Katrín hannaði notalegt og hlýlegt heilsárshús

Heilsárshúsið er einstaklega notalegt. Fallegur efniviður og mjúkir litatónar setja …
Heilsárshúsið er einstaklega notalegt. Fallegur efniviður og mjúkir litatónar setja svip á húsið. Samsett mynd

Katrín Ísfeld, inn­an­húss­arki­tekt FHI, fékk það verk­efni ný­lega að hanna frí­stunda­hús fjöl­skyldu sem hægt er að nota allt árið um kring. Katrín lagði upp með að hafa húsið nota­legt og hlý­legt. 

Katrín kom að verk­inu þegar búið var að teikna húsið og setja niður veggja­f­yr­ir­komu­lag. Hún gat þó látið færa til veggi þar sem ekki var búið að reisa milli­veggi. „Ég teiknaði allt að inn­an, inn­rétt­ing­ar og allt þar í kring. Ég sá líka um efn­is­val ásamt eig­anda og er þar með talið hús­búnaður. Þetta var allt valið með hús­frúnni sem er dá­sam­leg kona og gekk þetta því svona vel upp,“ seg­ir Katrín um verk­efnið. 

Katrín Ísfeld er innanhússarkitekt FHI.
Katrín Ísfeld er inn­an­húss­arki­tekt FHI. Ljós­mynd/​Aðsend

Skipt­ir máli að frí­stunda­húsið sé öðru­vísi

Er öðru­vísi að hanna sum­ar­bú­stað en hefðbund­in heim­ili? 

„Já það er aðeins öðru­vísi þar sem áhersl­ur eru á að gera allt rýmið nota­legt og hlý­legt. Ég leit­ast við að nota nátt­úru­lega mjúka liti, fal­leg­ar og mjúk­ar áferðir. Ég reyni ávallt að koma fyr­ir viði- og viðaráferðum, basti og því sem læt­ur fólki líða vel.

Ég legg áhersla á að húsið sem er í sveit­inni gefi þér og þínum aðra upp­lif­un en dag­lega heim­ilið gef­ur. Mér finnst að fólk eigi að upp­lifa að það sé ekki leng­ur með sömu hönn­un og efn­is­val eins og hið dag­lega heim­ili hef­ur.“

Eig­end­urn­ir voru með ákveðnar ósk­ir þegar kom að hús­inu. „Þau langaði að hafa opið rými þar sem eld­hús­rýmið færi sam­an með stofu­rým­inu. Það var einnig hátt á list­an­um hjá þeim að vera með fal­lega kamínu sem myndi gera rýmið fal­legt og nota­legt. Ég hannaði pall und­ir kamín­una og þar er viður­inn er geymd­ur. Einnig er gam­an að hafa fal­lega hluti uppi á bekkn­um og svo má einnig setja púða ofan á og sitja þar.“

Katrín hannaði fallegan bekk undir kamínuna í stofunni.
Katrín hannaði fal­leg­an bekk und­ir kamín­una í stof­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Allt í sama rými en samt skipt upp

Eld­húsið, borðstof­an og stof­an er hjarta húss­ins. „Eld­húsið er hugsað sem gott vinnusvæði og einnig auðvelt fyr­ir börn­in að setj­ast við eyj­una og fá sér morg­un­mat eða milli­mál. Borðstofu­borðið er aðeins til hliðar en það er það stórt og hlý­legt. Borðið virk­ar þannig vel fyr­ir fjölda fólks og einnig sem nota­legt borð til að sitja við og stúss­ast.“

Falleg innrétting er í eldhúsinu. Eldhúseyjan nýtist vel.
Fal­leg inn­rétt­ing er í eld­hús­inu. Eld­hús­eyj­an nýt­ist vel. Ljós­mynd/​Aðsend
Stórt og hlýlegt bortsofuborð rúmar marga þegar margir koma saman.
Stórt og hlý­legt bort­sofu­borð rúm­ar marga þegar marg­ir koma sam­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Fal­leg­ur nota­leg­ur mosa­grænn sófi er sann­kallaður senuþjóf­ur í stof­unni. Katrín pantaði hann frá Ítal­íu. „Sóf­inn er hafður í miðju rým­is­ins og er það rými aðeins af­markað með nota­leg­um stól­um og kamínu. Þetta er gert til þess að fólk geti verið aðeins sér í sama rými án þess að vera að borða þar.“

Sér­stakt sjón­varps­rými er út frá for­stof­unni og er því ekk­ert sjón­varp í aðal­rým­inu. 

Fallegir stólar eru á móti græna sófanum.
Fal­leg­ir stól­ar eru á móti græna sóf­an­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Góð hjóna­svíta er í hús­inu með sérbaðher­bergi. „Hjóna­svít­an er hugsuð út frá þæg­ind­um og á að vera um­vefj­andi fyr­ir hjón­in. Rúmið er fyr­ir miðju og við reist­um upp vegg þar fyr­ir aft­an sem hægt er að ganga báðum meg­in við. Þar tek­ur við opið skáparými með auðveldu aðgengi að. Var svo upp­lagt að hafa fal­lega baðher­bergið þar fyr­ir inn­an. Þetta er hugsað sem af­slapp­andi fyr­ir hjón­in að at­hafna sig,“ seg­ir Katrín um hjóna­her­bergið. 

Hjónin eru með sérbaðherbergi.
Hjón­in eru með sérbaðher­bergi. Ljós­mynd/​Aðsend
Bleikar flísar eru á baðherberginu í hjónasvítunni.
Bleik­ar flís­ar eru á baðher­berg­inu í hjóna­svít­unni. Ljós­mynd/​Aðsend
Gott aðgengi er að skápunum í hjónasvítunni.
Gott aðgengi er að skáp­un­um í hjóna­svít­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Mjúk­ir lit­ir

Eig­end­urn­ir vildu hafa húsið fal­legt, hlý­legt og nota­legt. Katrín töfraði fram þær ósk­ir á fal­leg­an hátt meðal ann­ars með því að leika sér með máln­ingu og efnivið.  

„Ég notaði mjög mjúka litap­all­ettu sem er ljós sand­lit­ur á aðal­rýmið en hún dökkn­ar svo í meiri brúntóna og fer svo al­veg út í þenn­an rauðbrúna hnetulit sem er á for­stofu­skáp­un­um og í sjón­varps­her­berg­inu. Loftið í al­rým­inu er með hljóðdúk, sem er al­gjör nauðsyn þar sem hátt er til lofts og vítt er til veggja en þar tók ég loftið þvers­um í sund­ur út að út­vegg með þess­um fal­lega ekta viðar­plönk­um sem gerðu mikið fyr­ir rýmið.“

Mjúkir litir eru á veggjunum sem gera rýmið hlýlegra.
Mjúk­ir lit­ir eru á veggj­un­um sem gera rýmið hlý­legra. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég notaði stór bast­ljós og fal­leg ljós með létt­um gegn­sæj­um efn­um á móti kop­ar­lituðum köst­ur­um sem setja rétta lýs­ingu á svæðið. Svefn­her­berg­in eru öll teppa­lögð með mjúku-mosa­grænu teppi. Kem­ur það mjög vel út á móti flís­un­um sem eru með mjúku mynstri,“ seg­ir Katrín að lok­um. 

Gott vinnupláss er í eldhúsinu.
Gott vinnupláss er í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
Gott pláss er á aðalbaðherberginu sem er flísalagt í hólf …
Gott pláss er á aðalbaðher­berg­inu sem er flísa­lagt í hólf og gólf. Ljós­mynd/​Aðsend
Grænar flísar eru á aðalbaðherberginu.
Græn­ar flís­ar eru á aðalbaðher­berg­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda