Úlfar og Kristín í Módern selja nýtískulegt einbýli Garðabæ

Úlfar Finsel og Kristín Rut Jónsdóttir hafa sett myndarlegt einbýli …
Úlfar Finsel og Kristín Rut Jónsdóttir hafa sett myndarlegt einbýli sitt á sölu. Samsett mynd

Úlfar Finsen framkvæmdastjóri og eigandi húsgagnaverslunarinnar Módern og eiginkona hans, Kristín Rut Jónsdóttir, hafa sett glæsihús sitt í Garðabæ á sölu. 

Um er að ræða 195 fm einbýli sem teiknað var af Kjartani Sveinssyni árið 1974. Rut Káradóttir innanhússarkitekt teiknaði húsið að innan og má segja að allt sé í stíl en innréttingar tónar vel við gólfefni og innihurðar, gluggatjöld og auðvitað fín húsgögn frá Minotti og fleiri merkjum. 

Sérsmíðaðar innréttingar eru í húsinu en í eldhúsinu er innrétting frá ítalska innréttingaframleiðandanum Poliform. Hún er annarsvegar sprautulökkuð í sveppagráum lit og annars vegar með viðaráferð. Í eldhúsinu er innbyggður vaskur og ílangt gashelluborð. Þar er líka vínkælir og sérsmíðaðar hillur með innbyggðri lýsingu í niðurteknu lofti. Í eldhúsinu er stór gluggi og fyrir neðan hann er sérsmíðaður setubekkur sem býður upp á óhindrað útsýni yfir Heiðmörk og út á Bláfjöll.

Stofan er snotur og smart. Á vinstri hönd má sjá …
Stofan er snotur og smart. Á vinstri hönd má sjá sérsmíðaðar hillur í kringum sjónvarp og skrautmuni. Ljósmynd/Kristján Orri
Lýsing kemur frá Lúmex en hér má sjá afar huggulegan …
Lýsing kemur frá Lúmex en hér má sjá afar huggulegan sófa og skemil úr Módern. Ljósmynd/Kristján Orri
Horft úr stofunni inn í eldhúsið en stórir gluggar prýða …
Horft úr stofunni inn í eldhúsið en stórir gluggar prýða húsið sem búa til góða stemningu. Ljósmynd/Kristján Orri

Í stofunni eru sérsmíðaðar hillur í kringum sjónvarp og skrautmuni sem eru með marmaraflísum í botninn. Í sama rými er vinnuaðstaða og heimabar sem hægt er að loka þegar enginn er þyrstur. 

Í anddyrinu er rimlafleki sem hægt er að renna til sem setur svip sinn á húsið. 

Eins og sjá má á myndunum er heildarmynd heimilisins falleg og smart og engin feilnóta slegin í hönnun og stíl. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Efstilundur 9

Undir glugganum er sérsmíðaður bekkur sem hægt er að sitja …
Undir glugganum er sérsmíðaður bekkur sem hægt er að sitja á. Ljósmynd/Kristján Orri
Innréttingin í eldhúsinu er frá Poliform sem er vandað ítalskt …
Innréttingin í eldhúsinu er frá Poliform sem er vandað ítalskt innréttingamerki. Ljósmynd/Kristján Orri
Við endavegginn í eldhúsinu eru sérsmíðaðar hillur með innfelldri lýsingu.
Við endavegginn í eldhúsinu eru sérsmíðaðar hillur með innfelldri lýsingu. Ljósmynd/Kristján Orri
Loftið í eldhúsinu er niðurtekið að hluta til með lýsingu.
Loftið í eldhúsinu er niðurtekið að hluta til með lýsingu. Ljósmynd/Kristján Orri
Flísar og upphengdur vaskur prýða gestasalerni.
Flísar og upphengdur vaskur prýða gestasalerni. Ljósmynd/Kristján Orri
Hægt er að labba út í garð úr borðstofunni.
Hægt er að labba út í garð úr borðstofunni. Ljósmynd/Kristján Orri
Horft úr borðstofu inn í stofu og eldhús.
Horft úr borðstofu inn í stofu og eldhús. Ljósmynd/Kristján Orri
Heildarmyndin á húsinu eru myndarleg.
Heildarmyndin á húsinu eru myndarleg. Ljósmynd/Kristján Orri
Hilluveggurinn í stofunni er sannkallað listaverk með marmarflísum í botninn …
Hilluveggurinn í stofunni er sannkallað listaverk með marmarflísum í botninn að hluta til. Ljósmynd/Kristján Orri
Hér má sjá rimlafleka sem hægt er að renna fram …
Hér má sjá rimlafleka sem hægt er að renna fram og til baka. Ljósmynd/Kristján Orri
Speglaveggur og sérsmíðaðir fataskápar úr bæsaðri eik prýða forstofuna.
Speglaveggur og sérsmíðaðir fataskápar úr bæsaðri eik prýða forstofuna. Ljósmynd/Kristján Orri
Súpersmart vinnuaðstaða og heimabar með speglabaki setja svip á heimilið.
Súpersmart vinnuaðstaða og heimabar með speglabaki setja svip á heimilið. Ljósmynd/Kristján Orri
Heimabarinn er falinn á bak við stórar hurðar.
Heimabarinn er falinn á bak við stórar hurðar. Ljósmynd/Kristján Orri
Í húsinu er hvert rými nýtt til fulls.
Í húsinu er hvert rými nýtt til fulls. Ljósmynd/Kristján Orri
Ljósar flísar prýða gólfið.
Ljósar flísar prýða gólfið. Ljósmynd/Kristján Orri
Stofan er hlýleg og nýtískuleg.
Stofan er hlýleg og nýtískuleg. Ljósmynd/Kristján Orri
Hér er hægt að láta fara vel um sig.
Hér er hægt að láta fara vel um sig. Ljósmynd/Kristján Orri
Stofan er búin einstaklega smekklegum húsgögnum.
Stofan er búin einstaklega smekklegum húsgögnum. Ljósmynd/Kristján Orri
Bæsuð eik og speglaskápar prýða baðherbergið ásamt lituðu sturtugleri.
Bæsuð eik og speglaskápar prýða baðherbergið ásamt lituðu sturtugleri. Ljósmynd/Kristján Orri
Í húsinu er veglegt fataherbergi inn af hjónaherbergi og líka …
Í húsinu er veglegt fataherbergi inn af hjónaherbergi og líka blautgufa. Ljósmynd/Kristján Orri
Fataherbergið er vel skipulagt.
Fataherbergið er vel skipulagt. Ljósmynd/Kristján Orri
Inn af hjónaherberginu er ofursmart blautgufa.
Inn af hjónaherberginu er ofursmart blautgufa. Ljósmynd/Kristján Orri
Hjónaherbergið er einstaklega hlýlegt og málað hólf og gólf í …
Hjónaherbergið er einstaklega hlýlegt og málað hólf og gólf í sama lit. Ljósmynd/Kristján Orri
Gluggatjöldin í húsinu fara vel við litinn á veggjunum.
Gluggatjöldin í húsinu fara vel við litinn á veggjunum. Ljósmynd/Kristján Orri
Fyrir ofan náttborðin eru hangandi ljós frá Secto.
Fyrir ofan náttborðin eru hangandi ljós frá Secto. Ljósmynd/Kristján Orri
Stór verönd prýðir garðinn.
Stór verönd prýðir garðinn. Ljósmynd/Kristján Orri
Húsið er við Efstalund í Garðabæ.
Húsið er við Efstalund í Garðabæ. Ljósmynd/Kristján Orri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál