Garðabæjarhöll Svanhildar Nönnu komin á sölu

Samsett mynd

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir hefur sett glæsihús sitt í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 462 fm einbýli sem reist var 2009. Björgvin Snæbjörnsson arkitekt hannaði hús og Rut Káradóttir innanhússarkitekt endurhannaði húsið að innan á árunum 2016 og 2017. Á þessum árum var húsið bæði tekið í gegn að innan og utan. Fasteignamat hússins er 317.350.000 kr. en óskað er eftir tilboði í húsið. 

Húsið býr yfir mikilli sérstöðu hvað glæsileika varðar. Hátt er til lofts í stofu, eldhúsi og borðstofu og er mikið lagt í smáatriði. Í stofunni er til dæmis sérsmíðuð bókahilla sem nær upp í loft með innfelldri lýsingu. Bakstykkið í bókahillunni er úr kampavínslituðum marmara. Í stofunni er feiknastór arinn sem er klæddur með stálplötum og eru marmaraklæddir veggir á nokkrum stöðum í húsinu. 

Eldhúsinnréttingin er úr bandsagaðri eik og er eyjan klædd með gólfflísum eða þeim sömu og eru á gólfinu í húsinu. Það kemur einstaklega vel út en í eyjunni er vaskur og spanhelluborð með innbyggðum gufugleypi. 

Baðherbergin eru í sama stíl með sama marmara og á veggjum og með innréttingum úr bandsagðri eik. 

Í húsinu er vel búinn æfingasalur en Svanhildur Nanna hefur stundað crossfit að kappi. 

Svanhildur Nanna giftist Grími Garðarssyni eiganda Bestseller á Íslandi fyrir um ári síðan og reka þau fyrirtækið saman í dag. 

Í fyrrasumar festu Svanhildur Nanna og Grímur kaup á einstöku 510 fm við Túngötu í Reykjavík og greiddu fyrir það 575.000.000 kr. Smartland hefur heimildir fyrir því að miklar framkvæmdir standi yfir í húsinu og að Rut Káradóttir, einn virtasti innanhússarkitekt landsins hafi fengið það verkefni að endurhanna glæsihús hjónanna.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Votakur 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál