Jón og Ágústa keyptu næsta hús við Guðna Th. og Elizu

Jón Benediktsson og Ágústa Arna Grétarsdóttir hafa fest kaup á …
Jón Benediktsson og Ágústa Arna Grétarsdóttir hafa fest kaup á glæsihúsi í Garðabæ. mbl.is/Stella Andrea

Jón Benediktsson og Ágústa Arna Grétarsdóttir hafa fest kaup á glæsihúsi við Steinprýði 13 í Garðabæ. 

228 milljónir greiddu þau fyrir húsið. 

Við Stein­prýði í Garðabæ er að finna 267 fm ein­býli sem er í smíðum. Húsið stend­ur á fal­leg­um stað í hraun­inu en í næsta hús er í eigu for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, og eig­in­konu hans, El­izu Reid. Húsið var teiknað af Úti Inni arki­tekt­um. 

Ásett verð er 239.000.000 kr. 

Húsið er á einni hæð og stát­ar af fal­legri hönn­un. Í hús­inu er gert ráð fyr­ir fjór­um svefn­her­bergj­um og tveim­ur baðher­bergj­um. 

„Nátt­úruperla og ein­stök staðsetn­ing er á þessu stór­glæsi­lega 267 fm einn­ar hæðar ein­býl­is­húsi í Garðabæ sem er í smíðum.
Gert er ráð fyr­ir 4 her­bergj­um, inn­byggður bíl­skúr, ar­inn, hjóna­svíta með fata­her­bergi og sér baði og fleira prýða þessa ein­stöku eign. Hér hef­ur hvergi verið til sparað og all­ur frá­gang­ur og efn­is­val er í allra hæsta gæðaflokki. Húsið stend­ur á rúm­lega 1038 fm lóð sem verður sem næst viðhalds­frí sem og húsið að utan,“ seg­ir í aug­lýs­ingu á fast­eigna­vef mbl.is. 

Húsið við Steinprýði er smekklega hannað.
Húsið við Steinprýði er smekklega hannað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál