Sunna Dögg selur sjarmerandi eign í Vatnsholti

Draumaíbúð á fjölskylduvænum stað í Reykjavík.
Draumaíbúð á fjölskylduvænum stað í Reykjavík. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhansson

Fatahönnuðurinn og listmálarinn Sunna Dögg Ásgeirsdóttir og eiginmaður hennar, Haukur Hrafn Þorsteinsson, hafa sett heillandi íbúð í tvíbýli í Vatnsholti á sölu. Húsið hefur verið gert upp á vandaðan hátt og mikil áhersla lögð á halda í tíðaranda hússins sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni.

Eignin er 215 fm að stærð með auka íbúð í kjallaranum. Í húsinu má finna skemmtilegar litasamsetningar, bjarta stofu, sólstofu og heimilislegt eldhús í anda Kjartan Sveinssonar með grænum marmara og gegnheilli hnotu á borðplötum. Þetta er sannkölluð fjölskyldueign þar sem hefur verið nostrað við hvert einasta smáatriði íbúðarinnar. 

Innan um pastellitaða veggi má finna klassíska hönnunarvöru eins og Togo-sófa í stofunni, ph5 ljósið frá Louis Poulsen í eldhúsinu og String-hillur. 

Í eldhúsinu má finna fölbleika veggi, terrazzo-flísar á gólfum og …
Í eldhúsinu má finna fölbleika veggi, terrazzo-flísar á gólfum og grænni marmaraplötu á innréttingu. Innréttingin er frá HTH og gegnheil hnota er í búrskáp. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhansson
Einstakur veggur hlaðinn Drápuhlíðargrjóti prýðir stofuna.
Einstakur veggur hlaðinn Drápuhlíðargrjóti prýðir stofuna. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhansson
Stofan er björt enda stór gluggi við enda hennar. Frægi …
Stofan er björt enda stór gluggi við enda hennar. Frægi Togo-sófinn og stóllinn frá Ligne Roset setja afslappaðan svip á stofuna.
Sólstofan gefur íbúðinni mikla birtu en þar eru Terrazzo-flísar á …
Sólstofan gefur íbúðinni mikla birtu en þar eru Terrazzo-flísar á gólfum. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhansson
Heillandi og bjart rými þar sem sólstofan tekur við af …
Heillandi og bjart rými þar sem sólstofan tekur við af stofunni. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Björt skrifstofa og mikið vinnupláss.
Björt skrifstofa og mikið vinnupláss. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhansson
Forstofuskápurinn er sérsmíðaður fataskápur frá IK innréttingum með vinyl í …
Forstofuskápurinn er sérsmíðaður fataskápur frá IK innréttingum með vinyl í pastelgrænum á framhliðum. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhansson
Baðherbergið er fallega uppgert með Terrazzo-flísum og blöndunartækjum frá Gröhe.
Baðherbergið er fallega uppgert með Terrazzo-flísum og blöndunartækjum frá Gröhe. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson.
Terrazzo-setur nútímanlegan svip á baðherbergið.
Terrazzo-setur nútímanlegan svip á baðherbergið. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Á gestasalerninu er bleikur vaskur og klósett í stíl. Spegillinn …
Á gestasalerninu er bleikur vaskur og klósett í stíl. Spegillinn er frá Ferm Living. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Barnaherbergið er bjart og smekkklega innréttað.
Barnaherbergið er bjart og smekkklega innréttað. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Vatnsholt 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál