölu. Samsett mynd

Ómar R. Valdimarsson lögmaður hefur sett rándýran húsbóndastól á sölu á síðunni Húsgögn til sölu á facebook. Um er að ræða Lounge Chair frá Eames sem seldur er í Pennanum. Stóllinn er ein þekktasta hönnun Eames-hjónanna en hann var fyrst framleiddur 1956.

„Eames Lounge Chair og skemill, keypt í Pennanum til sölu. Stóllinn og skemillinn eru í fullkomnu ásigkomulagi. Selst vegna flutninga og plássleysis á nýjum stað. Selst nýr í Pennanum á 895.000 krónur,“ segir Ómar í auglýsingu á facebook. 

Hér má sjá auglýsingu Ómars á facebook.
Hér má sjá auglýsingu Ómars á facebook.

Ómar komst í fréttir á dögunum þegar honum var gert að endurgreiða fyrrverandi skjólstæðingi peninga vegna ofrukkunar. Kon­an sem um ræðir lenti í um­ferðarslysi í maí 2020 og leitaði til Ómars til að ann­ast mál sitt og inn­heimta bæt­ur úr hendi bóta­skylds trygg­inga­fé­lags. 

Tæp­um tveim­ur árum síðar und­ir­ritaði Ómar fullnaðar­upp­gjör við um­rætt trygg­inga­fé­lag fyr­ir hönd kon­unn­ar. Voru heild­ar­bæt­ur sam­kvæmt fullnaðar­upp­gjöri rúm­ar 4.4 millj­ón­ir króna, þar af 356 þúsund krón­ur vegna lög­manns­kostnaðar.

Það fór vel um stólinn í Hofslundi þar sem Ómar …
Það fór vel um stólinn í Hofslundi þar sem Ómar bjó ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni.

Eames-stóllinn tók sig vel út fyrir framan sjónvarpið á heimili Ómars og fyrrverandi eiginkonu hans við Hofslund í Garðabæ. Húsið var selt á dögunum. Berglind Berndsen hannaði allar innréttingar í húsið og var fjallað ítarlega um það í fjölmiðlum.

Alla sem dreymir um að eignast notaðan Eames-stól vita nú hvar hann er að finna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál