Keyptu óvænt íbúð í Stykkishólmi og gerðu hana upp frá a til ö

Nadia Katrín Banine festi óvænt kaup á íbúð í Stykkishólmi …
Nadia Katrín Banine festi óvænt kaup á íbúð í Stykkishólmi ásamt eiginmanni sínum. Samsett mynd

Inn­an­húss­hönnuður­inn og fast­eigna­sal­inn Nadia Katrín Ban­ine lauk ný­verið end­ur­bót­um á fal­legri íbúð í Stykk­is­hólmi sem hún festi óvænt kaup á ásamt eig­in­manni sín­um, Gunn­ari Sturlu­syni. Hjón­in féllu fyr­ir íbúðinni um leið og þau sáu út­sýnið yfir Breiðafjörðinn frá stofu­glugg­an­um, en þau eiga sterk­ar ræt­ur til Snæ­fells­ness. 

Nadia starfaði lengi sem flug­freyja hjá Icelanda­ir en í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um fór hún og lærði inn­an­húss­hönn­un hjá IED í Mílanó á Ítal­íu.

Síðan þá hef­ur Nadia hannað þó nokkr­ar eign­ir á sjarmer­andi máta, þar á meðal und­urfag­urt heim­ili sitt á Kárs­nes­inu þar sem hún er bú­sett ásamt eig­in­manni sín­um Gunn­ari Sturlu­syni, hund­un­um þeirra og þrem­ur dætr­um sem eru óðan að flytja að heim­an. 

Nadia og Gunnar eiga góðar minningar frá Snæfellsnesi en þar …
Nadia og Gunn­ar eiga góðar minn­ing­ar frá Snæ­fellsnesi en þar eru þau með hross­a­rækt.

Eiga góðar minn­ing­ar frá Snæ­fellsnesi

Nadia og Gunn­ar festu óvænt kaup á heill­andi íbuð í Stykk­is­hólmi sem þau hafa á und­an­förn­um mánuðum tekið í gegn frá a til ö. Útkom­an er sann­ar­lega glæsi­leg og seg­ist Nadia strax hafa verið ákveðin í að hafa íbúðina í „mid-cent­ury mód­ern“ stíl en með öll­um nú­tíma þæg­ind­um. 

„Maður­inn minn er al­inn upp í Stykk­is­hólmi og for­eldr­ar hans og bróðir búa þar svo við skrepp­um oft þangað. Við erum líka með jörð við Straum­fjarðará á Snæ­fellsnesi sem heit­ir Hrís­dal­ur þar sem við erum með hross­a­rækt og erum mikið þar. Þess vegna kom­um við oft í Hólm­inn að heim­sækja þau eða skreppa í búðina,“ seg­ir Nadia.

„Það var al­ger til­vilj­un að við ákváðum að kaupa þessa íbúð, en Gunn­ar er al­inn upp í hús­inu við hliðina og æsku­vin­ur hans bjó í íbúðinni þegar að þeir voru að al­ast upp svo hann þekkti íbúðina vel,“ bæt­ir hún við. 

Hjónin njóta þess að eyða tíma á jörð sinni við …
Hjón­in njóta þess að eyða tíma á jörð sinni við Straum­fjarðará.

Fal­leg form og ein­stakt út­sýni

Húsið var reist árið 1956, en aðspurð seg­ir Nadia að út­sýnið frá stof­unni út á hinn ægifagra Breiðafjörð hafi verið það fyrsta sem heillaði hjón­in upp úr skón­um. „Svo eru líka svo fal­leg form í íbúðinni, bæði rúnaðir vegg­ir og ein­stak­ur frá­gang­ur við glugga, þar sem vegg­ir eru í fláa að glugg­an­um, sem opn­ar svo mikið upp. Íbúðin sjálf var að frek­ar illa far­in að inn­an og mikið af glugg­un­um héldu ekki vatni og vind­um og þar af leiðandi mygla og raki á mörg­um stöðum. Við þurft­um því miður að hreinsa al­veg út úr íbúðinni, pússa niður suma vegg­ina og var mjög for­vitni­legt að sjá hvernig hún hafði verið ein­angruð í mörg­um lög­um inn­an frá,“ seg­ir Nadia.

Í framkvæmdunum kom í ljós að íbúðin hafði verið einangruð …
Í fram­kvæmd­un­um kom í ljós að íbúðin hafði verið ein­angruð í mörg­um lög­um.

„Við opnuðum á milli tveggja hurðaropa sem voru inn í stof­una og borðstof­una sem upp­haf­lega var með vegg á milli rýma. Við end­ur­nýjuðum all­ar lagn­ir, gól­f­efni og lang­flesta glugga. Maður­inn minn fann gaml­ar teikn­ing­ar af hús­inu og sá að upp­haf­lega glugga­setn­ing­in var ekki til staðar í borðstof­unni og þar sem við þurft­um að skipta um glugg­ana feng­um við nýj­an glugga sem er með frönsk­um rúðum eins og á upp­haf­legu teikn­ing­unni sem kem­ur svaka­lega fal­lega út. All­ir glugg­ar voru smíðaðir í gamla stíln­um hér á Íslandi,“ bæt­ir hún við. 

Nadia seg­ir baðher­bergið hafa verið stórt verk­efni þar sem þau þurftu að skræla allt út úr því. „Við fjar­lægðum gaml­an sturtu­klefa og lokuðum opum sem voru inn í stiga­gang­inn fyr­ir þvotta­vél­ina, en upp­haf­lega var inn­gengt úr svefn­her­berg­inu inn á baðið,“ seg­ir hún. 

Hjónin réðust í allsherjar framkvæmdir eftir að þau keyptu íbúðina.
Hjón­in réðust í alls­herj­ar fram­kvæmd­ir eft­ir að þau keyptu íbúðina.

„Það eru tvö svefn­her­bergi á efri hæðinni og annað með út­gengi út á sval­ir. Það var fata­skáp­ur sem skildi her­berg­in að en eng­inn milli­vegg­ur svo við minnkuðum annað her­bergið, stækkuðum hitt, sett­um upp vegg og kom­um fyr­ir skáp­um í báðum rým­um. Í öðru her­berg­inu er vegg­fóður en í hinu bjó ég til retró mynstur úr þunn­um hálf­mán­um sem eru límd­ir á vegg­inn og málaðir í sama lit og vegg­ur­inn.

Þriðja svefn­her­bergið er niðri, en gengið er niður um teppa­lagðan stiga úr eld­hús­inu sem er svolitið skemmti­legt. Eld­hús inn­rétt­ing­in er al­veg ný en við skeytt­um inn í hana skúffu ein­ingu og notaðum efri skápa sem við feng­um gef­ins úr gam­alli íbúð í Hamra­hlíð sem verið var að hreinsa út úr. Mér fannst það skemti­leg til­vís­un í gamla tím­ann,“ út­skýr­ir Nadia.

Hér sést eldhúsið áður en framkvæmdirnar hófust.
Hér sést eld­húsið áður en fram­kvæmd­irn­ar hóf­ust.
Útkoman er sannarlega glæsileg í eldhúsinu þar sem nýtt og …
Útkom­an er sann­ar­lega glæsi­leg í eld­hús­inu þar sem nýtt og gam­alt mæt­ist og skap­ar nota­lega stemn­ingu.

Inn­réttaði íbúðina í „mid cent­ury mód­ern“ stíl

Við val á inn­rétt­ing­um og hús­gögn­um hafði Nadia „mid cent­ury mód­ern“ stíl­inn í huga og valdi hvern hlut af mik­illi kost­gæfni. 

„Öll ljós í íbúðinni eru af er­lend­um upp­boðssíðum og það tók gíf­ur­leg­an tíma að finna hluti sem mér fannst passa inn í íbúðina. Það sem kom mér mest á óvart var að upp­gvöta hvað marg­ir eru til­bún­ir að gefa og henda hlut­um sem eru frá þess­um tíma. Borðstofu­stól­arn­ir eru upp­runa­leg­ir Marcel Br­eu­er Cesca-stól­ar en þegar við feng­um þá voru þeir bólstraðir í ljós­bleik­um lit með beyki ramma sem maður sér ekki mikið af nú til dags. Sess­urn­ar og bök­in voru frek­ar illa far­in svo ég pantaði nýtt á ramm­ana úr ratt­an með svört­um ramma,“ seg­ir hún.

Nadia hugsaði út í öll smáatriði og valdi húsgögn og …
Nadia hugsaði út í öll smá­atriði og valdi hús­gögn og muni inn í íbúðina af kost­gæfni.

„Vask­ur­inn á baðheberg­inu er American Stand­ard vask­ur, fram­leidd­ur sama ár og húsið er byggt. Hann var gef­ins á net­inu en ég gat haft upp á aðilan­um sem fékk hann gef­ins og keypti hann og kló­sett í sama stíl af hon­un. Lokið af kló­sett­inu notaði ég svo sem hillu inni á baði,“ bæt­ir hún við. 

Vaskurinn setur án efa svip sinn á baðherbergið.
Vask­ur­inn set­ur án efa svip sinn á baðher­bergið.

Hvað get­ur þú sagt mér um litap­all­ett­una í íbúðinni?

„Litap­all­ett­an sem ég valdi í íbúðina er í takt við liti þess tíma, en ég ákvað svo að taka líka liti úr nátt­úr­unni sem þú sérð út um glugga íbúðar­inn­ar og spegla í loft­un­um. Þannig verður til al­veg sér­stök stemn­ing í íbúðinni.“

Fögur litapalletta einkennir íbúðina, en þar fá mynstruð veggfóður einnig …
Fög­ur litap­all­etta ein­kenn­ir íbúðina, en þar fá mynstruð vegg­fóður einnig að njóta sín.

Áttu þér upp­á­halds­hús­gagn í íbúðinni?

„Ég held að upp­á­halds­hlut­ur­inn á heim­il­inu sé Falcon stóll­in í stof­unni eft­ir Sig­urd Ressel og borðstofu­ljósið sem gef­ur svaka­lega fal­lega birtu.“

Hjónaherbergið er hlýlegt og stílhreint.
Hjóna­her­bergið er hlý­legt og stíl­hreint.

Sótti inn­blást­ur í nátt­úru­feg­urðina í kring

Íbúðina hafa hjón­in leigt út til gesta og ferðamanna, en Nadia sótti mik­inn inn­blást­ur í nátt­úru­feg­urð Breiðafjarðar þegar kem­ur að stemn­ing­unni sem hún vildi skapa fyr­ir gesti í íbúðinni. 

„Breiðafjörður­inn er auðvitað ein­stök nátt­úrup­ara­dís og enda­laust gam­an að skella sér í sigl­ingu, njóta feg­urðar­inn­ar og skoða fugla­lífið þar. Ég ákvað að hafa bæði „picknick“ körfu fyr­ir gesti til að taka með sér í sigl­ingu eða í ferðalag um Nesið, svo fannst mér líka stemn­ing að vera með retró mynda­vél og filmu fyr­ir gesti að nota. Þess­ar gömlu vél­ar gefa svo skemmti­lega liti í fram­köll­un,“ seg­ir hún. 

Hjónin bjóða gestum upp á að festa minningar sínar á …
Hjón­in bjóða gest­um upp á að festa minn­ing­ar sín­ar á filmu.

Aðspurð seg­ir Nadia sinn upp­á­haldsstað á Snæ­fellsnesi vera Löngu­fjör­urn­ar, enda er hún mik­il hesta­kona og veit fátt skemmti­legra en að fara í út­reiðat­úra um svæðið. „Að ríða góðum hesti í góðu veðri á gul­um sandi með Snæ­fells­jök­ul fyr­ir fram­an sig er al­ger­lega ein­stakt. Það eru svo marg­ir fal­leg­ir staðir á Snæ­fellsnesi og göngu­leiðirn­ar enda­laus­ar. Þegar að við för­um með gesti í bíltúr kom­um við oft við í Ytri-Tungu að skoða sellátrið þar, en það er frá­bært að borða há­deg­is­mat á veit­ingastaðnum á Langa­holti,“ seg­ir Nadia

„Svo för­um við að Búðum, Helln­um og Arn­arstapa, en það er líka gam­an að ganga inn Rauðfeld­ar­gjá, eða heim­sækja Vatns­helli. Gang­an upp á Helga­fell er auðveld og skemmti­leg og þaðan er frá­bært út­sýni yfir all­an fjörðinn. Svo seg­ir sag­an líka að þegar að þú geng­ur þar upp í fyrsta sinn og ferð frá leiði Guðrún­ar Ósvíf­ursdótt­ur upp á Helga­fellið, þá get­ir þú óskað þér ein­hvers,“ bæt­ir hún við. 

Það er fátt sem toppar Löngufjörurnar á góðum sumardegi!
Það er fátt sem topp­ar Löngu­fjör­urn­ar á góðum sum­ar­degi!

Fyr­ir þá sem ætla að leggja leið sína í Stykk­is­hólm mæl­ir Nadia með nokkr­um skemmti­leg­um hlut­um að gera og sjá. „Í Hólm­in­um er ómiss­andi að heim­sækja Norska húsið og Vatna­safnið og svo eru nokkr­ar vinnu­stof­ur lista­manna sem gam­an er að sækja heim. Vinnu­stofa Ingi­bjarg­ar Águsts­dótt­ur og henn­ar verk eru al­gert augnayndi. Svo eru frá­bær­ir veit­ingastaðir, bæði í Stykk­is­hólmi og víða á Snæ­fellsnesi. Nar­f­eyr­ar­stofa er eitt­hvað sem all­ir verða að upp­lifa og svo reyni ég alltaf að finna mér ástæðu til að skreppa í Hólm­inn til að fá mér fisk og fransk­ar í vagn­in­um við höfn­ina,“ seg­ir Nadia.

Það er nóg af spennandi hlutum að gera og sjá …
Það er nóg af spenn­andi hlut­um að gera og sjá á Snæ­fellsnesi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda