Einbýlishús í Fossvogi selt á 183,4 milljónir

Einbýlishúsið var reist 1969 og þarfnast viðhalds.
Einbýlishúsið var reist 1969 og þarfnast viðhalds.

Í byrjun sumars var afar fallegt 196,1 fm einbýli í Fossvogi auglýst til sölu. Um er að ræða einbýlishús sem er við Bjarmaland í Fossvogi. Húsið var reist 1969 þegar flöt þök og stórir gluggar þóttu hvað mest móðins. 

Húsið stendur á jaðarlóð og er alveg í hjarta Fossvogsdalsins þar sem veðursæld er ríkuleg. Fasteignamat hússins er 189.600.000 kr. og var verðmiðinn á sama stað. Þótt skipulag hússins væri gott þá þarfnaðist það viðhalds og endurbóta. 

Nú hefur húsið verið selt á 183.400.000 kr. Kaupandi hússins er Landsar ehf. sem er í eigu Ragnars Þórs Hannessonar. Hann er pípulagningameistari og rekur fyrirtækið Landslagnir pípulagnir. 

Smartland óskar félaginu til hamingju með húsið! 

Húsið stendur á jaðarlóð við útivistarsvæði í Fossvogi.
Húsið stendur á jaðarlóð við útivistarsvæði í Fossvogi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál